Réttur fatlaðra til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur Helena Rós Sturludóttir skrifar 17. desember 2023 16:00 Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir dæmi um að börn hafi verið tekin of snemma frá seinfærum foreldrum án þess að allt hafi verið reynt og að það sé áhyggjuefni. Rétturinn til fjölskyldulífs sé mjög mikilvægur og aðlaga þurfi stuðningsþjónustu við þarfir hvers og eins Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá máli seinfærrar móður tveggja drengja sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum. Móðirin sagðist ekki þrá neitt heitar en að fá syni sína heim en Reykjavíkurborg vill svipta hana forsjá yfir þeim. Lögmaður móðurinnar segir óskiljanlegt að borgin skuli ekki hafa tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Þá sagði prófessor í fötlunarfræði, sem rannsakað hefur mál fatlaðra foreldra í áratugi, sína reynslu vera að í langflestum tilfellum væri ekki búið að reyna allt áður en börn eru tekin af seinfærum foreldrum. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir það áhyggjuefni. „Við höfum haft töluvert miklar áhyggjur af þessu og ekki af ástæðu lausu. Það hafa komið upp dæmi sem gefa tilefni til þess,“ segir Árni og bætir við að fordómar ríki í samfélaginu. „Það er kannski ekki alveg skilningur á því hvaða skyldur hvíla á opinberum aðilum samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Árni. Þar sé réttur fatlaðra til fjölskyldulífs, frjósemis og ala upp börn og fá til þess viðeigandi stuðning áréttaður. „Þetta er ekki að ástæðu lausu. Því alls staðar í heiminum, þar með talið á Íslandi, hefur verið gert allt of mikið af því að vanvirða þessi réttindi fatlaðra og ekki síst seinfærra foreldra,“ segir Árni og heldur áfram: „Þannig við höfum alltaf haft áhyggjur af því að það séu fordómar í kerfinu og ekki skilningur og kannski ekki búið að gera það sem þarf til að vinna, ekki síst, í viðhorfum þeirra sem þar eru. Rétturinn til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur og þá eigi réttur barna eigi að vera í forgangi. Árni segir mikilvægt að fatlaðir foreldrar fái viðeigandi stuðning. „Þetta er mjög skýrt að það á að vera viðeigandi aðlögun, það á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins þannig að líkurnar fyrir hvern og einn að geta notið þessara réttinda séu hámörkuð,“ segir Árni. Auðvitað geti komið upp dæmi þar sem seinfærir foreldrar ráða ekki við að ala upp börn en það eigi ekki eingöngu við um seinfæra eða fatlaða foreldra. Málefni fatlaðs fólks Fjölskyldumál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá máli seinfærrar móður tveggja drengja sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum. Móðirin sagðist ekki þrá neitt heitar en að fá syni sína heim en Reykjavíkurborg vill svipta hana forsjá yfir þeim. Lögmaður móðurinnar segir óskiljanlegt að borgin skuli ekki hafa tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Þá sagði prófessor í fötlunarfræði, sem rannsakað hefur mál fatlaðra foreldra í áratugi, sína reynslu vera að í langflestum tilfellum væri ekki búið að reyna allt áður en börn eru tekin af seinfærum foreldrum. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir það áhyggjuefni. „Við höfum haft töluvert miklar áhyggjur af þessu og ekki af ástæðu lausu. Það hafa komið upp dæmi sem gefa tilefni til þess,“ segir Árni og bætir við að fordómar ríki í samfélaginu. „Það er kannski ekki alveg skilningur á því hvaða skyldur hvíla á opinberum aðilum samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Árni. Þar sé réttur fatlaðra til fjölskyldulífs, frjósemis og ala upp börn og fá til þess viðeigandi stuðning áréttaður. „Þetta er ekki að ástæðu lausu. Því alls staðar í heiminum, þar með talið á Íslandi, hefur verið gert allt of mikið af því að vanvirða þessi réttindi fatlaðra og ekki síst seinfærra foreldra,“ segir Árni og heldur áfram: „Þannig við höfum alltaf haft áhyggjur af því að það séu fordómar í kerfinu og ekki skilningur og kannski ekki búið að gera það sem þarf til að vinna, ekki síst, í viðhorfum þeirra sem þar eru. Rétturinn til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur og þá eigi réttur barna eigi að vera í forgangi. Árni segir mikilvægt að fatlaðir foreldrar fái viðeigandi stuðning. „Þetta er mjög skýrt að það á að vera viðeigandi aðlögun, það á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins þannig að líkurnar fyrir hvern og einn að geta notið þessara réttinda séu hámörkuð,“ segir Árni. Auðvitað geti komið upp dæmi þar sem seinfærir foreldrar ráða ekki við að ala upp börn en það eigi ekki eingöngu við um seinfæra eða fatlaða foreldra.
Málefni fatlaðs fólks Fjölskyldumál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira