Rómverjar sáu rautt í jafntefli gegn Fiorentina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 22:06 Romelu Lukaku skoraði og sá rautt. Marco Mantovani/Getty Images Roma fékk Fiorentina í heimsókn í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bæði lið eru í harðri baráttu um Evrópusæti og lauk leiknum með 1-1 jafntefli þar sem Roma nældi sér í tvö rauð spjöld. Stjörnur Rómaborgar komu liðinu yfir á 5. mínútu leiksins. Romelu Lukaku skoraði þá eftir undirbúning Paulo Dybala. Það var eina mark fyrri hálfleiks en undir lok hans nældi Nicola Zalewski sér í gult spjald. Það átti eftir að hafa áhrif á leikinn. Þegar rúm klukkustund var liðin fékk Zalewski nefnilega sitt annað gula spjald og þa rmeð rautt. Heimamenn manni færri og það nýttu gestirnir sér strax tveimur mínútum síðar. Lucas Martinez Quarta jafnaði þá metin eftir sendingu Christian Kouame. Staðan orðin 1-1 og Rómverjar manni færri. Á 87. mínútu urðu Rómverjar tveimur mönnum færri eftir að Lukaku fékk beint rautt spjald. Á áttundu mínúta uppbótartíma fékk svo Nikola Milenković, leikmaður Fiorentina, rautt spjald þrátt fyrir að vera ekki inn á vellinum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en alls litu sjö gul spjöld dagsins ljós og þrjú röð. Roma hold on to an important draw and make it into the Top 4 #RomaFiorentina pic.twitter.com/a2ck43rXOG— Lega Serie A (@SerieA_EN) December 10, 2023 Roma er í 4. sæti með 25 stig, fjórum minna en AC Milan sem er sæti ofar. Fiorentina er í 7. sæti með 24 stig, jafn mörg og ríkjandi meistarar Napoli sem eru sæti ofar. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Sjá meira
Stjörnur Rómaborgar komu liðinu yfir á 5. mínútu leiksins. Romelu Lukaku skoraði þá eftir undirbúning Paulo Dybala. Það var eina mark fyrri hálfleiks en undir lok hans nældi Nicola Zalewski sér í gult spjald. Það átti eftir að hafa áhrif á leikinn. Þegar rúm klukkustund var liðin fékk Zalewski nefnilega sitt annað gula spjald og þa rmeð rautt. Heimamenn manni færri og það nýttu gestirnir sér strax tveimur mínútum síðar. Lucas Martinez Quarta jafnaði þá metin eftir sendingu Christian Kouame. Staðan orðin 1-1 og Rómverjar manni færri. Á 87. mínútu urðu Rómverjar tveimur mönnum færri eftir að Lukaku fékk beint rautt spjald. Á áttundu mínúta uppbótartíma fékk svo Nikola Milenković, leikmaður Fiorentina, rautt spjald þrátt fyrir að vera ekki inn á vellinum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en alls litu sjö gul spjöld dagsins ljós og þrjú röð. Roma hold on to an important draw and make it into the Top 4 #RomaFiorentina pic.twitter.com/a2ck43rXOG— Lega Serie A (@SerieA_EN) December 10, 2023 Roma er í 4. sæti með 25 stig, fjórum minna en AC Milan sem er sæti ofar. Fiorentina er í 7. sæti með 24 stig, jafn mörg og ríkjandi meistarar Napoli sem eru sæti ofar.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Sjá meira