Samkvæmt Variety greindist hann með krabbamein í lungum fyrir stuttu. Í kjölfar andláts hans birtu margir fyrrverandi samleikarar og -starfsfólk færslur þar sem þeir minntust hans.
Leikkonan Melissa Fumero sem lék ásamt Andre í Brooklyn 99 minntist hans á samfélagsmiðlum.
„Ég mun muna eftir öllum ráðunum sem þú gafst mér. Ég mun muna eftir öllum þeim skiptum sem við hlógum saman því hláturinn þinn var meðal bestu hlátra sem hafa nokkurn tímann verið til. Ég mun muna eftir þeirri miklu ást og tryggð sem þú sýndir fjölskyldunni þinni. Ég mun minnast þess hvert skipti sem ég hliðra vinnunni til að vera með fjölskyldunni minni,“ skrifar hún
Braugher lætur eftir sig eiginkonu sína Ami Brabson og þrjú börn.