Eftirmæli – orð til Vinstri grænna Kolbrá Höskuldsdóttir skrifar 11. desember 2023 09:00 Það eru 7000 börn látin í dag á Gaza án þess að við fordæmum voðaverkin né slítum stjórnmálasambandi við Ísræl og tveir palestínskir drengir þurfa að óttast það daglega að vera vísað héðan úr landi. --- Mig langar að segja að árið sé 2003. Það var hringt og ágætur maður sem ég var nýlega búin að kynnast, á línunni og vildi að ég tæki sæti hjá VG, en alþingiskosningar voru handan við hornið. Mér varð orðavant, enda þó að ég hafi haft allskonar skoðnir á pólitík í gegnum tíðina, hafði hvorki hvarflað að mér að ganga í flokk, hvað þá að trana mér fram á framboðslista. Varð smá upp með mér, en svo að alls sannleika sé gætt, þá kom þetta ekki til vegna minna kosta né skörungsskapar, því í raun og sann hafði systur mín, sem barist hafði hart fram í náttúruverndarmálum, verið boðið þetta sama sæti, en hafnað. En skítt með það, hver er svo sem að horfa í svoleiðis smámuni, að sjálfsögðu ætlaði ég að raða mér í fylkingu þessa afbragðs hugsjónarfólks, þar sem jafnrétti kynjanna, náttúruvernd, fordæming á hvers kyns hervaldi, spillingu og öðrum réttlætis- og baráttumálum yrði barist fyrir. Sætið var að vísu einhvers staðar fyrir aftan það tíunda, en hver var svo sem að telja. Flokkurinn mældist ekki stór, en þarna var alvöru fólk, með alvöru hugsjónir, hugsjónir um betri heim, réttlátari heim og var til í að leggja á sig mikla vinnu við að ná því markmiði. Einmitt sumt af því sama fólki og situr núna í ráðherrastólum og á alþingi. Nákvæmlega 20 árum síðar lít ég yfir sviðið og óendanleg depurð þyrmir yfir. Já og reiði. Vegna þess að hugsjón skiptir máli og atkvæði skiptir máli. Það að útmála sig flokk jafnréttis, mannúðar og fá fólk til þess að kjósa sig í þeirri trú og standa síðan hjá þegar einn sá skelfilegasti atburður sem er að gerast á þessari öld í beinni útsendingu, er fyrirlitlegt. Það er aumt. Það er lægst. Vera síðan rasandi bit á köttinn, þegar fyrrum félagar koma með réttmæta gagnrýni, hofmóðug yfir að fólki blöskri framgangan, tjaaa eða ættum við máski að segja frekar, framgönguleysið. Kannski eru það góðu sætin, launin, allar skemmtilegu fríu ferðirnar og stanslausar rándýrar ráðstefnunar, en hvers vegna þið áttið ykkur ekki á því þegar fólki sem eitt sinn trúði á og kaus ykkur, létu atkvæðin sín í ykkar hendur og treysti er misboðið, verð ég að segja að skilur mig eftir furðulostna. Það er meiriháttar sambandsrof sem orðið hefur. Fylgið tætist af og eitt sinn vinsælasti stjórnmálamaður sögunnar, hæddur og spottaður, virðist algerlega ofurseld sambandi sínu við formann Sjálfstæðisflokksins og stefnu hans. Umbunar jafnvel arfavond störf með betra og þægilegra embætti og gefur þ.a.l. fordæmi í fyrsta sinn í íslenskri stjórnsýslu fyrir slíku. Lætur síðan ekki ná í sig þegar „uppáhalds“ skandalíserar í erlendum fjölmiðlum þar sem árás er ekki árás, en ber sér síðan á brjóst engu að síður þegar að loksins þingsályktun um málið var lögð fram mánuði síðar, þegar þúsundir barna lágu í valnum. Hinsvegar ekki orð um að fordæma aðgerðir Ísrælsmanna, ekki orð um að slíta stjórnmálasambandi við þá. Bara ekki stafur. Ekki aukatekið orð um það þegar börn eru myrt í þúsundatali, heldur flogið frekar á enn eina ráðstefnuna, þvert yfir heiminn. Á ráðstefnu sem nánast er talið víst að skili litlu sem engu, en kostaði okkur skattgreiðendur eflaust töluverðan skildinginn. Lengi lifi umhverfisstefna flokksins og kolefnissporin! Nú þegar þetta er skrifað, eru 17 þúsund manns fallnir á Gaza, þar af 7000 börn. Sjöþúsund börn Vinstri Grænir og á meðan gerið þið ósköp fátt, nema móðgast yfir því að formaður ykkar og yfirmaður ríkisstjórnarinnar er gagnrýndur. Sú sama sem þið sögðuð sjálf í ykkar eigin slagorði „Það skiptir máli hver stjórnar!“. Er foringjadýrkunin og meðvirknin í VG orðin álíka lasin og á tímum DO hjá Sjálfstæðisflokknum? Um hvað talið þið þegar flokksráðsfundir eða landsfundir eru haldnir, allir bara hressir og til í þetta? Og til að bíta höfuðið af skömminni, á síðan að vísa palestínskum börnum hér úr landi. Börnum sem eru hér í vari og una sér vel þó þau viti fátt ef nokkuð um örlög fjölskyldu sinnar á Gaza og eru að sjálfsögðu yfirkomin af áhyggjum vegna þessa, en þurfa núna að óttast um sín eigin í ofanálag. Á hvaða plani er mennskan okkar komin þegar álíka gjörningur er hugleiddur og hvernig stendur á því að það þarf meira að segja að standa fyrir því að mótmæla slíkri óhæfu? Án efa getið þið vafalaust skýlt ykkur á bak við og sennilega gerið, ísdrottninguna frá Hveragerði og að hún stjórni þessum málaflokki, en ef það skiptir máli hver stjórnar, þá væri nú einmitt verkstjóra ríkisstjórnarinnar í lófa lagið, að sýna það í verki einmitt núna. Ef ekki, þá vona ég einfaldlega að öll fínheitin við að setjast á þing og viðurgjörningurinn sem því fylgdi, hafi verið þess virði. Það eru 7000 börn látin í dag á Gaza án þess að við fordæmum voðaverkin né slítum stjórnmálasambandi við Ísræl og tveir palestínskir drengir þurfa að óttast það daglega að vera vísað héðan úr landi. Það verða vond eftirmæli Vinstri Grænir. Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Það eru 7000 börn látin í dag á Gaza án þess að við fordæmum voðaverkin né slítum stjórnmálasambandi við Ísræl og tveir palestínskir drengir þurfa að óttast það daglega að vera vísað héðan úr landi. --- Mig langar að segja að árið sé 2003. Það var hringt og ágætur maður sem ég var nýlega búin að kynnast, á línunni og vildi að ég tæki sæti hjá VG, en alþingiskosningar voru handan við hornið. Mér varð orðavant, enda þó að ég hafi haft allskonar skoðnir á pólitík í gegnum tíðina, hafði hvorki hvarflað að mér að ganga í flokk, hvað þá að trana mér fram á framboðslista. Varð smá upp með mér, en svo að alls sannleika sé gætt, þá kom þetta ekki til vegna minna kosta né skörungsskapar, því í raun og sann hafði systur mín, sem barist hafði hart fram í náttúruverndarmálum, verið boðið þetta sama sæti, en hafnað. En skítt með það, hver er svo sem að horfa í svoleiðis smámuni, að sjálfsögðu ætlaði ég að raða mér í fylkingu þessa afbragðs hugsjónarfólks, þar sem jafnrétti kynjanna, náttúruvernd, fordæming á hvers kyns hervaldi, spillingu og öðrum réttlætis- og baráttumálum yrði barist fyrir. Sætið var að vísu einhvers staðar fyrir aftan það tíunda, en hver var svo sem að telja. Flokkurinn mældist ekki stór, en þarna var alvöru fólk, með alvöru hugsjónir, hugsjónir um betri heim, réttlátari heim og var til í að leggja á sig mikla vinnu við að ná því markmiði. Einmitt sumt af því sama fólki og situr núna í ráðherrastólum og á alþingi. Nákvæmlega 20 árum síðar lít ég yfir sviðið og óendanleg depurð þyrmir yfir. Já og reiði. Vegna þess að hugsjón skiptir máli og atkvæði skiptir máli. Það að útmála sig flokk jafnréttis, mannúðar og fá fólk til þess að kjósa sig í þeirri trú og standa síðan hjá þegar einn sá skelfilegasti atburður sem er að gerast á þessari öld í beinni útsendingu, er fyrirlitlegt. Það er aumt. Það er lægst. Vera síðan rasandi bit á köttinn, þegar fyrrum félagar koma með réttmæta gagnrýni, hofmóðug yfir að fólki blöskri framgangan, tjaaa eða ættum við máski að segja frekar, framgönguleysið. Kannski eru það góðu sætin, launin, allar skemmtilegu fríu ferðirnar og stanslausar rándýrar ráðstefnunar, en hvers vegna þið áttið ykkur ekki á því þegar fólki sem eitt sinn trúði á og kaus ykkur, létu atkvæðin sín í ykkar hendur og treysti er misboðið, verð ég að segja að skilur mig eftir furðulostna. Það er meiriháttar sambandsrof sem orðið hefur. Fylgið tætist af og eitt sinn vinsælasti stjórnmálamaður sögunnar, hæddur og spottaður, virðist algerlega ofurseld sambandi sínu við formann Sjálfstæðisflokksins og stefnu hans. Umbunar jafnvel arfavond störf með betra og þægilegra embætti og gefur þ.a.l. fordæmi í fyrsta sinn í íslenskri stjórnsýslu fyrir slíku. Lætur síðan ekki ná í sig þegar „uppáhalds“ skandalíserar í erlendum fjölmiðlum þar sem árás er ekki árás, en ber sér síðan á brjóst engu að síður þegar að loksins þingsályktun um málið var lögð fram mánuði síðar, þegar þúsundir barna lágu í valnum. Hinsvegar ekki orð um að fordæma aðgerðir Ísrælsmanna, ekki orð um að slíta stjórnmálasambandi við þá. Bara ekki stafur. Ekki aukatekið orð um það þegar börn eru myrt í þúsundatali, heldur flogið frekar á enn eina ráðstefnuna, þvert yfir heiminn. Á ráðstefnu sem nánast er talið víst að skili litlu sem engu, en kostaði okkur skattgreiðendur eflaust töluverðan skildinginn. Lengi lifi umhverfisstefna flokksins og kolefnissporin! Nú þegar þetta er skrifað, eru 17 þúsund manns fallnir á Gaza, þar af 7000 börn. Sjöþúsund börn Vinstri Grænir og á meðan gerið þið ósköp fátt, nema móðgast yfir því að formaður ykkar og yfirmaður ríkisstjórnarinnar er gagnrýndur. Sú sama sem þið sögðuð sjálf í ykkar eigin slagorði „Það skiptir máli hver stjórnar!“. Er foringjadýrkunin og meðvirknin í VG orðin álíka lasin og á tímum DO hjá Sjálfstæðisflokknum? Um hvað talið þið þegar flokksráðsfundir eða landsfundir eru haldnir, allir bara hressir og til í þetta? Og til að bíta höfuðið af skömminni, á síðan að vísa palestínskum börnum hér úr landi. Börnum sem eru hér í vari og una sér vel þó þau viti fátt ef nokkuð um örlög fjölskyldu sinnar á Gaza og eru að sjálfsögðu yfirkomin af áhyggjum vegna þessa, en þurfa núna að óttast um sín eigin í ofanálag. Á hvaða plani er mennskan okkar komin þegar álíka gjörningur er hugleiddur og hvernig stendur á því að það þarf meira að segja að standa fyrir því að mótmæla slíkri óhæfu? Án efa getið þið vafalaust skýlt ykkur á bak við og sennilega gerið, ísdrottninguna frá Hveragerði og að hún stjórni þessum málaflokki, en ef það skiptir máli hver stjórnar, þá væri nú einmitt verkstjóra ríkisstjórnarinnar í lófa lagið, að sýna það í verki einmitt núna. Ef ekki, þá vona ég einfaldlega að öll fínheitin við að setjast á þing og viðurgjörningurinn sem því fylgdi, hafi verið þess virði. Það eru 7000 börn látin í dag á Gaza án þess að við fordæmum voðaverkin né slítum stjórnmálasambandi við Ísræl og tveir palestínskir drengir þurfa að óttast það daglega að vera vísað héðan úr landi. Það verða vond eftirmæli Vinstri Grænir. Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun