Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2023 07:12 Spahn segir markmiðið meðal annars að draga úr hættulegum fólksflutningum um Miðjarðarhaf. epa/Clemens Bilan Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. Um er að ræða sama úrræði og stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa unnið að en hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum mannréttindasamtökum og -sérfræðingum. Umrædd þriðju ríki sem nefnd hafa verið til sögunnar eru Rúanda og Ghana og Moldavía og Georgía. Jens Spahn, varaþingflokksformaður Kristilega demókrataflokksins, sagði um helgina að flokkurinn væri fylgjandi því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið væri úr umsóknum þeirra. Þetta myndi verða til þess að draga verulega úr umsóknum. Spahn kallaði umrædd ríki „örugga höfn“ þar sem skilyrði flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna yrðu uppfyllt en gagnrýnendur segja enga leið til að tryggja að umrædd ríki færu að lögum og viðmiðum Evrópusambandsins um rétt flóttafólks. Pólitískir andstæðingar Kristilega demókrataflokksins hafa sakað flokkinn um popúlisma og segja raunverulegra lausna sé þörf til að leysa flóttamannavandann. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur lagt áherslu á að draga úr fjölda hælisumsókna með því að setja þak á bætur, hraða úrvinnslu umsókna og setja strangari skilyrði til að draga úr fjölda samþykktra umsókna. Þýskaland Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Um er að ræða sama úrræði og stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa unnið að en hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum mannréttindasamtökum og -sérfræðingum. Umrædd þriðju ríki sem nefnd hafa verið til sögunnar eru Rúanda og Ghana og Moldavía og Georgía. Jens Spahn, varaþingflokksformaður Kristilega demókrataflokksins, sagði um helgina að flokkurinn væri fylgjandi því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið væri úr umsóknum þeirra. Þetta myndi verða til þess að draga verulega úr umsóknum. Spahn kallaði umrædd ríki „örugga höfn“ þar sem skilyrði flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna yrðu uppfyllt en gagnrýnendur segja enga leið til að tryggja að umrædd ríki færu að lögum og viðmiðum Evrópusambandsins um rétt flóttafólks. Pólitískir andstæðingar Kristilega demókrataflokksins hafa sakað flokkinn um popúlisma og segja raunverulegra lausna sé þörf til að leysa flóttamannavandann. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur lagt áherslu á að draga úr fjölda hælisumsókna með því að setja þak á bætur, hraða úrvinnslu umsókna og setja strangari skilyrði til að draga úr fjölda samþykktra umsókna.
Þýskaland Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira