Harvey Elliott skaut Liverpool á toppinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. desember 2023 14:33 Harvey Elliott skoraði sigurmark Liverpool í dag. Justin Setterfield/Getty Images Liverpool skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 útisigri gegn tíu mönnum Crystal Palace í dag. Gestirnir í Liverpool voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins, en gekk illa að skapa sér færi lengst af. Þeir sluppu með skrekkinn eftir hálftíma leik þegar Virgil van Dijk var dæmdur brotlegur innan vítateigs, en eftir skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Will Hughes hafði brotið á Wataru Endo í aðdraganda vítaspyrnudómsins og því varð ekkert af vítaspyrnu heimamanna. Heimamenn fengu þó loksins vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik þegar brotið var á Jean-Philippe Mateta innan vítateigs. Mateta fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá Allison í marki gestanna. Áfram gekk illa hjá Liverpool að skapa sér færi. Leikurinn opnaðist þó mikið á 75. mínútu þegar Jordan Ayew stöðvaði skyndisókn gestanna í fæðingu og nældi sér um leið í sitt annað gula spjald í leiknum og það með rautt. Ayew var varla genginn af velli þegar Liverpool-menn voru búnir að nýta sér liðsmuninn og Mohamed Salah jafnaði metin fyrir gestina með sínu 200. marki fyrir félagið og sínu 150. í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool legend. Egyptian King. 👑 pic.twitter.com/ztyA7JQxTd— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2023 Salah var svo aftur á ferðinni á fyrstu mínútu uppbótartíma þegar hann lagði boltann út á Harvey Elliott sem tryggði gestunum sterkan sigur með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig. Remi Matthews, sem kom inn í markið fyrir meiddann Sam Johnstone á 87. mínútu, kom engum vörnum við og sigur Liverpool þar með í höfn. Með sigrinum lyftir Liverpool sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 16 leiki, einu stigi meira en Arsenal sem á leik síðar í dag. Crystal Palace situr hins vegar í 14. sæti með 16 stig. Enski boltinn
Liverpool skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 útisigri gegn tíu mönnum Crystal Palace í dag. Gestirnir í Liverpool voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins, en gekk illa að skapa sér færi lengst af. Þeir sluppu með skrekkinn eftir hálftíma leik þegar Virgil van Dijk var dæmdur brotlegur innan vítateigs, en eftir skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Will Hughes hafði brotið á Wataru Endo í aðdraganda vítaspyrnudómsins og því varð ekkert af vítaspyrnu heimamanna. Heimamenn fengu þó loksins vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik þegar brotið var á Jean-Philippe Mateta innan vítateigs. Mateta fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá Allison í marki gestanna. Áfram gekk illa hjá Liverpool að skapa sér færi. Leikurinn opnaðist þó mikið á 75. mínútu þegar Jordan Ayew stöðvaði skyndisókn gestanna í fæðingu og nældi sér um leið í sitt annað gula spjald í leiknum og það með rautt. Ayew var varla genginn af velli þegar Liverpool-menn voru búnir að nýta sér liðsmuninn og Mohamed Salah jafnaði metin fyrir gestina með sínu 200. marki fyrir félagið og sínu 150. í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool legend. Egyptian King. 👑 pic.twitter.com/ztyA7JQxTd— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2023 Salah var svo aftur á ferðinni á fyrstu mínútu uppbótartíma þegar hann lagði boltann út á Harvey Elliott sem tryggði gestunum sterkan sigur með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig. Remi Matthews, sem kom inn í markið fyrir meiddann Sam Johnstone á 87. mínútu, kom engum vörnum við og sigur Liverpool þar með í höfn. Með sigrinum lyftir Liverpool sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 16 leiki, einu stigi meira en Arsenal sem á leik síðar í dag. Crystal Palace situr hins vegar í 14. sæti með 16 stig.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti