Sjálfboðavinna Afstöðu fyrir stjórnvöld Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. desember 2023 08:31 Fréttaflutningur af fangelsismálum hér á landi hefur sjaldan – ef nokkurn tíma - verið jákvæður og að undanförnu hefur keyrt um þverbak í fjölda neikvæðra frétta af málaflokknum. Ljóst er að velferðarmál fanga í íslenskum fangelsum eru í fullkomnum ólestri og stjórnvöld verða að hverfa af núverandi braut ef samfélaginu á ekki að standa frekari ógn af ástandinu. Afstaða hefur í nú næstum 19 ár, allt árinu 2005 barist fyrir hvers kyns aðstoð og vinnu fyrir fanga í þeim tilgangi að þeir öðlist tækifæri af lokinni afplánun, viðhaldi fjölskyldutengslum, skapi sér atvinnutækifæri, greiða sína skatta og skyldur og taki þátt í að byggja upp samfélagið en rífi það ekki niður. Samstarf við stjórnvöld hefur á umliðnum misserum verið til mikilla bóta en betur má ef duga skal. Félagið Afstaða hefur tekið miklum breytingum i áranna rás og verkefni að sama skapi vaxið gríðarlega að umfangi. Fangelsismálastofnun er fjársvelt og eingöngu til fjármagn þar fyrir tvö og hálft stöðugildi félagsráðgjafa. Þau stöðugildi eru vel mönnuð en duga engan veginn til að sinna velferðarskyldum stjórnvalda gagnvart hinum frelsissviptu skjólstæðingum sínum. Því hefur það komið í hlut Afstöðu á árinu 2023 að sinna mörgum af þeim félagslegu verkefnum sem unnin eru í fangelsum landsins og í eftirfylgni í frelsinu. Hjá Afstöðu starfa þrír félagsráðgjafar og hafa þeir ásamt ráðgjöfum félagsins og vettvangsteymi sinnt á fyrstu 9 mánuðum ársins rúmlega 1.200 verkefnum. Sú vinna hefur verið gjaldfrjáls og án aðstoðar eða aðkomu yfirvalda. Allt það fólk sem kemur að Afstöðu starfar í sjálfboðavinnu og sparnaður ríkisins vegna aðkomu Afstöðu hleypur á ansi mörgum tugum milljóna króna. Félagsráðgjafar Afstöðu starfa allir á sínu sviði í velferðarþjónustu sveitarfélaga. Vinna þeirra með föngum bætist við þeirra aðalstarf en hefur sannarlega komið mörgum til bjargar og samfélaginu um leið. Sú staðreynd að félagsráðgjafarnir vinna á vegum Afstöðu hefur skapað mikið traust og góður árangur náðst. Árangurinn bendir til þess að reynsla félagsins og einstök þekking á áhrifum innilokunar geri það að verkum að fangar sækist eftir allri ráðgjöf sem félagið hefur upp á að bjóða, á jafningjagrundvelli og út frá gagnkvæmu trausti sem annars staðar fæst ekki. Afstaða hefur í mörg ár bent á þá vankanta fangelsiskerfisins sem fjallað hefur verið að undanförnu, hvort sem það er í skýrslum Ríkisendurskoðunar, pyntingarnefndar Evrópuráðsins(CPT), úttekt Amnesty International, Umboðsmanni barna eða í álitum Umboðsmanns Alþingis. Stjórnvöld hafa ávallt skellt skollaeyrum við ábendingum Afstöðu en það geta þau ekki lengur. Til dæmis hafa stjórnvöld loksins viðurkennt það sem Afstaða hefur endurtekið haldið fram, þ.e. að endurkomutíðni i fangelsum landsins er hátt í þrisvar sinnum hærri en fullyrt hefur verið - og það á alþjóðavettvangi! Það er staðreynd að fyrstu níu mánuði ársins veitti Afstaða um 1.200 viðtöl til fanga, aðstandenda og annarra sem leituðu til félagsins og líklegt er að sú tala fari upp í um 1.500 við lok árs. Rúmlega helmingur þeirra sem leitað hafa til Afstöðu á árinu eru karlar og tæpur helmingur konur og önnur kyn, þegar aðstandendur eru teknir með í reikninginn en yfir 90% fanga eru karlar. Afstaða skorar á stjórnvöld almennt – og ekki síst sveitarfélög landsins – að kynna sér rækilega starfssvið félagsins og læra af henni í þeirri von um að snúa við þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi. Við erum alltaf til í að koma með kynningu og fræða ykkar fagfólk með okkar sérfræðingum. Einn okkar helsti afbrotafræðingur lét hafa eftir sér fleyg orð á þá leið að engin þjóð hafi fleiri fanga en hún á skilið. Það er ljóst að einangrun, aðskilnaður og fátækt gerir ekkert okkar að betri manneskju. Gerum betur, bætum við fjármagni í fangelsismál og setjum Afstöðu á fjárlög. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Fréttaflutningur af fangelsismálum hér á landi hefur sjaldan – ef nokkurn tíma - verið jákvæður og að undanförnu hefur keyrt um þverbak í fjölda neikvæðra frétta af málaflokknum. Ljóst er að velferðarmál fanga í íslenskum fangelsum eru í fullkomnum ólestri og stjórnvöld verða að hverfa af núverandi braut ef samfélaginu á ekki að standa frekari ógn af ástandinu. Afstaða hefur í nú næstum 19 ár, allt árinu 2005 barist fyrir hvers kyns aðstoð og vinnu fyrir fanga í þeim tilgangi að þeir öðlist tækifæri af lokinni afplánun, viðhaldi fjölskyldutengslum, skapi sér atvinnutækifæri, greiða sína skatta og skyldur og taki þátt í að byggja upp samfélagið en rífi það ekki niður. Samstarf við stjórnvöld hefur á umliðnum misserum verið til mikilla bóta en betur má ef duga skal. Félagið Afstaða hefur tekið miklum breytingum i áranna rás og verkefni að sama skapi vaxið gríðarlega að umfangi. Fangelsismálastofnun er fjársvelt og eingöngu til fjármagn þar fyrir tvö og hálft stöðugildi félagsráðgjafa. Þau stöðugildi eru vel mönnuð en duga engan veginn til að sinna velferðarskyldum stjórnvalda gagnvart hinum frelsissviptu skjólstæðingum sínum. Því hefur það komið í hlut Afstöðu á árinu 2023 að sinna mörgum af þeim félagslegu verkefnum sem unnin eru í fangelsum landsins og í eftirfylgni í frelsinu. Hjá Afstöðu starfa þrír félagsráðgjafar og hafa þeir ásamt ráðgjöfum félagsins og vettvangsteymi sinnt á fyrstu 9 mánuðum ársins rúmlega 1.200 verkefnum. Sú vinna hefur verið gjaldfrjáls og án aðstoðar eða aðkomu yfirvalda. Allt það fólk sem kemur að Afstöðu starfar í sjálfboðavinnu og sparnaður ríkisins vegna aðkomu Afstöðu hleypur á ansi mörgum tugum milljóna króna. Félagsráðgjafar Afstöðu starfa allir á sínu sviði í velferðarþjónustu sveitarfélaga. Vinna þeirra með föngum bætist við þeirra aðalstarf en hefur sannarlega komið mörgum til bjargar og samfélaginu um leið. Sú staðreynd að félagsráðgjafarnir vinna á vegum Afstöðu hefur skapað mikið traust og góður árangur náðst. Árangurinn bendir til þess að reynsla félagsins og einstök þekking á áhrifum innilokunar geri það að verkum að fangar sækist eftir allri ráðgjöf sem félagið hefur upp á að bjóða, á jafningjagrundvelli og út frá gagnkvæmu trausti sem annars staðar fæst ekki. Afstaða hefur í mörg ár bent á þá vankanta fangelsiskerfisins sem fjallað hefur verið að undanförnu, hvort sem það er í skýrslum Ríkisendurskoðunar, pyntingarnefndar Evrópuráðsins(CPT), úttekt Amnesty International, Umboðsmanni barna eða í álitum Umboðsmanns Alþingis. Stjórnvöld hafa ávallt skellt skollaeyrum við ábendingum Afstöðu en það geta þau ekki lengur. Til dæmis hafa stjórnvöld loksins viðurkennt það sem Afstaða hefur endurtekið haldið fram, þ.e. að endurkomutíðni i fangelsum landsins er hátt í þrisvar sinnum hærri en fullyrt hefur verið - og það á alþjóðavettvangi! Það er staðreynd að fyrstu níu mánuði ársins veitti Afstaða um 1.200 viðtöl til fanga, aðstandenda og annarra sem leituðu til félagsins og líklegt er að sú tala fari upp í um 1.500 við lok árs. Rúmlega helmingur þeirra sem leitað hafa til Afstöðu á árinu eru karlar og tæpur helmingur konur og önnur kyn, þegar aðstandendur eru teknir með í reikninginn en yfir 90% fanga eru karlar. Afstaða skorar á stjórnvöld almennt – og ekki síst sveitarfélög landsins – að kynna sér rækilega starfssvið félagsins og læra af henni í þeirri von um að snúa við þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi. Við erum alltaf til í að koma með kynningu og fræða ykkar fagfólk með okkar sérfræðingum. Einn okkar helsti afbrotafræðingur lét hafa eftir sér fleyg orð á þá leið að engin þjóð hafi fleiri fanga en hún á skilið. Það er ljóst að einangrun, aðskilnaður og fátækt gerir ekkert okkar að betri manneskju. Gerum betur, bætum við fjármagni í fangelsismál og setjum Afstöðu á fjárlög. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar