Hákon Arnar byrjaði leikinn á hægri vængnum og spilaði 84 mínútur. Staðan 1-0 þegarhann var tekinn af velli þökk sé marki Yusuf Yazici úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Eftir að hann var tekinn af velli bætti Lille við tveimur mörkum, bæði úr vítaspyrnum.
Angel Gomes skoraði fyrra markið og Edon Zhegrova það seinna. Þá misstu gestirnir frá Færeyjum tvo leikmenn af velli með rautt spjald. Joannes Danielsen fékk sitt annað gula og þar með rautt á 85. mínútu. Jakup Andreasen fór sömu leið þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Lille þurfti sigur til að endanlega tryggja sér sigur í A-riðli en á endanum kom það ekki að sök þar sem Slovan Bratislava tapaði fyrir Olimpija Ljubljana. Bratislava fer einnig áfram en þarf þó að fara í gegnum umspil þar sem spilað verður við lið sem enduðu í 3. sæti í Evrópu deildinni.
Victoire 3-0 du LOSC face à Klaksvik grâce à trois penalties de Yazici, Gomes et Zhegrova
— LOSC (@losclive) December 14, 2023
Le LOSC termine premier de son groupe avant d'affronter Paris ce dimanche #LOSCKI 3-0 | 90'
Önnur úrslit
- Lugano 0-2 Besiktas
- Maccabi Tel Aviv 3-1 Gent
- Plzen 3-0 FC Astana