Keflavík var mikið sterkari aðilinn allt frá fyrsta leikhluta en þar náði Keflavík að setja niður 24 stig gegn aðeins 9 frá Breiðablik.
Ekki skánaði staðan mikið fyrir gestina í öðrum leikhluta en þá náðu þeir aðeins að setja niður 7 stig gegn 18 frá Keflavík. Staðan því 42-16 í hálfleik.
Erfiðasti leikhluti leiksins hjá gestunum var síðan þriðji leikhlutinn þar sem aðeins 5 stig fóru niður gegn 24 hjá Keflavík. Staðan 66-21 fyrir síðasta leikhlutann.
Keflavík endaði síðan þjáningar gestanna í fjórða leikhluta en lokatölur voru 85-31. Stigahæstar hjá Keflavík voru Birna Benonýsdóttir og Anna Ingunn Svanssdóttir með 14 stig. Brooklyn Pannell var síðan stigahæst hjá Breiðablik með 11 stig.
Eftir leikinn er Keflavík í efsta sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Breiðablik er í níunda sætinu með 2 stig.