Inter á toppinn á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2023 21:46 Hakan Çalhanoğlu var öflugur í kvöld. @Inter Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, eftir öruggan 4-0 sigur á Udinese. Atalanta vann dramatískan sigur á AC Milan. Í Þýskalandi vann RB Leipzing útisigur á Borussia Dortmund. Juventus hafði tyllt sér á topp deildarinnar í dag en Inter sýndi allar sínu bestu hliðar þegar Udinese heimsótti San Siro-völlinn í Mílanó. Á sjö mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði liðið þrjú mörk og gekk frá leiknum. Það fyrsta skoraði Hakan Çalhanoğlu úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Hann lagði svo upp annað markið sem Federico Dimarco skoraði fimm mínútum síðar. Aðeins tveimur mínútum síðar gulltryggði Marcus Thuram sigurinn eftir undirbúning Henrikh Mkhitaryan. Ecco a voi @FDimarco #ForzaInter #InterUdinese pic.twitter.com/JUsDVC42dt— Inter (@Inter) December 9, 2023 Undir lok leiks bætti Lautaro Martínez við fjórða marki Inter og þar við sat, lokatölur 4-0 heimaliðinu í vil. Inter því komið aftur á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 15 leikjum, tveimur meira en Juventus. AC Milan er í 3. sæti með 29 stig þrátt fyrir 3-2 tap gegn Atalanta fyrr í dag. Sigurmarkið skoraði Luis Muriel þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hin tvö mörk Atalanta skoraði Ademola Lookman á meðan Oliver Giroud og Luka Jović skoruðu mörk AC Milan. Þá gerðu Verona og Lazio 1-1 jafntefli. Mattia Zaccagni með mark Lazio og Thomas Henry mark Verona. EL TACONAZO DE @Luisfmuriel09 #AtalantaMilan #SerieA #GoAtalantaGo pic.twitter.com/xx6KporfNL— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) December 9, 2023 Í Þýskalandi vann RB Leipzig 3-2 útisigur á Borussia Dortmund. Mats Hummels, miðvörður Dortmund, fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðungs leik og heimamenn manni færri í 75 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Ramy Bensebaini sjálfsmark eftir hálftímaleik og gestirnir komnir 1-0 yfir. Miðvörðurinn Niklas Süle jafnaði metin fyrir Dortmund áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 1-1 í hléinu. Christoph Baumgartner kom Leipzig yfir á nýjan leik og Yussuf Poulsen gulltryggði sigurinn í uppbótartíma. Skipti engu máli þó Niclas Füllkrug hafi minnkað muninn í 3-2 fyrir Dortmund áður en flautað var til leiksloka. Schön. Und verdient. #HeyRBLeipzig pic.twitter.com/BS4jDe8zMf— RB Leipzig (@RBLeipzig) December 9, 2023 Leipzig er í 4. sæti með 29 stig að loknum 14 leikjum. Dortmund er sæti neðar með 25 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Juventus hafði tyllt sér á topp deildarinnar í dag en Inter sýndi allar sínu bestu hliðar þegar Udinese heimsótti San Siro-völlinn í Mílanó. Á sjö mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði liðið þrjú mörk og gekk frá leiknum. Það fyrsta skoraði Hakan Çalhanoğlu úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Hann lagði svo upp annað markið sem Federico Dimarco skoraði fimm mínútum síðar. Aðeins tveimur mínútum síðar gulltryggði Marcus Thuram sigurinn eftir undirbúning Henrikh Mkhitaryan. Ecco a voi @FDimarco #ForzaInter #InterUdinese pic.twitter.com/JUsDVC42dt— Inter (@Inter) December 9, 2023 Undir lok leiks bætti Lautaro Martínez við fjórða marki Inter og þar við sat, lokatölur 4-0 heimaliðinu í vil. Inter því komið aftur á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 15 leikjum, tveimur meira en Juventus. AC Milan er í 3. sæti með 29 stig þrátt fyrir 3-2 tap gegn Atalanta fyrr í dag. Sigurmarkið skoraði Luis Muriel þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hin tvö mörk Atalanta skoraði Ademola Lookman á meðan Oliver Giroud og Luka Jović skoruðu mörk AC Milan. Þá gerðu Verona og Lazio 1-1 jafntefli. Mattia Zaccagni með mark Lazio og Thomas Henry mark Verona. EL TACONAZO DE @Luisfmuriel09 #AtalantaMilan #SerieA #GoAtalantaGo pic.twitter.com/xx6KporfNL— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) December 9, 2023 Í Þýskalandi vann RB Leipzig 3-2 útisigur á Borussia Dortmund. Mats Hummels, miðvörður Dortmund, fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðungs leik og heimamenn manni færri í 75 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Ramy Bensebaini sjálfsmark eftir hálftímaleik og gestirnir komnir 1-0 yfir. Miðvörðurinn Niklas Süle jafnaði metin fyrir Dortmund áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 1-1 í hléinu. Christoph Baumgartner kom Leipzig yfir á nýjan leik og Yussuf Poulsen gulltryggði sigurinn í uppbótartíma. Skipti engu máli þó Niclas Füllkrug hafi minnkað muninn í 3-2 fyrir Dortmund áður en flautað var til leiksloka. Schön. Und verdient. #HeyRBLeipzig pic.twitter.com/BS4jDe8zMf— RB Leipzig (@RBLeipzig) December 9, 2023 Leipzig er í 4. sæti með 29 stig að loknum 14 leikjum. Dortmund er sæti neðar með 25 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira