„Síðasti dans“ Messi og Ronaldo aftur á dagskrá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 09:30 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mætast mögulega í síðasta sinn í febrúar. Getty/Harold Cunningham Inter Miami hefur nú staðfest það að liðið muni eftir allt saman taka þátt í Riyadh bikarnum í Sádí Arabíu í febrúar næstkomandi. Það vakti talsverða athygli í síðasta mánuði þegar Sádarnir gáfu það út að lið Lionel Messi og Cristiano Ronaldo myndu mætast í síðasta sinn í þessu æfingamóti. Þá komu forráðamenn bandaríska liðsins fram og sögðu að þetta væri ekki rétt því að Miami liðið væri ekki búið að samþykkja slíkan leik. OFFICIEL ET CONFIRMÉ CETTE FOIS-CIInter Miami vs Al-Nassr le 2er février« The Last Dance » - Cristiano Ronaldo & Lionel Messi pic.twitter.com/o3xysdb7Fx— Gio CR7 (@ArobaseGiovanny) December 11, 2023 Nú er aftur á móti annað hljóð í Inter Miami sem staðfesti að liðið muni mæta bæði liðum Al-Hilal (29. janúar) og Al Nassr (1. febrúar). Liðin eru í tveimur efstu sætum sádi-arabísku deildarinnar og Ronaldo, leikmaður Al Nassr, er markahæsti leikmaður deildarinnar. Þegar leikurinn var kynntur fyrst 21. nóvember þá einhliða af Sádunum þá var talað um „síðasta dans“ Messi og Ronaldo með tilvísun í heimildarþáttaröðina um lokatímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Messi og Ronaldo hafa mæst oft á sínum ferli og langoftast þegar þeir voru leikmenn Barcelona og Real Madrid. Þeir mættust líka í Riyadh bikarnum í Sádí Arabíu í fyrra en þá var Messi leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain. February 1st. A new chapter in the Messi-Ronaldo rivalry. Can't wait pic.twitter.com/5H6q1nbVOX— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023 Alls eru innbyrðis leikir þessa bestu leikmanna sinnar kynslóðar orðnir 35 talsins með félagsliðum og landsliðum. Messi hefur unnið sextán leiki en Ronaldo tíu. Í leikjunum er Messi með 21 mark og 12 stoðsendingar en Ronaldo er með 20 mörk og 1 stoðsendingu. Sádarnir hafa tælt til sína margra frábæra leikmenn með feitum samningum en þeim tókst hins vegar ekki að fá Messi til að koma þrátt fyrir gylliboð. Hann samdi frekar við bandaríska félagið. Það næstbesta í stöðunni er að fá nýja lið Messi til að koma í heimsókn og það hefur nú tekist. Inter Miami fer ekki aðeins til Sádí Arabíu í undirbúningi félagsins fyrir tímabilið því liðið mun einnig spila í Hong Kong og á móti landsliði El Salvador. Inter Miami announce they will take part in the Riyadh Season Cup in 2024: Jan. 29 vs. Al-Hilal Feb. 1 vs. Al-NassrMessi and Ronaldo will meet again pic.twitter.com/9hFybks628— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Það vakti talsverða athygli í síðasta mánuði þegar Sádarnir gáfu það út að lið Lionel Messi og Cristiano Ronaldo myndu mætast í síðasta sinn í þessu æfingamóti. Þá komu forráðamenn bandaríska liðsins fram og sögðu að þetta væri ekki rétt því að Miami liðið væri ekki búið að samþykkja slíkan leik. OFFICIEL ET CONFIRMÉ CETTE FOIS-CIInter Miami vs Al-Nassr le 2er février« The Last Dance » - Cristiano Ronaldo & Lionel Messi pic.twitter.com/o3xysdb7Fx— Gio CR7 (@ArobaseGiovanny) December 11, 2023 Nú er aftur á móti annað hljóð í Inter Miami sem staðfesti að liðið muni mæta bæði liðum Al-Hilal (29. janúar) og Al Nassr (1. febrúar). Liðin eru í tveimur efstu sætum sádi-arabísku deildarinnar og Ronaldo, leikmaður Al Nassr, er markahæsti leikmaður deildarinnar. Þegar leikurinn var kynntur fyrst 21. nóvember þá einhliða af Sádunum þá var talað um „síðasta dans“ Messi og Ronaldo með tilvísun í heimildarþáttaröðina um lokatímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Messi og Ronaldo hafa mæst oft á sínum ferli og langoftast þegar þeir voru leikmenn Barcelona og Real Madrid. Þeir mættust líka í Riyadh bikarnum í Sádí Arabíu í fyrra en þá var Messi leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain. February 1st. A new chapter in the Messi-Ronaldo rivalry. Can't wait pic.twitter.com/5H6q1nbVOX— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023 Alls eru innbyrðis leikir þessa bestu leikmanna sinnar kynslóðar orðnir 35 talsins með félagsliðum og landsliðum. Messi hefur unnið sextán leiki en Ronaldo tíu. Í leikjunum er Messi með 21 mark og 12 stoðsendingar en Ronaldo er með 20 mörk og 1 stoðsendingu. Sádarnir hafa tælt til sína margra frábæra leikmenn með feitum samningum en þeim tókst hins vegar ekki að fá Messi til að koma þrátt fyrir gylliboð. Hann samdi frekar við bandaríska félagið. Það næstbesta í stöðunni er að fá nýja lið Messi til að koma í heimsókn og það hefur nú tekist. Inter Miami fer ekki aðeins til Sádí Arabíu í undirbúningi félagsins fyrir tímabilið því liðið mun einnig spila í Hong Kong og á móti landsliði El Salvador. Inter Miami announce they will take part in the Riyadh Season Cup in 2024: Jan. 29 vs. Al-Hilal Feb. 1 vs. Al-NassrMessi and Ronaldo will meet again pic.twitter.com/9hFybks628— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira