Dagný hrósar West Ham fyrir stuðninginn í óléttunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 07:01 Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona Íslands og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, hefur hrósað félagi sínu fyrir stuðninginn en hún er sem stendur ólétt af sínu öðru barni. Dagný veltir hins vegar fyrir sér hvort allir leikmenn deildarinnar fái viðlíka stuðning og hún fær hjá West Ham. „Ég ætla ekki að ljúga, ég er ekki beint frábær í að vera ólétt,“ sagði Dagný í viðtali við talkSPORT. „Sem íþróttakona er erfitt að vera vön því að geta stjórnað líkama sínum en svo allt í einu getur þú það ekki. Ég fæ enn morgunógleði, þó ég sé á síðasta þriðjungi óléttunnar. Æli nánast daglega svo það er ákveðin brekka.“ „En ég veit að þetta er tímabundið og við enda ganganna eru mögnuð verðlaun svo þetta mun allt vera þess virði.“ Aðspurð hversu mikilvægur stuðningur West Ham væri á tímum sem þessum þá sagði hún að sveigjanleiki félagsins væri algjört lykilatriði. „Þegar þú ert ólétt þá færðu augljóslega öðruvísi hlutverk í liðinu. Hormónin eru svo út um allt, það er mikið af tilfinningum í gangi svo það er mikilvægt að félagði styðji vel við bakið á þér.“ „Ég reyni að mæta alla daga en stundum get ég það hreinlega ekki því ég er veik. Félagið tekur því en annars er ég með liðinu á æfingum nærri daglega. Ég fer ekki með í útileikina en ég er á öllum heimaleikjum, hef aðeins misst af einum á þessari leiktíð vegna veikinda svo ég varð að horfa í sjónvarpinu.“ „Að finna fyrir stuðningnum frá West Ham á meðan óléttunni stendur og vitandi að félagið er þarna fyrir mig eftir fæðinguna, það skiptir miklu máli.“ There is still many things that can be done better for football moms, but we re taking baby steps forward which is positive!https://t.co/UFJJ96NeE2— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) December 7, 2023 Samkvæmt regluverki ensku úrvalsdeildarinnar eiga óléttir leikmenn aðeins rétt á 14 vikum á fullum launum. Það regluverk er tiltölulega nýtt en það var aðeins í september á síðasta ári sem Toni Duggan, leikmaður Everton, varð fyrsti kvenkynsleikmaður Englands til að fá laun sín borguð meðan hún var ólétt. Fram að því höfðu félögin ákveðið sjálf hvort þau greiddu leikmönnum laun eður ei. Nú eru lið skyldug til að borga 14 vikna laun en mega borga meira ef sá gállinn er á þeim. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Dagný veltir hins vegar fyrir sér hvort allir leikmenn deildarinnar fái viðlíka stuðning og hún fær hjá West Ham. „Ég ætla ekki að ljúga, ég er ekki beint frábær í að vera ólétt,“ sagði Dagný í viðtali við talkSPORT. „Sem íþróttakona er erfitt að vera vön því að geta stjórnað líkama sínum en svo allt í einu getur þú það ekki. Ég fæ enn morgunógleði, þó ég sé á síðasta þriðjungi óléttunnar. Æli nánast daglega svo það er ákveðin brekka.“ „En ég veit að þetta er tímabundið og við enda ganganna eru mögnuð verðlaun svo þetta mun allt vera þess virði.“ Aðspurð hversu mikilvægur stuðningur West Ham væri á tímum sem þessum þá sagði hún að sveigjanleiki félagsins væri algjört lykilatriði. „Þegar þú ert ólétt þá færðu augljóslega öðruvísi hlutverk í liðinu. Hormónin eru svo út um allt, það er mikið af tilfinningum í gangi svo það er mikilvægt að félagði styðji vel við bakið á þér.“ „Ég reyni að mæta alla daga en stundum get ég það hreinlega ekki því ég er veik. Félagið tekur því en annars er ég með liðinu á æfingum nærri daglega. Ég fer ekki með í útileikina en ég er á öllum heimaleikjum, hef aðeins misst af einum á þessari leiktíð vegna veikinda svo ég varð að horfa í sjónvarpinu.“ „Að finna fyrir stuðningnum frá West Ham á meðan óléttunni stendur og vitandi að félagið er þarna fyrir mig eftir fæðinguna, það skiptir miklu máli.“ There is still many things that can be done better for football moms, but we re taking baby steps forward which is positive!https://t.co/UFJJ96NeE2— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) December 7, 2023 Samkvæmt regluverki ensku úrvalsdeildarinnar eiga óléttir leikmenn aðeins rétt á 14 vikum á fullum launum. Það regluverk er tiltölulega nýtt en það var aðeins í september á síðasta ári sem Toni Duggan, leikmaður Everton, varð fyrsti kvenkynsleikmaður Englands til að fá laun sín borguð meðan hún var ólétt. Fram að því höfðu félögin ákveðið sjálf hvort þau greiddu leikmönnum laun eður ei. Nú eru lið skyldug til að borga 14 vikna laun en mega borga meira ef sá gállinn er á þeim.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira