Samkvæmt heimildum Vísis mun Benóný skrifa undir samning við Gautaborg í dag og verður í kjölfarið kynntur sem nýr leikmaður liðsins.
Hjá Gautaborg hittir Benóný fyrir tvo Íslendinga, þá Kolbein Þórðarson og Adam Inga Benediktsson. Liðið endaði í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili.
Benóný, sem er átján ára, gekk til liðs við KR frá Bologna þar sem hann lék með unglingaliðum félagsins.
Hann skoraði níu mörk fyrir KR í Bestu deildinni á síðasta tímabili og var markahæsti leikmaður liðsins.
Benóný hefur skorað fjögur mörk í fjórtán leikjum fyrir yngri landslið Íslands.