Dagný hrósar West Ham fyrir stuðninginn í óléttunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 07:01 Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona Íslands og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, hefur hrósað félagi sínu fyrir stuðninginn en hún er sem stendur ólétt af sínu öðru barni. Dagný veltir hins vegar fyrir sér hvort allir leikmenn deildarinnar fái viðlíka stuðning og hún fær hjá West Ham. „Ég ætla ekki að ljúga, ég er ekki beint frábær í að vera ólétt,“ sagði Dagný í viðtali við talkSPORT. „Sem íþróttakona er erfitt að vera vön því að geta stjórnað líkama sínum en svo allt í einu getur þú það ekki. Ég fæ enn morgunógleði, þó ég sé á síðasta þriðjungi óléttunnar. Æli nánast daglega svo það er ákveðin brekka.“ „En ég veit að þetta er tímabundið og við enda ganganna eru mögnuð verðlaun svo þetta mun allt vera þess virði.“ Aðspurð hversu mikilvægur stuðningur West Ham væri á tímum sem þessum þá sagði hún að sveigjanleiki félagsins væri algjört lykilatriði. „Þegar þú ert ólétt þá færðu augljóslega öðruvísi hlutverk í liðinu. Hormónin eru svo út um allt, það er mikið af tilfinningum í gangi svo það er mikilvægt að félagði styðji vel við bakið á þér.“ „Ég reyni að mæta alla daga en stundum get ég það hreinlega ekki því ég er veik. Félagið tekur því en annars er ég með liðinu á æfingum nærri daglega. Ég fer ekki með í útileikina en ég er á öllum heimaleikjum, hef aðeins misst af einum á þessari leiktíð vegna veikinda svo ég varð að horfa í sjónvarpinu.“ „Að finna fyrir stuðningnum frá West Ham á meðan óléttunni stendur og vitandi að félagið er þarna fyrir mig eftir fæðinguna, það skiptir miklu máli.“ There is still many things that can be done better for football moms, but we re taking baby steps forward which is positive!https://t.co/UFJJ96NeE2— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) December 7, 2023 Samkvæmt regluverki ensku úrvalsdeildarinnar eiga óléttir leikmenn aðeins rétt á 14 vikum á fullum launum. Það regluverk er tiltölulega nýtt en það var aðeins í september á síðasta ári sem Toni Duggan, leikmaður Everton, varð fyrsti kvenkynsleikmaður Englands til að fá laun sín borguð meðan hún var ólétt. Fram að því höfðu félögin ákveðið sjálf hvort þau greiddu leikmönnum laun eður ei. Nú eru lið skyldug til að borga 14 vikna laun en mega borga meira ef sá gállinn er á þeim. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira
Dagný veltir hins vegar fyrir sér hvort allir leikmenn deildarinnar fái viðlíka stuðning og hún fær hjá West Ham. „Ég ætla ekki að ljúga, ég er ekki beint frábær í að vera ólétt,“ sagði Dagný í viðtali við talkSPORT. „Sem íþróttakona er erfitt að vera vön því að geta stjórnað líkama sínum en svo allt í einu getur þú það ekki. Ég fæ enn morgunógleði, þó ég sé á síðasta þriðjungi óléttunnar. Æli nánast daglega svo það er ákveðin brekka.“ „En ég veit að þetta er tímabundið og við enda ganganna eru mögnuð verðlaun svo þetta mun allt vera þess virði.“ Aðspurð hversu mikilvægur stuðningur West Ham væri á tímum sem þessum þá sagði hún að sveigjanleiki félagsins væri algjört lykilatriði. „Þegar þú ert ólétt þá færðu augljóslega öðruvísi hlutverk í liðinu. Hormónin eru svo út um allt, það er mikið af tilfinningum í gangi svo það er mikilvægt að félagði styðji vel við bakið á þér.“ „Ég reyni að mæta alla daga en stundum get ég það hreinlega ekki því ég er veik. Félagið tekur því en annars er ég með liðinu á æfingum nærri daglega. Ég fer ekki með í útileikina en ég er á öllum heimaleikjum, hef aðeins misst af einum á þessari leiktíð vegna veikinda svo ég varð að horfa í sjónvarpinu.“ „Að finna fyrir stuðningnum frá West Ham á meðan óléttunni stendur og vitandi að félagið er þarna fyrir mig eftir fæðinguna, það skiptir miklu máli.“ There is still many things that can be done better for football moms, but we re taking baby steps forward which is positive!https://t.co/UFJJ96NeE2— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) December 7, 2023 Samkvæmt regluverki ensku úrvalsdeildarinnar eiga óléttir leikmenn aðeins rétt á 14 vikum á fullum launum. Það regluverk er tiltölulega nýtt en það var aðeins í september á síðasta ári sem Toni Duggan, leikmaður Everton, varð fyrsti kvenkynsleikmaður Englands til að fá laun sín borguð meðan hún var ólétt. Fram að því höfðu félögin ákveðið sjálf hvort þau greiddu leikmönnum laun eður ei. Nú eru lið skyldug til að borga 14 vikna laun en mega borga meira ef sá gállinn er á þeim.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira