Pochettino vill að eigendur Chelsea opni veskið í janúar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2023 20:01 Átt erfitt uppdráttar hjá Chelsea. EPA-EFE/PETER POWELL Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá Chelsea á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir eða fúlgum fjár í alls 14 leikmenn síðasta sumar þá virðist leikmannahópur liðsins einkar illa samansettur og vill Mauricio Pochettino, þjálfari liðsins, að eigendur félagsins opni veskið í janúar. Chelsea situr í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa aðeins unnið fimm af 16 leikjum sínum til þessa. Pochettino er fjórði þjálfari liðsins á stuttum tíma en frá byrjun síðasta tímabils hafa Thomas Tuchel, Graham Potter og Frank Lampard tímabundið allir stýrt liðinu. Síðan þá hefur leikmannahópur félagsins tekið gríðarlegum breytingum og þær munu halda áfram ef Pochettino fær einhverju ráðið. Samkvæmt The Guardian vill hann styrkja hópinn, þá helst framarlega á vellinum. Nicolas Jackson var keyptur frá Villareal síðasta sumar en hefur ekki enn fundið taktinn á Englandi. Þá er Romelu Lukaku í eigu Chelsea en á láni hjá Roma út leiktíðina. Guardian telur að Victor Osimhen hjá Napoli og Ivan Toney hjá Brentford séu efstir á óskalistanum. Sá síðarnefndi hefur ekki enn spilað á leiktíðinni eftir að enska knattspyrnusambandið dæmdi hann í leikbann fyrir að veðja á leiki. Hann má hefja leik að nýju í janúar. Þá er Viktor Gyökeres, framherji Sporting í Portúgal, einnig á óskalistanum. Sá spilaði með Coventry City frá 2021 til síðasta sumars. Chelsea hefur eytt gríðarlegum upphæðum undanfarið og þarf líklegast að selja leikmenn í janúar ætli félagið sér að versla leikmenn. Talið er að Armando Broja, Ian Matsen og Trevoh Chalobah geti allir verið á útleið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Chelsea situr í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa aðeins unnið fimm af 16 leikjum sínum til þessa. Pochettino er fjórði þjálfari liðsins á stuttum tíma en frá byrjun síðasta tímabils hafa Thomas Tuchel, Graham Potter og Frank Lampard tímabundið allir stýrt liðinu. Síðan þá hefur leikmannahópur félagsins tekið gríðarlegum breytingum og þær munu halda áfram ef Pochettino fær einhverju ráðið. Samkvæmt The Guardian vill hann styrkja hópinn, þá helst framarlega á vellinum. Nicolas Jackson var keyptur frá Villareal síðasta sumar en hefur ekki enn fundið taktinn á Englandi. Þá er Romelu Lukaku í eigu Chelsea en á láni hjá Roma út leiktíðina. Guardian telur að Victor Osimhen hjá Napoli og Ivan Toney hjá Brentford séu efstir á óskalistanum. Sá síðarnefndi hefur ekki enn spilað á leiktíðinni eftir að enska knattspyrnusambandið dæmdi hann í leikbann fyrir að veðja á leiki. Hann má hefja leik að nýju í janúar. Þá er Viktor Gyökeres, framherji Sporting í Portúgal, einnig á óskalistanum. Sá spilaði með Coventry City frá 2021 til síðasta sumars. Chelsea hefur eytt gríðarlegum upphæðum undanfarið og þarf líklegast að selja leikmenn í janúar ætli félagið sér að versla leikmenn. Talið er að Armando Broja, Ian Matsen og Trevoh Chalobah geti allir verið á útleið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira