Þrettán létust þegar gamla íþróttahúsið hans Manu Ginobili hrundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2023 16:30 Manu Ginobili var tekinn inn í Heiðurshöll körfuboltans árið 2022. Getty/Maddie Meyer Argentínska körfuboltagoðsögnin Manu Ginobili var einn þeirra sem sendi samúðarkveðjur til þeirra sem eiga sárt að binda í bænum Bahia Blanca í Argentínu. Ástæðan fyrir því er að þakið hrundi á íþróttahúsi bæjarins í miklu óveðri og með skelfilegum afleiðingum. Að minnsta kosti þrettán létust þegar þau grófust undir þakinu. Manu Ginóbili: "Muy triste por lo que está atravesando mi club, mi ciudad y la región", expresó el bahiense sobre el temporal que afectó a Bahía Blanca.Las autoridades locales confirmaron que murieron 13 personas en el Club Bahienses del Norte -el que vio nacer deportivamente a pic.twitter.com/EaiDQUbaXH— TyC Sports (@TyCSports) December 17, 2023 Vindhviður mældust á meira en 140 kílómetra hraða í óveðrinu og stór hluti bæjarins var rafmagnslaus. Ginobili varð margfaldur NBA meistari með San Antonio Spurs og er besti körfuboltamaður Argentínu frá upphafi. Hann hefur sterka tengingu við Bahia Blanca en hann hóf feril sinn með liði Club Bahiense del Norte sem spilar heimaleiki sína í húsinu. Þetta var líka hans heimabær en hann fæddist í bænum í júlí 1977. Muy triste por lo que está atravesando mi club, mi ciudad y la región. Un fuerte abrazo para todos y mis condolencias para los familiares de las víctimas. Fuerza Bahía!! — Manu Ginobili (@manuginobili) December 17, 2023 „Mér þykir mjög leitt að heyra hvað félagið mitt, borgin mín og svæðið er að ganga í gegnum. Ég sendi faðmlag til allra og mínar samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlambanna. Bahia vertu sterk,“ skrifaði Manu Ginobili á samfélagsmiðla. Manu Ginobili er nú 46 ára gamall og lagði skóna á hilluna árið 2018. Hann lék með liði Bahía Blanca frá 1996 til 1998. Það fór hann til ítalska félagsins Viola Reggio Calabria og svo spilaði hann í tvö ár með Virtus Bologna á Ítalíu. Ginobili var valinn af Spurs í nýliðavalinu 1999 en gekk til liðs við félagið þremur árum síðar. Hann spilaði í sextán ár með Spurs og varð fjórum sinnum NBA-meistari. Alls var hann með 13,3 stig og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í 1057 leikjum með San Antonio Spurs. TRAGEDIA EN BAHIA BLANCA Producto del temporal que azotó a la ciudad de la provincia de Buenos Aires, se derrumbó el techo del club donde se formó Manu #Ginobili. El trágico hecho se dio mientras había una actividad de patín. Parece que hay fallecidos en el lugar. pic.twitter.com/yG1ysjyxtw— Lupa Deportiva (@Lupa_Deportiva) December 17, 2023 NBA Argentína Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Ástæðan fyrir því er að þakið hrundi á íþróttahúsi bæjarins í miklu óveðri og með skelfilegum afleiðingum. Að minnsta kosti þrettán létust þegar þau grófust undir þakinu. Manu Ginóbili: "Muy triste por lo que está atravesando mi club, mi ciudad y la región", expresó el bahiense sobre el temporal que afectó a Bahía Blanca.Las autoridades locales confirmaron que murieron 13 personas en el Club Bahienses del Norte -el que vio nacer deportivamente a pic.twitter.com/EaiDQUbaXH— TyC Sports (@TyCSports) December 17, 2023 Vindhviður mældust á meira en 140 kílómetra hraða í óveðrinu og stór hluti bæjarins var rafmagnslaus. Ginobili varð margfaldur NBA meistari með San Antonio Spurs og er besti körfuboltamaður Argentínu frá upphafi. Hann hefur sterka tengingu við Bahia Blanca en hann hóf feril sinn með liði Club Bahiense del Norte sem spilar heimaleiki sína í húsinu. Þetta var líka hans heimabær en hann fæddist í bænum í júlí 1977. Muy triste por lo que está atravesando mi club, mi ciudad y la región. Un fuerte abrazo para todos y mis condolencias para los familiares de las víctimas. Fuerza Bahía!! — Manu Ginobili (@manuginobili) December 17, 2023 „Mér þykir mjög leitt að heyra hvað félagið mitt, borgin mín og svæðið er að ganga í gegnum. Ég sendi faðmlag til allra og mínar samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlambanna. Bahia vertu sterk,“ skrifaði Manu Ginobili á samfélagsmiðla. Manu Ginobili er nú 46 ára gamall og lagði skóna á hilluna árið 2018. Hann lék með liði Bahía Blanca frá 1996 til 1998. Það fór hann til ítalska félagsins Viola Reggio Calabria og svo spilaði hann í tvö ár með Virtus Bologna á Ítalíu. Ginobili var valinn af Spurs í nýliðavalinu 1999 en gekk til liðs við félagið þremur árum síðar. Hann spilaði í sextán ár með Spurs og varð fjórum sinnum NBA-meistari. Alls var hann með 13,3 stig og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í 1057 leikjum með San Antonio Spurs. TRAGEDIA EN BAHIA BLANCA Producto del temporal que azotó a la ciudad de la provincia de Buenos Aires, se derrumbó el techo del club donde se formó Manu #Ginobili. El trágico hecho se dio mientras había una actividad de patín. Parece que hay fallecidos en el lugar. pic.twitter.com/yG1ysjyxtw— Lupa Deportiva (@Lupa_Deportiva) December 17, 2023
NBA Argentína Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira