Ögurstund runnin upp og vonin sé því sem næst horfin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2023 15:49 Finnur Ricart Andrason er staddur í Dúbaí. Vísir/Arnar Forseti Ungra umhverfissinna segir að innihald nýjustu draga að lokasamþykkt á COP28 gjörsamlega óásættanlegt. Innan við sólarhringur er í að þinginu verði slitið. Ellefti dagur loftslagsráðstefnunnar COP28 er runninn upp og verður þinginu slitið á morgun. „Við höfum fylgst grannt með öllu ferlinu hér úti í Dúbaí og finnum að spennustigið er orðið hátt og er enn að magnast núna þegar svo stutt er eftir. Staðan er afar viðkvæm og hangir þetta allt saman á því að öllum ríkjum finnist jafnvægi og sanngirni ríkja í hinum mörgu mismunandi ákvörðunum þingsins,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna, sem staddur er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nýjustu drög að lokasamþykkt þingsins undir Hnattrænu stöðutökunni (e. Global Stocktake) voru að birtast á vef UNFCCC. Finnur segir innihaldið algjörlega óásættanlegt. Hvergi sé lengur minnst á útfösun jarðefnaeldsneytis og séu það gríðarleg vonbrigði. „Þó megum við ekki gefa upp alla von strax því ekkert er samþykkt þar til allt er samþykkt af öllum ríkjunum og gæti verið að textinn taki einhverjum breytingum áður en hann verður samþykktur á morgun. Því er algjört lykilatriði að Ísland ásamt öðrum ríkjum þrýsti eins mikið og þau mögulega geta á að sterkt orðalag um útfösun jarðefnaeldsneytis skili sér inni í lokaákvörðunina.Útfösun jarðefnaeldsneytis er lykilforsenda þess að hægt sé að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Mikill ágreiningur hafi verið um orðalagið um jarðefnaeldsneyti. Það séu helst OPEC-löndin svonefndu, olíuframleiðsluríkin með Sádí-Arabíu í broddi fylkingar, sem hafi reynt að standa í vegi fyrir að minnst verði á útfösun á þessum helsta orsakavaldi loftslagsbreytinga í samningatextum. „Yfir 2.400 fulltrúar olíufyrirtækja sem eru á COP28 hafa væntanlega einnig beitt miklum þrýstingi gegn slíku orðalagi,“ segir Finnur. Dr. Sultan Al Jaber, forseti þingsins, á að slíta þinginu á morgun klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma. Finnur telur að það gæti dregist aðeins að samþykkja lokaákvarðanirnar. Tveir mikilvægir fundir fari fram í kvöld. Einn til að samþykkja ákvarðanir um mál sem þegar ríkir samstaða um, svo sem liði um aðlögun, fjármögnun og fleira. Annar liður þar sem formenn sendinefndana munu ræða saman, meðal annars um nýjasta textann undir Hnattrænu stöðutökunni. „Við munum fylgjast með því í rauntíma þegar lokaákvarðanir þingsins verða samþykktar á morgun og rýna þær hratt og vel þannig að við munum einnig geta farið yfir það allt saman eftir að þinginu lýkur á þriðjudaginn,“ segir Finnur. Ungir umhverfissinnar muni rýna í niðurstöður þingsins þegar þær liggi fyrir. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Ellefti dagur loftslagsráðstefnunnar COP28 er runninn upp og verður þinginu slitið á morgun. „Við höfum fylgst grannt með öllu ferlinu hér úti í Dúbaí og finnum að spennustigið er orðið hátt og er enn að magnast núna þegar svo stutt er eftir. Staðan er afar viðkvæm og hangir þetta allt saman á því að öllum ríkjum finnist jafnvægi og sanngirni ríkja í hinum mörgu mismunandi ákvörðunum þingsins,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna, sem staddur er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nýjustu drög að lokasamþykkt þingsins undir Hnattrænu stöðutökunni (e. Global Stocktake) voru að birtast á vef UNFCCC. Finnur segir innihaldið algjörlega óásættanlegt. Hvergi sé lengur minnst á útfösun jarðefnaeldsneytis og séu það gríðarleg vonbrigði. „Þó megum við ekki gefa upp alla von strax því ekkert er samþykkt þar til allt er samþykkt af öllum ríkjunum og gæti verið að textinn taki einhverjum breytingum áður en hann verður samþykktur á morgun. Því er algjört lykilatriði að Ísland ásamt öðrum ríkjum þrýsti eins mikið og þau mögulega geta á að sterkt orðalag um útfösun jarðefnaeldsneytis skili sér inni í lokaákvörðunina.Útfösun jarðefnaeldsneytis er lykilforsenda þess að hægt sé að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Mikill ágreiningur hafi verið um orðalagið um jarðefnaeldsneyti. Það séu helst OPEC-löndin svonefndu, olíuframleiðsluríkin með Sádí-Arabíu í broddi fylkingar, sem hafi reynt að standa í vegi fyrir að minnst verði á útfösun á þessum helsta orsakavaldi loftslagsbreytinga í samningatextum. „Yfir 2.400 fulltrúar olíufyrirtækja sem eru á COP28 hafa væntanlega einnig beitt miklum þrýstingi gegn slíku orðalagi,“ segir Finnur. Dr. Sultan Al Jaber, forseti þingsins, á að slíta þinginu á morgun klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma. Finnur telur að það gæti dregist aðeins að samþykkja lokaákvarðanirnar. Tveir mikilvægir fundir fari fram í kvöld. Einn til að samþykkja ákvarðanir um mál sem þegar ríkir samstaða um, svo sem liði um aðlögun, fjármögnun og fleira. Annar liður þar sem formenn sendinefndana munu ræða saman, meðal annars um nýjasta textann undir Hnattrænu stöðutökunni. „Við munum fylgjast með því í rauntíma þegar lokaákvarðanir þingsins verða samþykktar á morgun og rýna þær hratt og vel þannig að við munum einnig geta farið yfir það allt saman eftir að þinginu lýkur á þriðjudaginn,“ segir Finnur. Ungir umhverfissinnar muni rýna í niðurstöður þingsins þegar þær liggi fyrir.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira