Fátækt: Pólitísk stefna eða náttúrulögmál? Halldóra Mogensen skrifar 12. desember 2023 10:00 Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk? Í sumar birti forsætisráðherra skýrslu sem ég, ásamt fleiri þingmönnum, hafði óskað eftir. Skýrslan fjallar um samfélagslegan kostnað fátæktar. Í henni kemur fram að tæplega fimmtíu þúsund manns lifa undir fátæktarmörkum hér á landi. Í þeim hópi eru rúmlega níu þúsund börn. Enn stærri hópur lifir rétt ofan við fátæktarmörkin en það er ekki síður áskrift að langvarandi fjárhagslegum og félagslegum vandamálum en að vera undir mörkunum í skamman tíma. Félagsmálaráðherra er ekki viss hvort hægt sé að losna við fátæktina en segir samt að það eigi að vera markmiðið. En það er samt ekki markmiðið. Það er ekki að finna neinar vísbendingar um neinar áætlanir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að uppræta fátækt, ekki heldur í fjárlögum og alls ekki í svörum félagsmálaráðherra á Alþingi. Fátækt hefur áhrif til framtíðar Afleiðingar þess að lifa í stöðugri óvissu og baráttu við að ná endum saman eru margvíslegar og þær eru sérstaklega alvarlegar þegar kemur að börnum. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn til menntunar og þátttöku í tómstundum, menningu og listum. Ein birtingarmynd þessa sést vel í nýrri könnun PISA þar sem fram kemur að tengsl félags- og efnahagsleg bakgrunns íslenskra nemenda við frammistöðu þeirra á sviðum lesskilnings og læsis á náttúruvísindi hafa aukist frá árinu 2015. Þá hefur ójöfnuður í lesskilningi nánast tvöfaldast á Íslandi síðustu tvo áratugi. Börn sem lifa við viðvarandi streitu foreldra mótast af þeirri streitu og eru andlegu áhrifin alvarleg og oft langvarandi. Það skiptir gríðarlega miklu máli að lyfta börnum upp úr fátækt áður en hún nær að valda þeim skaða og takmarka verulega möguleika þeirra á framtíð án fátæktar. Það er hægt að uppræta fátækt barna strax í dag en samkvæmt skýrslunni um samfélagslegan kostnað fátæktar myndi það kosta 16,5 milljarða króna að lyfta öllum börnum yfir lágtekjumark. Slík aðgerð myndi jafnframt lyfta foreldrum þeirra upp fyrir mörkin. Þetta væri metnaðarfull aðgerð en eins og kemur fram í skýrslunni þá verður barnafátækt ekki leyst með smávægilegum breytingum á barnabótakerfinu eða öðrum tilfærslukerfum. Rúmir sextán milljarðar er há tala, en fjárhagslegar afleiðingar fátæktar á samfélagið eru einnig gríðarlega miklar. Sú upphæð hleypur á bilinu 31 til 92 milljarðar, en það er heildarkostnaður fátæktar fyrir samfélagið okkar á hverju ári. Fátækt er nefnilega ekki eingöngu íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem búa við bág kjör, heldur hefur hún keðjuverkandi áhrif í gegn um allt samfélagið. Bæði hefur hún bein áhrif á útgjöld hins opinbera í formi tilfærslna og aukinnar þarfar á félags-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, en hún leiðir líka til aukinna útgjalda ríkisins vegna óbeinna áhrifa. Slík áhrif geta til að mynda orðið vegna þess að fátækt hefur áhrif á heilsufar og afbrotatíðni sem leiðir til aukinna útgjalda til heilbrigðismála og til dómstóla, löggæslu og fangelsismála. Hvers virði er mannslíf? En hvers vegna þarf að smætta mannslíf í krónur og aura? Hvers vegna í ósköpunum þegar að við vitum hverjar afleiðingar fátæktar eru fyrir fólk, gæði lífs þess og tækifæri til framtíðar - af hverju skiptir það nokkru máli að taka það fram að fátækt hefur neikvæð áhrif á framleiðni og hagvöxt samfélagsins? Það að sá mannlegi harmleikur sem fylgir viðvarandi fátækt skuli ekki vera nóg til að það sé mótuð pólitísk stefna til að uppræta fátækt er merki um hversu týnd við erum sem manneskjur. Það að sumir “vinni” og aðrir “tapi” í hinu kapítalíska kapphlaupi er ekki náttúrulögmál. Það er merki um úrkynjað hagkerfi. Í stað þess að við sem samfélag tökum siðferðilegar ákvarðanir og stöndum vörð um sameiginleg gildi höfum við útvistað því til einhvers ímyndaðs markaðs og varpað þannig frá okkur allri ábyrgð. Með því að setja verðmiða á allt þá gefum við okkur að fólk og pláneta séu einnota, geti gengið kaupum og sölum og að öðru leyti þjónað þeim tilbúningi sem við köllum hagkerfið. Þetta er rótin. Hagkerfið og fræðin að baki kerfinu er mannana verk sem hefur sundrað okkur, einangrað og fært okkur fjær hjartanu, samkenndinni og tilgangi. Við erum öll fátækari fyrir vikið. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Félagsmál Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk? Í sumar birti forsætisráðherra skýrslu sem ég, ásamt fleiri þingmönnum, hafði óskað eftir. Skýrslan fjallar um samfélagslegan kostnað fátæktar. Í henni kemur fram að tæplega fimmtíu þúsund manns lifa undir fátæktarmörkum hér á landi. Í þeim hópi eru rúmlega níu þúsund börn. Enn stærri hópur lifir rétt ofan við fátæktarmörkin en það er ekki síður áskrift að langvarandi fjárhagslegum og félagslegum vandamálum en að vera undir mörkunum í skamman tíma. Félagsmálaráðherra er ekki viss hvort hægt sé að losna við fátæktina en segir samt að það eigi að vera markmiðið. En það er samt ekki markmiðið. Það er ekki að finna neinar vísbendingar um neinar áætlanir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að uppræta fátækt, ekki heldur í fjárlögum og alls ekki í svörum félagsmálaráðherra á Alþingi. Fátækt hefur áhrif til framtíðar Afleiðingar þess að lifa í stöðugri óvissu og baráttu við að ná endum saman eru margvíslegar og þær eru sérstaklega alvarlegar þegar kemur að börnum. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn til menntunar og þátttöku í tómstundum, menningu og listum. Ein birtingarmynd þessa sést vel í nýrri könnun PISA þar sem fram kemur að tengsl félags- og efnahagsleg bakgrunns íslenskra nemenda við frammistöðu þeirra á sviðum lesskilnings og læsis á náttúruvísindi hafa aukist frá árinu 2015. Þá hefur ójöfnuður í lesskilningi nánast tvöfaldast á Íslandi síðustu tvo áratugi. Börn sem lifa við viðvarandi streitu foreldra mótast af þeirri streitu og eru andlegu áhrifin alvarleg og oft langvarandi. Það skiptir gríðarlega miklu máli að lyfta börnum upp úr fátækt áður en hún nær að valda þeim skaða og takmarka verulega möguleika þeirra á framtíð án fátæktar. Það er hægt að uppræta fátækt barna strax í dag en samkvæmt skýrslunni um samfélagslegan kostnað fátæktar myndi það kosta 16,5 milljarða króna að lyfta öllum börnum yfir lágtekjumark. Slík aðgerð myndi jafnframt lyfta foreldrum þeirra upp fyrir mörkin. Þetta væri metnaðarfull aðgerð en eins og kemur fram í skýrslunni þá verður barnafátækt ekki leyst með smávægilegum breytingum á barnabótakerfinu eða öðrum tilfærslukerfum. Rúmir sextán milljarðar er há tala, en fjárhagslegar afleiðingar fátæktar á samfélagið eru einnig gríðarlega miklar. Sú upphæð hleypur á bilinu 31 til 92 milljarðar, en það er heildarkostnaður fátæktar fyrir samfélagið okkar á hverju ári. Fátækt er nefnilega ekki eingöngu íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem búa við bág kjör, heldur hefur hún keðjuverkandi áhrif í gegn um allt samfélagið. Bæði hefur hún bein áhrif á útgjöld hins opinbera í formi tilfærslna og aukinnar þarfar á félags-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, en hún leiðir líka til aukinna útgjalda ríkisins vegna óbeinna áhrifa. Slík áhrif geta til að mynda orðið vegna þess að fátækt hefur áhrif á heilsufar og afbrotatíðni sem leiðir til aukinna útgjalda til heilbrigðismála og til dómstóla, löggæslu og fangelsismála. Hvers virði er mannslíf? En hvers vegna þarf að smætta mannslíf í krónur og aura? Hvers vegna í ósköpunum þegar að við vitum hverjar afleiðingar fátæktar eru fyrir fólk, gæði lífs þess og tækifæri til framtíðar - af hverju skiptir það nokkru máli að taka það fram að fátækt hefur neikvæð áhrif á framleiðni og hagvöxt samfélagsins? Það að sá mannlegi harmleikur sem fylgir viðvarandi fátækt skuli ekki vera nóg til að það sé mótuð pólitísk stefna til að uppræta fátækt er merki um hversu týnd við erum sem manneskjur. Það að sumir “vinni” og aðrir “tapi” í hinu kapítalíska kapphlaupi er ekki náttúrulögmál. Það er merki um úrkynjað hagkerfi. Í stað þess að við sem samfélag tökum siðferðilegar ákvarðanir og stöndum vörð um sameiginleg gildi höfum við útvistað því til einhvers ímyndaðs markaðs og varpað þannig frá okkur allri ábyrgð. Með því að setja verðmiða á allt þá gefum við okkur að fólk og pláneta séu einnota, geti gengið kaupum og sölum og að öðru leyti þjónað þeim tilbúningi sem við köllum hagkerfið. Þetta er rótin. Hagkerfið og fræðin að baki kerfinu er mannana verk sem hefur sundrað okkur, einangrað og fært okkur fjær hjartanu, samkenndinni og tilgangi. Við erum öll fátækari fyrir vikið. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Pírata.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun