Forsjárdeila ríkasta manns heims og poppstjörnu Jón Þór Stefánsson skrifar 8. desember 2023 21:04 Elon Musk krefst þess að hann verði tímabundið gerður að eina forsjáraðila barnanna. EPA Auðjöfurinn Elon Musk og barnsmóðir hans, tónlistarkonan Grimes, eiga nú í forræðisdeilu um þrjú börn þeirra, sem heita: X AE A-XII, Exa Dark Sideræl, og Tau Techno Mechanicus. Mál þeirra snýst meðal annars um hvar sjálf deilan á sér stað, í Kaliforníu-ríki eða Texas-ríki Bandaríkjanna. Business Insider fjallar um málið. Grimes flutti til Kaliforníu í haust og í kjölfarið stefndi Musk henni í Texas, þegar honum varð ljóst að flutningar hennar voru ekki tímabundnir. Grimes brást við og fór í gagnsókn í Kaliforníu. Bent hefur verið á mögulega ástæðu þess að Musk og Grimes deila um í hvaða ríki málið á að fara fram. Meðlagsgreiðslur fyrir þrjú börn eru að hámarki 2760 dollarar á mánuði í Texas, en í Kaliforníu er ekkert lagalegt hámark. Þess má geta að Musk er talinn vera ríkasti maður heims. Business Insider bendir þó á að ekki sé víst að forsjármál þeirra endi með meðlagsgreiðslum. Í áðurnefndri stefnu Grimes kemur fram að þau deili forræði barna sinna til helminga. „Við búum á sitthvorum staðnum, en erum enn saman,“ segir í dómsskjalinu. „Forsjármálið getur þó verið flókið því ég starfa í San Fransisco, en hann í Texas. Við reynum eins og við getum að verja tíma í borgum hvers annars.“ Musk krefst þess í stefnu sinni að Grimes taki börn sín aftur til Texas. Jafnframt krefst hann þess að hann einn verði tímabundið gerður að forsjáraðila barnanna. Business Insider hefur eftir sérfræðingi í forsjármálum að slík krafa sé einkennileg ef ekki eru uppi áhyggjur um hæfni hins einstaklingsins sem foreldri, líkt og ef grunur er um vanrækslu á börnum eða fíkniefnamisnotkun. Í kröfu Musk er lagt til að Grimes fái að hitta börnin aðra hverja helgi, einn mánuð á sumrin og um einhverja hátíðisdaga. Þar að auki leggur hann til að þegar Grimes sé með börnunum verði það alltaf í Travis-sýslu í Texas-ríki. Sérfræðingur Business Insider segir þá tillögu mjög sérstaka þar sem að Grimes myndi annað hvort neyðast til að flytja til Texas, eða vera sífellt á ferðinni. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Fleiri fréttir Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Sjá meira
Mál þeirra snýst meðal annars um hvar sjálf deilan á sér stað, í Kaliforníu-ríki eða Texas-ríki Bandaríkjanna. Business Insider fjallar um málið. Grimes flutti til Kaliforníu í haust og í kjölfarið stefndi Musk henni í Texas, þegar honum varð ljóst að flutningar hennar voru ekki tímabundnir. Grimes brást við og fór í gagnsókn í Kaliforníu. Bent hefur verið á mögulega ástæðu þess að Musk og Grimes deila um í hvaða ríki málið á að fara fram. Meðlagsgreiðslur fyrir þrjú börn eru að hámarki 2760 dollarar á mánuði í Texas, en í Kaliforníu er ekkert lagalegt hámark. Þess má geta að Musk er talinn vera ríkasti maður heims. Business Insider bendir þó á að ekki sé víst að forsjármál þeirra endi með meðlagsgreiðslum. Í áðurnefndri stefnu Grimes kemur fram að þau deili forræði barna sinna til helminga. „Við búum á sitthvorum staðnum, en erum enn saman,“ segir í dómsskjalinu. „Forsjármálið getur þó verið flókið því ég starfa í San Fransisco, en hann í Texas. Við reynum eins og við getum að verja tíma í borgum hvers annars.“ Musk krefst þess í stefnu sinni að Grimes taki börn sín aftur til Texas. Jafnframt krefst hann þess að hann einn verði tímabundið gerður að forsjáraðila barnanna. Business Insider hefur eftir sérfræðingi í forsjármálum að slík krafa sé einkennileg ef ekki eru uppi áhyggjur um hæfni hins einstaklingsins sem foreldri, líkt og ef grunur er um vanrækslu á börnum eða fíkniefnamisnotkun. Í kröfu Musk er lagt til að Grimes fái að hitta börnin aðra hverja helgi, einn mánuð á sumrin og um einhverja hátíðisdaga. Þar að auki leggur hann til að þegar Grimes sé með börnunum verði það alltaf í Travis-sýslu í Texas-ríki. Sérfræðingur Business Insider segir þá tillögu mjög sérstaka þar sem að Grimes myndi annað hvort neyðast til að flytja til Texas, eða vera sífellt á ferðinni.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Fleiri fréttir Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Sjá meira