Talið er að Rahm fái að minnsta kosti fjögur hundruð milljónir dollara fyrir að spila á LIV-mótaröðinni. Hann verður því ekki bara launahæsti íþróttamaður heims heldur sá langlaunahæsti.
Ronaldo, sem spilar einnig í Sádi-Arabíu, er næstlaunahæsti íþróttamaður heims með 136 milljónir punda í árslaun. Messi kemur þar á eftir með 130 milljónir punda árslaun. Samanlögð árslaun þeirra eru ekki nálægt þeirri upphæð sem Rahm fær frá LIV.
Tveir aðrir kylfingar á LIV-mótaröðinni eru á meðal tíu launahæstu íþróttamanna heims. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson (107 milljónir punda) og Phil Mickelson (106 milljónir punda).
Rahm getur svo unnið sér inn enn meiri pening en verðlaunaféð á LIV er mjög hátt. Kylfingar fá í kringum þrjár milljónir punda fyrir að vinna mót á mótaröðinni. Þau eru alls fjórtán á hverju tímabili.