„Alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið“ Stefán Marteinn skrifar 8. desember 2023 22:16 Pétur Ingvarsson og lærisveinar unnu frábæran sigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í kvöld þegar lokaleikur 10. umferðar Subway deildar karla fór fram í Ljónagryfjunni. Fyrirfram mátti búast við hörku leik sem náði þó aldrei þeirri spennu sem vonast var eftir því gestirnir í Keflavík voru hreinlega bara mun betri í kvöld og sóttu virkilega sannfærandi sigur, lokatölur 82-103. „Það er gaman að vinna hérna, við erum ekki vanir því. Við lögðum kannski líka áherslu á að vinna hérna frákasta baráttuna. Við töpuðum henni mjög stórt hérna í bikarleiknum og þar bættum við okkur sem var lykillinn af þessu,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík tóku yfir leikinn snemma í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl og vildi Pétur meina að undirbúningurinn hafi skipt lykilmáli aðspurður um hvar honum fyndist leikurinn hafa unnist. „Hann eiginlega vannst bara í þessari viku. Við náðum að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og það er búin að vera góður undirbúningur hjá liðinu og það er svona lykilinn af þessu.“ Njarðvíkingar hafa sýnt í vetur að þeir geta vel skotið boltanum og verið með góða skotnýtingu en það gekk lítið upp hjá þeim í dag. „Ég er alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið en það trúir því enginn en mér er alveg sama. Við höldum bara áfram að gera það sem við erum góðir í.“ Pétur vildi ekki meina að mont rétturinn í bænum eða stórsigur hafi endilega verið það sem var lagt upp með en sagði það vissulega bónus í átt að markmiðum Keflavíkurliðsins. „Auðvitað er það svona smá bónus í þessu en þetta er bara einn hóll sem að maður er að vinna og það er enginn orusta unninn. Við erum að stefna á tvo hluti og einn af þeim var ekki að vinna hérna (svona stórt), þetta var ekki einn af þeim hlutum sem við lögðum upp með að gera í vetur. Við erum með ákveðin markmið og það er það sem við erum að vinna í.“ Keflavík er núna komið í þéttan pakka á toppi deildarinnar og sitja þar í efsta sætinu á innbyrðis viðureignum og útlitið því bjart. „Ég held að við séum örugglega með innbyrðis viðureignina besta þannig við eigum að vera efstir þannig ég held að leiðin liggi ekkert meira upp á við en þetta er langt tímabil og ef tímabilið væri búið eftir tíu leiki þá væri ég alveg sáttur en það eru alveg tólf leikir eftir þannig það gefur okkur ekki neitt.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Fyrirfram mátti búast við hörku leik sem náði þó aldrei þeirri spennu sem vonast var eftir því gestirnir í Keflavík voru hreinlega bara mun betri í kvöld og sóttu virkilega sannfærandi sigur, lokatölur 82-103. „Það er gaman að vinna hérna, við erum ekki vanir því. Við lögðum kannski líka áherslu á að vinna hérna frákasta baráttuna. Við töpuðum henni mjög stórt hérna í bikarleiknum og þar bættum við okkur sem var lykillinn af þessu,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík tóku yfir leikinn snemma í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl og vildi Pétur meina að undirbúningurinn hafi skipt lykilmáli aðspurður um hvar honum fyndist leikurinn hafa unnist. „Hann eiginlega vannst bara í þessari viku. Við náðum að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og það er búin að vera góður undirbúningur hjá liðinu og það er svona lykilinn af þessu.“ Njarðvíkingar hafa sýnt í vetur að þeir geta vel skotið boltanum og verið með góða skotnýtingu en það gekk lítið upp hjá þeim í dag. „Ég er alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið en það trúir því enginn en mér er alveg sama. Við höldum bara áfram að gera það sem við erum góðir í.“ Pétur vildi ekki meina að mont rétturinn í bænum eða stórsigur hafi endilega verið það sem var lagt upp með en sagði það vissulega bónus í átt að markmiðum Keflavíkurliðsins. „Auðvitað er það svona smá bónus í þessu en þetta er bara einn hóll sem að maður er að vinna og það er enginn orusta unninn. Við erum að stefna á tvo hluti og einn af þeim var ekki að vinna hérna (svona stórt), þetta var ekki einn af þeim hlutum sem við lögðum upp með að gera í vetur. Við erum með ákveðin markmið og það er það sem við erum að vinna í.“ Keflavík er núna komið í þéttan pakka á toppi deildarinnar og sitja þar í efsta sætinu á innbyrðis viðureignum og útlitið því bjart. „Ég held að við séum örugglega með innbyrðis viðureignina besta þannig við eigum að vera efstir þannig ég held að leiðin liggi ekkert meira upp á við en þetta er langt tímabil og ef tímabilið væri búið eftir tíu leiki þá væri ég alveg sáttur en það eru alveg tólf leikir eftir þannig það gefur okkur ekki neitt.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00