MLS berst gegn töfum með nýstárlegum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2023 12:00 Það er eins gott fyrir Lionel Messi og leikmenn MLS deildarinnar að drífa sig út af vellinum í skiptingum. Getty/Peter Joneleit MLS-deildin í Bandaríkjunum mun berjast gegn leiktöfum með nýstárlegum hætti því deildin ætlar að taka upp „skotklukku“ í leikjum sínum en ekki þó til að telja niður í næsta skot. Forráðamenn MLS ætla að berjast gegn töfum leikmanna með því að setja tímamörk á bæði skiptingar og hversu lengi menn liggja meiddir í jörðinni. Nýju reglurnar voru samþykktar á eigendafundi deildarinnar. MLS introducing 10-second substitute 'shot clock'Major League Soccer announced it will implement a pair of rule changes designed to limit stoppages in play during the 2024 season.https://t.co/R3Ov2IjYv9— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) December 15, 2023 Á 2024 tímabilinu mega leikmenn ekki liggja lengur en fimmtán sekúndur í jörðinni ef þeir meiðast því annars þurfa þeir af velli í að minnsta kosti tvær mínútur. Þetta gildir þó ekki ef mótherjinn hefur fengið gult eða rautt spjald fyrir brotið. Leikmönnum sem er skipt út af vellinum fá einnig aðeins tíu sekúndur til að yfirgefa völlinn og sérstök „skotklukka“ mun taka tímann á því. Fari þeir fram yfir tímann þá má lið þeirra ekki setja inn á varamann strax. Liðið þarf þá að bíða í minnsta kosti eina mínútu og leikmaðurinn fær ekki að koma inn á völlinn fyrr en að leikurinn stoppar næst eftir að þessi mínúta er liðin. Þessar reglur voru reyndar í MLS Next Pro deildinni sem er þróunardeild MLS deildarinnar. Með þeim tókst að minnka uppbótartímann að meðaltali úr sex mínútum niður í 1,22 mínútur. Skiptingarnar gengu líka mun hraðar en aðeins tíu varamenn brutu fyrrnefnda tíu sekúndna reglu. Það er ljóst að þær höfðu mjög góð áhrif í baráttunni við óþarfa tafir. MLS 2024 Rule Changes:-If an injured player remains on the ground for 15+ secs, they will have to remain off the field for 2 minutes-Substitutes must exit the field within 10 seconds-Referees will make in-stadium announcements for VAR decisions-Stadium clocks run past 90 pic.twitter.com/4UCklG4tu6— Inter Miami News Hub (@Intermiamicfhub) December 15, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Forráðamenn MLS ætla að berjast gegn töfum leikmanna með því að setja tímamörk á bæði skiptingar og hversu lengi menn liggja meiddir í jörðinni. Nýju reglurnar voru samþykktar á eigendafundi deildarinnar. MLS introducing 10-second substitute 'shot clock'Major League Soccer announced it will implement a pair of rule changes designed to limit stoppages in play during the 2024 season.https://t.co/R3Ov2IjYv9— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) December 15, 2023 Á 2024 tímabilinu mega leikmenn ekki liggja lengur en fimmtán sekúndur í jörðinni ef þeir meiðast því annars þurfa þeir af velli í að minnsta kosti tvær mínútur. Þetta gildir þó ekki ef mótherjinn hefur fengið gult eða rautt spjald fyrir brotið. Leikmönnum sem er skipt út af vellinum fá einnig aðeins tíu sekúndur til að yfirgefa völlinn og sérstök „skotklukka“ mun taka tímann á því. Fari þeir fram yfir tímann þá má lið þeirra ekki setja inn á varamann strax. Liðið þarf þá að bíða í minnsta kosti eina mínútu og leikmaðurinn fær ekki að koma inn á völlinn fyrr en að leikurinn stoppar næst eftir að þessi mínúta er liðin. Þessar reglur voru reyndar í MLS Next Pro deildinni sem er þróunardeild MLS deildarinnar. Með þeim tókst að minnka uppbótartímann að meðaltali úr sex mínútum niður í 1,22 mínútur. Skiptingarnar gengu líka mun hraðar en aðeins tíu varamenn brutu fyrrnefnda tíu sekúndna reglu. Það er ljóst að þær höfðu mjög góð áhrif í baráttunni við óþarfa tafir. MLS 2024 Rule Changes:-If an injured player remains on the ground for 15+ secs, they will have to remain off the field for 2 minutes-Substitutes must exit the field within 10 seconds-Referees will make in-stadium announcements for VAR decisions-Stadium clocks run past 90 pic.twitter.com/4UCklG4tu6— Inter Miami News Hub (@Intermiamicfhub) December 15, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira