Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 23:59 Þetta er ekki fyrsta innköllun framleiðandans á árinu vegna sjálfstýringarkerfi Tesla. EPA Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. Innköllunin kemur í kjölfar tveggja ára langrar rannsóknar bandarískra samgönguyfirvalda á árekstrum sem orðið hafa í Bandaríkjunum meðan sjálfstýringarkerfið (e. autopilot) hefur verið í notkun. Innköllunin á við um nærri hvern einasta bíl frá framleiðandanum í Bandaríkjunum sem seldur var eftir að sjálfstýringartækni Tesla var hleypt af stokkunum árið 2015. Tesla, sem er í eigu Elon Musk, hefur gefið út að send verði út hugbúnaðaruppfærsla „Í gegn um loftið“ til að laga umræddan galla. Uppfærslan fari því fram rafrænt og þannig sé þess ekki krafist að eigendur Tesla-bíla fari með þá í bílaumboðið sitt til uppfærslu. Þrátt fyrir það telst aðgerðin til innköllunar. Innköllunin bara í Bandaríkjunum Sjálfstýringartæknin hefur þann tilgang að aðstoða við stýringu, hröðun og hemlun en krefst þó þess að ökumaður sé við stýrið. Hugbúnaðaruppfærslan á að tryggja að ökumaður haldi fullri athygli meðan sjálfstýring er í notkun og að hún sé einungis notuð við viðeigandi aðstæður, til að mynda við akstur á hraðbrautum. Í febrúar á þessu ári kallaði framleiðandinn inn á fjórða hundrað þúsund Tesla-bíla vegna sjálfstýringarkerfisins. Þá hafði kerfið reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgdi ekki alltaf hraðatakmörkunum. Innköllunin á ekki við utan Bandaríkjanna en Teslur með sjálfstýringartækninni sem um ræðir eru ekki fáanlegar í Evrópu sem stendur. Áðurnefnd rannsókn, sem staðið hefur yfir í tvö ár og skoðað 956 árekstra í tengslum við sjálfstýringarkerfið, hefur að sögn Vegaöryggisstofnunar Bandaríkjanna (NHTSA) leitt í ljós að þær breytingar sem gerðar verða á kerfinu muni ekki nægja til að koma í veg fyrir óhóflega notkun ökumanna á því. „Sjálfvirk tækni lofar góðu í tengslum við bætt öryggi en aðeins þegar henni er beitt á ábyrgan hátt,“ skrifaði NHTSA um málið og kvaðst halda áfram að fylgjast með virkni tækninnar eftir uppfærsluna. Tesla Bílar Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Innköllunin kemur í kjölfar tveggja ára langrar rannsóknar bandarískra samgönguyfirvalda á árekstrum sem orðið hafa í Bandaríkjunum meðan sjálfstýringarkerfið (e. autopilot) hefur verið í notkun. Innköllunin á við um nærri hvern einasta bíl frá framleiðandanum í Bandaríkjunum sem seldur var eftir að sjálfstýringartækni Tesla var hleypt af stokkunum árið 2015. Tesla, sem er í eigu Elon Musk, hefur gefið út að send verði út hugbúnaðaruppfærsla „Í gegn um loftið“ til að laga umræddan galla. Uppfærslan fari því fram rafrænt og þannig sé þess ekki krafist að eigendur Tesla-bíla fari með þá í bílaumboðið sitt til uppfærslu. Þrátt fyrir það telst aðgerðin til innköllunar. Innköllunin bara í Bandaríkjunum Sjálfstýringartæknin hefur þann tilgang að aðstoða við stýringu, hröðun og hemlun en krefst þó þess að ökumaður sé við stýrið. Hugbúnaðaruppfærslan á að tryggja að ökumaður haldi fullri athygli meðan sjálfstýring er í notkun og að hún sé einungis notuð við viðeigandi aðstæður, til að mynda við akstur á hraðbrautum. Í febrúar á þessu ári kallaði framleiðandinn inn á fjórða hundrað þúsund Tesla-bíla vegna sjálfstýringarkerfisins. Þá hafði kerfið reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgdi ekki alltaf hraðatakmörkunum. Innköllunin á ekki við utan Bandaríkjanna en Teslur með sjálfstýringartækninni sem um ræðir eru ekki fáanlegar í Evrópu sem stendur. Áðurnefnd rannsókn, sem staðið hefur yfir í tvö ár og skoðað 956 árekstra í tengslum við sjálfstýringarkerfið, hefur að sögn Vegaöryggisstofnunar Bandaríkjanna (NHTSA) leitt í ljós að þær breytingar sem gerðar verða á kerfinu muni ekki nægja til að koma í veg fyrir óhóflega notkun ökumanna á því. „Sjálfvirk tækni lofar góðu í tengslum við bætt öryggi en aðeins þegar henni er beitt á ábyrgan hátt,“ skrifaði NHTSA um málið og kvaðst halda áfram að fylgjast með virkni tækninnar eftir uppfærsluna.
Tesla Bílar Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira