Sjáðu dramatíkina í dauðariðlinum og fleiri mörk úr Meistaradeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 08:01 Alessandro Florenzi og félagar í AC Milan fögnuðu sigri í leiklok í Newcastle en komust samt bara í Evrópudeildina því PSG náði í stig í Þýskalandi. Getty/Michael Steele Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gærkvöldi og nú er endanlega ljóst hvaða lið komust áfram í sextán liða úrslitin, hvaða lið enduðu í Evrópudeildinni og hvaða lið þurfa ekki að gera ráð fyrir neinum Evrópuleikjum eftir áramót. Paris Saint-Germain og Porto voru síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Dramatíkin var mikil í Dauðariðlinum þar sem Newcastle komst yfir á móti AC Milan og var um tíma inn í sextán liða úrslitunum. AC Milan tókst að snúa leiknum við og tryggja sér 2-1 sigur á St. James Park. Joelinton skoraði mark Newcastle með frábæru skoti en Christian Pulisic og Samuel Chukwueze svöruðu fyrir AC Milan í seinni hálfleiknum. Klippa: Mörkin úr leik Newcastle og AC Milan Paris Saint-Germain var ekki í allt of góðum málum í sama riðli eftir að liðið lenti undir á móti Dortmund en tókst að jafna metin og þau úrslit dugðu franska liðinu til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Karim Adeyemi kom Dortmund yfir snemma í seinni hálfleik en Warren Zaïre-Emery jafnaði metin fimm mínútum síðar sem reyndist vera markið sem bjargaði Frökkunum á endanum. AC Milan komst í Evrópudeildina en Newcastle varð annað enska liðið á tveimur dögum sem kemst hvorki áfram í sextán liða úrslit né inn í Evrópudeildina. Það var líka hlutskipti Manchester United kvöldið áður. Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og PSG Barcelona vann sinn riðil og það skipti ekki máli þótt að liðið tapaði 3-2 á móti botnliði Antwerpen í gær. Porto tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með 5-3 sigri á Shakhtar Donetsk í ótrúlegum átta marka leik. Ferran Torres og Marc Guiu skoruðu mörk Barcelona en fyrir Antwerpen skoruðu Arthur Vermeeren, Vincent Janssen og George Ilenikhena. Galeno skoraði tvö mörk fyrir Porto en hin mörkin skoruðu Mehdi Taremi, Pepe og Francisco Conceicao. Mörk úkraínska liðsins skoruðu þeir Danylo Sikan og Eguinaldo auk þess sem að þriðja markið var sjálfsmark. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum þessum úr Meistaradeildinni í gær. Klippa: Mörkin úr leik Antwerpen og Barcelona Klippa: Mörkin úr leik Porto og Shakhtar Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
Paris Saint-Germain og Porto voru síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Dramatíkin var mikil í Dauðariðlinum þar sem Newcastle komst yfir á móti AC Milan og var um tíma inn í sextán liða úrslitunum. AC Milan tókst að snúa leiknum við og tryggja sér 2-1 sigur á St. James Park. Joelinton skoraði mark Newcastle með frábæru skoti en Christian Pulisic og Samuel Chukwueze svöruðu fyrir AC Milan í seinni hálfleiknum. Klippa: Mörkin úr leik Newcastle og AC Milan Paris Saint-Germain var ekki í allt of góðum málum í sama riðli eftir að liðið lenti undir á móti Dortmund en tókst að jafna metin og þau úrslit dugðu franska liðinu til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Karim Adeyemi kom Dortmund yfir snemma í seinni hálfleik en Warren Zaïre-Emery jafnaði metin fimm mínútum síðar sem reyndist vera markið sem bjargaði Frökkunum á endanum. AC Milan komst í Evrópudeildina en Newcastle varð annað enska liðið á tveimur dögum sem kemst hvorki áfram í sextán liða úrslit né inn í Evrópudeildina. Það var líka hlutskipti Manchester United kvöldið áður. Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og PSG Barcelona vann sinn riðil og það skipti ekki máli þótt að liðið tapaði 3-2 á móti botnliði Antwerpen í gær. Porto tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með 5-3 sigri á Shakhtar Donetsk í ótrúlegum átta marka leik. Ferran Torres og Marc Guiu skoruðu mörk Barcelona en fyrir Antwerpen skoruðu Arthur Vermeeren, Vincent Janssen og George Ilenikhena. Galeno skoraði tvö mörk fyrir Porto en hin mörkin skoruðu Mehdi Taremi, Pepe og Francisco Conceicao. Mörk úkraínska liðsins skoruðu þeir Danylo Sikan og Eguinaldo auk þess sem að þriðja markið var sjálfsmark. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum þessum úr Meistaradeildinni í gær. Klippa: Mörkin úr leik Antwerpen og Barcelona Klippa: Mörkin úr leik Porto og Shakhtar
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira