„Veit ekki hvaðan skapið kemur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 23:30 Kjartan Henry verður aðstoðarþjálfari FH í Bestu deildinni næsta sumar. Vísir/Arnar Margt hefur verið sagt og ritað um Kjartan Henry Finnbogason á knattspyrnuferli hans og oft ekkert rosalega jákvætt. Kjartan lagði skóna á hilluna í vikunni og var spurður út í skapofsann og keppnisskapið. Kjartan Henry Finnbogason hefur oft verið á milli tannanna á fólki enda fyrirferðamikill inni á knattspyrnuvellinum. Kjartan lagði skóna á hilluna í vikunni og Valur Páll Eiríksson ræddi við hann um ferilinn og spurði hvort það væri rétt lýsing að kalla hann grófan, skapstóran og leiðinlegan leikmann. „Ég er ennþá að fá það í dag „Vá, hvað ég hataði þig og þoldi þig ekki. Ég hélt þú værir allt öðruvísi“. Þetta er ekkert meðvitað, þetta er bara eitthvað í manni. Ég veit ekki hvort þetta er genatískt en foreldrar mínir eru rólyndisfólk,“ sagði Kjartan Henry. „Ég held að þetta sé líka í hverju maður ólst upp í, hvernig hlutirnir voru þá. KR var örugglega þannig umhverfi að annaðhvort hötuðu þig allir eða elskuðu þig. Það er það sem ég finn líka núna í Hafnarfirðinum, það er svolítið þannig andrúmsloft. Við á móti öllum hinum.“ Hann sagði að hann hefði lent í ýmsu inni á vellinum og gert ýmsa hluti. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég var og er í þessu til að vinna. Svo þegar leikurinn er búinn er maður alveg tilbúinn að knúsa fólk og ræða um daginn og veginn.“ Kjartan Henry á ekki von á að svipað verði upp á teningunum á hliðarlínunni en hann er nýráðinn aðstoðarþjálfari FH. „Nei, ég held ekki. Ég held maður verði að átta sig á því að það er inni á vellinum sem leikirnir vinnast. Það getur vel verið að það gerist eitthvað í hálfleik en ég svo sem veit það ekki. Það verður að koma í ljós en ég vona að Besta Deildin fá smá „boozt“. Viðtalið við Kjartan Henry má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Besta deild karla FH KR Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason hefur oft verið á milli tannanna á fólki enda fyrirferðamikill inni á knattspyrnuvellinum. Kjartan lagði skóna á hilluna í vikunni og Valur Páll Eiríksson ræddi við hann um ferilinn og spurði hvort það væri rétt lýsing að kalla hann grófan, skapstóran og leiðinlegan leikmann. „Ég er ennþá að fá það í dag „Vá, hvað ég hataði þig og þoldi þig ekki. Ég hélt þú værir allt öðruvísi“. Þetta er ekkert meðvitað, þetta er bara eitthvað í manni. Ég veit ekki hvort þetta er genatískt en foreldrar mínir eru rólyndisfólk,“ sagði Kjartan Henry. „Ég held að þetta sé líka í hverju maður ólst upp í, hvernig hlutirnir voru þá. KR var örugglega þannig umhverfi að annaðhvort hötuðu þig allir eða elskuðu þig. Það er það sem ég finn líka núna í Hafnarfirðinum, það er svolítið þannig andrúmsloft. Við á móti öllum hinum.“ Hann sagði að hann hefði lent í ýmsu inni á vellinum og gert ýmsa hluti. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég var og er í þessu til að vinna. Svo þegar leikurinn er búinn er maður alveg tilbúinn að knúsa fólk og ræða um daginn og veginn.“ Kjartan Henry á ekki von á að svipað verði upp á teningunum á hliðarlínunni en hann er nýráðinn aðstoðarþjálfari FH. „Nei, ég held ekki. Ég held maður verði að átta sig á því að það er inni á vellinum sem leikirnir vinnast. Það getur vel verið að það gerist eitthvað í hálfleik en ég svo sem veit það ekki. Það verður að koma í ljós en ég vona að Besta Deildin fá smá „boozt“. Viðtalið við Kjartan Henry má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Besta deild karla FH KR Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira