Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2023 11:00 Skýrsla um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi var kynnt í morgun. Vísir/Vilhelm Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Sendur var póstur á 19.331 manns og þeim beðið að taka þátt í rannsókninni. 4.480 manns samþykktu það og af þeim svöruðu 3.585 manns. Markmið könnunarinnar var að skoða fjárhagsstöðu fatlaðs fólks, stöðu þess á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, félagslega einangrun og fordóma, auk stöðu á vinnumarkaði og viðhorf til þjónustu TR. Sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Meðal þess sem kemur fram í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar er að ríflega þriðjungur fatlaðra býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort. Þannig geta tæplega sjö af hverjum tíu ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Þá metur meira en helmingur fatlaðra fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu. Mikill munur er á fjölda þeirra í hópi fatlaðs fólks sem getur mætt óvæntum útgjöldum miðað við fjöldann í hópi launafólks.Varða Þá kemur slæm fjárhagsstaða í veg fyrir að fatlað fólk geti greitt grunnþætti fyrir börn. Tæplega fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Sami fjöldi, fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir. Staða einhleypra foreldra verst Þá er fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk á öllum mælikvörðum verst. Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári. Einhleypir foreldrar hafa það töluvert verra en aðrir.Varða Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja, né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrri börn sín. Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sjö af hverjum tíu við bága andlega líðan Þá kemur fram í skýrslu ÖBÍ og Vörðu að sjö af hverjum tíu meðal fatlaðra búi við slæma andlega líðan. Hlutfallið er hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu. Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig. Það á við um 15 prósent einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun. Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri. Þá hafa ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar.Varða Kynning_á_niðurstöðum_ÖBÍPPTX2.6MBSækja skjal Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Sendur var póstur á 19.331 manns og þeim beðið að taka þátt í rannsókninni. 4.480 manns samþykktu það og af þeim svöruðu 3.585 manns. Markmið könnunarinnar var að skoða fjárhagsstöðu fatlaðs fólks, stöðu þess á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, félagslega einangrun og fordóma, auk stöðu á vinnumarkaði og viðhorf til þjónustu TR. Sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Meðal þess sem kemur fram í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar er að ríflega þriðjungur fatlaðra býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort. Þannig geta tæplega sjö af hverjum tíu ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Þá metur meira en helmingur fatlaðra fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu. Mikill munur er á fjölda þeirra í hópi fatlaðs fólks sem getur mætt óvæntum útgjöldum miðað við fjöldann í hópi launafólks.Varða Þá kemur slæm fjárhagsstaða í veg fyrir að fatlað fólk geti greitt grunnþætti fyrir börn. Tæplega fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Sami fjöldi, fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir. Staða einhleypra foreldra verst Þá er fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk á öllum mælikvörðum verst. Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári. Einhleypir foreldrar hafa það töluvert verra en aðrir.Varða Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja, né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrri börn sín. Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sjö af hverjum tíu við bága andlega líðan Þá kemur fram í skýrslu ÖBÍ og Vörðu að sjö af hverjum tíu meðal fatlaðra búi við slæma andlega líðan. Hlutfallið er hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu. Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig. Það á við um 15 prósent einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun. Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri. Þá hafa ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar.Varða Kynning_á_niðurstöðum_ÖBÍPPTX2.6MBSækja skjal
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira