Hin franska Melvine Malard kom gestunum frá Manchester yfir eftir tæplega hálftíma. Hannah Blundell með stoðsendinguna. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Malard lagði upp annað mark Man United en það skoraði hin uppalda Ella Toone þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.
Our Tooney #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/sBPpcTGysz
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) December 10, 2023
Nokkrum mínútum síðar gulltryggði Malard sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki Man United. Þær létu ekki staðar numið þar og bætti Haley Ladd við fjórða markinu áður en flautað var til leiksloka. Luis Garcia með stoðsendinguna að þessu sinni.
Ekki urðu mörkin fleiri og leiknum lauk með 4-0 sigri gestanna. Sigurinn þýðir að Man Utd er í 4. sæti með 18 stig, fjórum minna en topplið Chelsea og Arsenal sem mættust fyrr í dag. Tottenham er í 6. sæti með 12 stig.
Önnur úrslit
María Þórisdóttir lagði upp fyrra mark Brighton & Hove Albion þegar liðið náði jafntefli gegn Leicester City etir að lenda 2-0 undir, lokatölur 2-2.
Everton vann 1-0 útisigur á West Ham United en tapliðið situr á botni deildarinnar með aðeins 4 stig. Ljóst að liðið saknar Dagnýjar Brynjarsdóttir gríðarlega. Þá gerðu Bristol City og Liverpool 1-1 jafntefli.