Flutti úr landi eftir rifrildið við Kim og Kanye Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 14:16 Taylor Swift segist hafa verið á botninum árið 2016. Nú sjö árum síðar er hún á allra vörum og manneskja ársins hjá TIME. AP Photo/Chris Pizzello Bandaríska söngkonan Taylor Swift segist hafa neyðst til að flytja af landi brott og upplifað sem svo að ferillinn sinn væri á enda eftir opinberar deilur sínar við þau Kim Kardashian og Kanye West árið 2016. Þetta kemur fram í viðtali TIME tímaritsins við söngkonuna, í tilefni af því að hún var valin manneskja ársins 2023. Í viðtalinu ræðir hún hápunktana á sínum ferli en líka erfiðu tímana, líkt og þegar Kanye West gerði hana að viðfangsefni í laginu Famous. Í laginu minntist Kanye á Taylor með nafni og sagðist enn halda að það væri möguleiki á því að þau myndu sofa saman. Hvers vegna? Hann hafi gert hana fræga. (e. „I feel like me and Taylor might still have sex, why? I made that b**** famous.“) Vísaði rapparinn þar til þess þegar hann hljóp upp á svið á VMA verðlaunahátíðinni árið 2009 þegar Swift vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. Söngkonan var í þann mund að fara að halda sigurræðu þegar rapparinn hljóp upp á svið og sagði öllum að Beyoncé hefði frekar átt verðlaunin skilið. Sagðist Kanye hafa fengið leyfi frá Taylor til þess að nota nafn hennar í laginu. Hún þvertók hins vegar fyrir það og brást Kim Kardashian, eiginkona rapparans og athafnakona, þá við með því að birta myndband á netinu þar sem Kanye ræddi málið við söngkonuna símleiðis. Svo virtist vera sem söngkonan hefði þrátt fyrir fullyrðingarnar samþykkt notkunina á nafni sínu í laginu. Síðar kom í ljós að rapparinn hefði ekki borið allan textann undir söngkonuna. Ferillinn hafður af henni Í samtali við TIME tímaritið segir Taylor Swift þetta hafa verið ömurlegan tíma. Þetta hafi verið endirinn á hennar ferli. „Þetta var þannig. Ferillinn minn var hafður af mér. Þetta var allt sett á svið. Ólögleg upptaka af símtali, sem Kim Kardashian klippti og birti svo til að koma því til skila til allra að ég væri lygari,“ segir Taylor Swift við TIME tímaritið. „Vegna þessa fór ég á einhvern stað sem ég hef aldrei verið á áður andlega. Ég flutti til annars lands. Ég fór ekki úr húsi í ár. Ég var hrædd um að taka símann. Ég ýtti flestum ástvinum frá mér af því að ég treysti engum. Ég var á botninum.“ Kim Kardashian hefur áður tjáð sig um erjurnar frá árinu 2016. Í röð tísta árið 2020 sagði Kim að staðan á milli Kanye og Taylor væri þannig að hún hefði neyðst til þess að koma honum til varnar. Sjö árum síðar er Taylor Swift á allt öðrum stað. Í samtali við TIME tímaritið segir hún að viðurkenning tímaritsins sé það sem hún sé líklega stoltust af á sínum ferli. Taylor hafði meðal annars betur en Karl Bretlandskonungur, Barbie og Donald Trump í vali tímaritsins. Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali TIME tímaritsins við söngkonuna, í tilefni af því að hún var valin manneskja ársins 2023. Í viðtalinu ræðir hún hápunktana á sínum ferli en líka erfiðu tímana, líkt og þegar Kanye West gerði hana að viðfangsefni í laginu Famous. Í laginu minntist Kanye á Taylor með nafni og sagðist enn halda að það væri möguleiki á því að þau myndu sofa saman. Hvers vegna? Hann hafi gert hana fræga. (e. „I feel like me and Taylor might still have sex, why? I made that b**** famous.“) Vísaði rapparinn þar til þess þegar hann hljóp upp á svið á VMA verðlaunahátíðinni árið 2009 þegar Swift vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. Söngkonan var í þann mund að fara að halda sigurræðu þegar rapparinn hljóp upp á svið og sagði öllum að Beyoncé hefði frekar átt verðlaunin skilið. Sagðist Kanye hafa fengið leyfi frá Taylor til þess að nota nafn hennar í laginu. Hún þvertók hins vegar fyrir það og brást Kim Kardashian, eiginkona rapparans og athafnakona, þá við með því að birta myndband á netinu þar sem Kanye ræddi málið við söngkonuna símleiðis. Svo virtist vera sem söngkonan hefði þrátt fyrir fullyrðingarnar samþykkt notkunina á nafni sínu í laginu. Síðar kom í ljós að rapparinn hefði ekki borið allan textann undir söngkonuna. Ferillinn hafður af henni Í samtali við TIME tímaritið segir Taylor Swift þetta hafa verið ömurlegan tíma. Þetta hafi verið endirinn á hennar ferli. „Þetta var þannig. Ferillinn minn var hafður af mér. Þetta var allt sett á svið. Ólögleg upptaka af símtali, sem Kim Kardashian klippti og birti svo til að koma því til skila til allra að ég væri lygari,“ segir Taylor Swift við TIME tímaritið. „Vegna þessa fór ég á einhvern stað sem ég hef aldrei verið á áður andlega. Ég flutti til annars lands. Ég fór ekki úr húsi í ár. Ég var hrædd um að taka símann. Ég ýtti flestum ástvinum frá mér af því að ég treysti engum. Ég var á botninum.“ Kim Kardashian hefur áður tjáð sig um erjurnar frá árinu 2016. Í röð tísta árið 2020 sagði Kim að staðan á milli Kanye og Taylor væri þannig að hún hefði neyðst til þess að koma honum til varnar. Sjö árum síðar er Taylor Swift á allt öðrum stað. Í samtali við TIME tímaritið segir hún að viðurkenning tímaritsins sé það sem hún sé líklega stoltust af á sínum ferli. Taylor hafði meðal annars betur en Karl Bretlandskonungur, Barbie og Donald Trump í vali tímaritsins.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira