Jevin Allen lék með skólaliði Willis High School en eldri bróðir hans, Jarrick Allen, mætti með honum til móts við þjálfarann. Jevin er 17 ára en Jarrick er 22 ára.
Þjálfarinn hafði sett Jevin á bekkinn fyrir slæma hegðun í leiknum og strákurinn var allt annað en ánægður með það.
A high school basketball coach in Texas is recovering from injuries suffered after being attacked by one of his players who he had benched during a game, police say. https://t.co/fqkWAAfNaO
— ABC News (@ABC) December 12, 2023
Hann mætti með fjölskyldu sinni út á bílastæði eftir leikinn og ætlaði að fara yfir málin með þjálfaranum. Þeir biðu eftir því að þjálfarinn kæmi út.
Jevin byrjaði á því að rífast við þjálfarann en sló hann svo í andlitið. Þá kom eldri bróðirinn og blandaði sér í málið. Þjálfarinn fékk að finna fyrir því og slasaðist á höfði, hálsi, andliti og handleggjum.
Vitni og eftirlitsmyndavélar studdu við lýsingu þjálfarans á atburðarásinni og í framhaldinu voru bræðurnir handteknir og ákærðir fyrir líkamsárás.
Þjálfarinn er að jafna sig á meiðslunum og Jevin Allen er ekki lengur nemandi við skólann.
Skólinn er í Conroe sem er 95 þúsund manna borg norður af Houston.