Áður hafði verið lýst yfir að hvorki rússneskt né hvít-rússneskt íþróttafólk fengi að vera með á Ólympíuleikunum vegna stríðsins í Úkraínu en nú hefur Alþjóða Ólympíunefndin breytt um skoðun.
Á leikunum í París má íþróttafólk frá þessum tveimur löndum keppa en aðeins undir hlutlausum fána.
Breaking: Athletes from Russia and Belarus will be allowed to compete at @Paris2024 as neutrals.
— DW Sports (@dw_sports) December 8, 2023
But the IOC confirms that "athletes who actively supported the war in Ukraine" cannot compete and no Russian or Belarusian officials will be invited or permitted to attend. pic.twitter.com/wzioAnNr6C
Ellefu íþróttamenn, átta frá Rússlandi og þrír frá Hvíta-Rússlandi, hafa náð lágmörkum fyrir Ólympíuleikana 2024.
Þessir íþróttamenn mega hins vegar ekki keppa undir fána sinnar þjóðar, ekki styðja stríðið og ekki vera meðlimur í hernum eða öryggissveitum þjóðanna. Þjóðsöngvarnir verða heldur ekki spilaðir vinni þau gullverðlaun.
Það er líka aðeins einstaklingsíþróttafólk sem má keppa en engin rússnesk eða hvít-rússnesk lið fá að vera með.
Norðurlandaþjóðirnar og Úkraína mótmæltu ákvörðun Alþjóða Ólympíunefndarinnar en voru í minnihluta. Það er þó ekki búist við því að Norðurlandaþjóðirnar skrópi á leikana.
Ólympíuleikarnir fara fram frá 26. júlí til 11. ágúst.