Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2023 í desember. Í næsta annál verður farið yfir helstu klúður ársins.
Ástföngnu dúfurnar hans Magnúsar Hlyns

Ástfangnar dúfur, einstök vinátta og krummi sem elskar pönnukökur. Hver annar en Magnús Hlynur færir okkur fréttir af hundrað ára konu sem ætlar að fagna deginum með því að detta í það og heyrnarlausri kind? Hér er farið yfir nokkur gullkorn úr jákvæðustu fréttum ársins.
Tengdar fréttir

Gróðureldar um allan heim og asahláka á allra vörum
Árið byrjaði eins og það síðasta endaði: Með mestu kuldatíð í manna minnum. Svo tók við hin margumtalaða asahláka, sem setti samfélagið á Suðvesturhorni landsins nánast á hliðina. Svo var vont veður og lægðir fram á sumar og fjöldamörg snjóflóð féllu á Austfjörðum.

Þetta eru sigurvegarar ársins
Íslendingar unnu marga frækna sigra á árinu, saman og hver í sínu lagi. Í þessum fyrsta annál fréttastofunnar fyrir árið 2023 beinum við sjónum okkar að téðum sigrum; stórum, smáum og allt þar á milli.