Tekur við stöðu framkvæmdarstjóra Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2023 07:58 Bergþóra Laxdal. Aðsend Bergþóra Laxdal hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins. Stjórn ráðsins samþykkti ráðninguna á fundi sínum í byrjun mánaðarins og hefur Bergþóra þegar hafið störf. Í tilkynningu segir að Bergþóra hafi áður starfað í hartnær tvo áratugi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, lengst af sem fulltrúi menningar- og ræðismála ásamt því að sinna viðskiptamálum og daglegum rekstri Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins. „Þá sat hún í stjórn Norræna nýsköpunarhússins í Silicon Valley og Samtaka erlendra viðskiptafulltrúa í New York. Bergþóra er með BA próf í sálfræði frá Long Island University, MA próf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og er að ljúka MBA-námi frá Western Governors University,“ segir um Bergþóru. Haft er eftir Margréti Harðardóttur, stjórnarformanni Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, að það sé mikill fengur í starfskröftum Bergþóru. „Bergþóra sem þekkir allar hliðar viðskiptaráðsins frá starfi sínu á aðalræðisskrifstofunni, er vel í stakk búin að leiða starfsemina í breytingunum sem fram undan eru. Þar horfum við sérstaklega til aukins samstarfs við norrænu viðskiptaráðin í Bandaríkjunum og Íslensk-kanadíska viðskiptaráðið. Eftir sem áður verður það okkar áherslumál að styðja við íslensk fyrirtæki sem vilja ná fótfestu í Bandaríkjunum og auka viðskipti ríkjanna og því er það mikið fagnaðarefni að fá svo reynda og dugmikla konu til liðs við okkur,“ segir Margrét. Íslensk-ameríska viðskiptaráðið var stofnað árið 1986 með það að leiðarljósi að efla viðskiptasambönd milli Íslands og Bandaríkjanna. Viðskiptaráðið stendur fyrir upplýsingafundum, tengslaviðburðum og ráðstefnum í Bandaríkjunum og aðstoðar Íslensk fyrirtæki sem stefna á bandarískan markað. Viðskiptaráðið hefur verið til húsa á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York frá því fyrir aldamót og hefur starfsemin verið undir stjórn starfsmanna aðalræðisskrifstofunnar. Vegna breytinga á fyrirkomulagi aðalræðisskrifstofunnar nú um áramótin verður viðskiptaráðið með skrifstofu með öðrum norrænum viðskiptaráðum í New York í húsakynnum Sænsk-ameríska viðskiptaráðsins á 900 Third Avenue. Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu segir að Bergþóra hafi áður starfað í hartnær tvo áratugi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, lengst af sem fulltrúi menningar- og ræðismála ásamt því að sinna viðskiptamálum og daglegum rekstri Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins. „Þá sat hún í stjórn Norræna nýsköpunarhússins í Silicon Valley og Samtaka erlendra viðskiptafulltrúa í New York. Bergþóra er með BA próf í sálfræði frá Long Island University, MA próf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og er að ljúka MBA-námi frá Western Governors University,“ segir um Bergþóru. Haft er eftir Margréti Harðardóttur, stjórnarformanni Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, að það sé mikill fengur í starfskröftum Bergþóru. „Bergþóra sem þekkir allar hliðar viðskiptaráðsins frá starfi sínu á aðalræðisskrifstofunni, er vel í stakk búin að leiða starfsemina í breytingunum sem fram undan eru. Þar horfum við sérstaklega til aukins samstarfs við norrænu viðskiptaráðin í Bandaríkjunum og Íslensk-kanadíska viðskiptaráðið. Eftir sem áður verður það okkar áherslumál að styðja við íslensk fyrirtæki sem vilja ná fótfestu í Bandaríkjunum og auka viðskipti ríkjanna og því er það mikið fagnaðarefni að fá svo reynda og dugmikla konu til liðs við okkur,“ segir Margrét. Íslensk-ameríska viðskiptaráðið var stofnað árið 1986 með það að leiðarljósi að efla viðskiptasambönd milli Íslands og Bandaríkjanna. Viðskiptaráðið stendur fyrir upplýsingafundum, tengslaviðburðum og ráðstefnum í Bandaríkjunum og aðstoðar Íslensk fyrirtæki sem stefna á bandarískan markað. Viðskiptaráðið hefur verið til húsa á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York frá því fyrir aldamót og hefur starfsemin verið undir stjórn starfsmanna aðalræðisskrifstofunnar. Vegna breytinga á fyrirkomulagi aðalræðisskrifstofunnar nú um áramótin verður viðskiptaráðið með skrifstofu með öðrum norrænum viðskiptaráðum í New York í húsakynnum Sænsk-ameríska viðskiptaráðsins á 900 Third Avenue.
Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira