Fyrirliði Lyngby: Held þetta sé verst dæmdi leikur sem ég hef spilað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2023 18:01 Rauða spjaldið fór á loft eftir aðeins 27 sekúndur. @LyngbyBoldklub Marcel Rømer, fyrirliði Íslendingaliðs Lyngby í knattspyrnu, var vægast sagt ósáttur eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar. Hann segir síðari leik liðsins gegn Fredericia þann verst dæmda á hans ferli en Lyngby missti mann af velli eftir 27 sekúndur. Lyngby mátti þola 3-2 tap í fyrri leiknum gegn Fredericia og var án Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbeins Birgis Finnssonar í þeim síðari. Þar lenti liðið manni undir eftir 27 sekúndur eftir að Andreas Bjelland var dæmdur brotlegur sem aftasti maður. Það nýttu gestirnir sér og komust 1-0 yfir tíu mínútum síðar, staðan í einvíginu þá 4-2. Þó lærisveinar Freys Alexanderssonar hafi gert hvað þeir gátu þá fundu þeir ekki leið í gegnum vörn gestanna og eru úr leik í bikarnum. Rømer er engan veginn sáttur við dómara leiksins en í endursýningu sést að Bjelland nær til boltans sem fer þaðan af leikmanni Fredericia og inn fyrir vörn heimaliðsins. Þar sem Bjelland fer svo í leikmann Fredericia þá fékk hann rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. „Ég er pirraður af því leikmennirnir á vellinum skáru ekki úr um úrslit leiksins. Í svona mikilvægum leik finnst mér að dómarinn verði að vera hundrað prósent viss. Línuvörðurinn sagðist ekki hafa séð þetta og það kemur mér á óvart,“ sagði Rømer, sem fór rakleiðis upp að aðstoðardómaranum sem var að því virtist í beinni sjónlínu. TIDLIGT RØDT OG FREDERICIA-FØRING De Kongeblå fik et rødt kort imod sig efter 40 sekunder, hvorfor det var op ad bakke fra start Gæsterne går til pause med en 0-1 og samlet 2-4-føring!#SammenForLyngby pic.twitter.com/BUYUO0qg4U— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 10, 2023 „Á hvað er hann að horfa? Hann sinnti ekki starfinu sínu. Eftir þetta missti dómarinn algjörlega stjórn á leiknum og náði henni aldrei aftur á meðan leik stóð,“ sagði Rømer að endingu. Lyngby er úr leik í danska bikarnum en situr í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig a loknum 17 leikjum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Lyngby mátti þola 3-2 tap í fyrri leiknum gegn Fredericia og var án Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbeins Birgis Finnssonar í þeim síðari. Þar lenti liðið manni undir eftir 27 sekúndur eftir að Andreas Bjelland var dæmdur brotlegur sem aftasti maður. Það nýttu gestirnir sér og komust 1-0 yfir tíu mínútum síðar, staðan í einvíginu þá 4-2. Þó lærisveinar Freys Alexanderssonar hafi gert hvað þeir gátu þá fundu þeir ekki leið í gegnum vörn gestanna og eru úr leik í bikarnum. Rømer er engan veginn sáttur við dómara leiksins en í endursýningu sést að Bjelland nær til boltans sem fer þaðan af leikmanni Fredericia og inn fyrir vörn heimaliðsins. Þar sem Bjelland fer svo í leikmann Fredericia þá fékk hann rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. „Ég er pirraður af því leikmennirnir á vellinum skáru ekki úr um úrslit leiksins. Í svona mikilvægum leik finnst mér að dómarinn verði að vera hundrað prósent viss. Línuvörðurinn sagðist ekki hafa séð þetta og það kemur mér á óvart,“ sagði Rømer, sem fór rakleiðis upp að aðstoðardómaranum sem var að því virtist í beinni sjónlínu. TIDLIGT RØDT OG FREDERICIA-FØRING De Kongeblå fik et rødt kort imod sig efter 40 sekunder, hvorfor det var op ad bakke fra start Gæsterne går til pause med en 0-1 og samlet 2-4-føring!#SammenForLyngby pic.twitter.com/BUYUO0qg4U— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 10, 2023 „Á hvað er hann að horfa? Hann sinnti ekki starfinu sínu. Eftir þetta missti dómarinn algjörlega stjórn á leiknum og náði henni aldrei aftur á meðan leik stóð,“ sagði Rømer að endingu. Lyngby er úr leik í danska bikarnum en situr í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig a loknum 17 leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira