Staðan versni með hverri klukkustund: „Það sem ég sá er ólýsanlegt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2023 19:37 Sjúkrahús á Gasa eru yfirfull og sært fólk liggur á göngum þeirra. Hjálparsamtök segja stöðuna grafalvarlega og fara versnandi með hverri klukkustund. vísir/AP Sjúklingar fylla gólfin á spítölum Gasa og staðan versnar með hverri klukkustund að mati hjálparstofnana. Fólk geti ekki flúið í öruggt skjól á sama tíma og Ísraelsher kallar eftir umfangsmeiri rýmingum. Sláandi aðstæður blasa við á nýjum myndum frá spítala í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Sjúklingar liggja særðir á gólfinu sem er þakið blóðslettum á meðan heilbrigðisstarfsfólk reynir eftir fremsta megni að sinna þeim. Spítalinn er yfirfullur og þar að auka freista margir þess að leita skjóls við spítalann eftir að hafa flúið sprengjuregn annars staðar - og jafnvel ítrekað. Forseti Alþjóða Rauða krossins sem skoðaði spítala í borginni í gær segir ástandið óásættanlegt með öllu. „Það sem ég sá þar er alveg ólýsanlegt. Mér fannst átakanlegast að horfa upp á stórslösuð börn sem höfðu misst foreldra sína og voru ein og yfirgefin,“ sagði Mirjana Spoljaric Egger, þegar hún ræddi við fréttamenn í gær. Hafa engin tök á því að flýja Eftir að umsamið hlé á átökum rann út hafa Ísraelar aukið sókn sína á suðurhluta Gasa með það að markmiði að uppræta allar starfsstöðvar Hamas. Ísraelsher varar við hernaðaraðgerðum í og við Khan Younis; birti nýtt rýmingarkort og hvatti almenna borgara til að flýja. Ísraelsher er sagður kominn inn í „hjarta Khan Younis“ og hefur hvatt fólk til að flýja. Hjálparsamtök segja ekkert öruggt skjól bíða.vísir/AP Talsmaður UNICEF segir ástandið ástandið versna með hverri klukkustund og að fólk hafi ekki tök á því að flýja í öruggt skjól. „Svokölluð öryggissvæði eru ekki skilgreind vísindalega. Það er engin skynsemi að baki þeim og þau ganga ekki upp. Stjórnvöldum er kunnugt um þetta. Þetta er tilfinningalaust Þetta er kaldrifjað og stuðlar að tómlæti gagnvart konum og börnum á Gasa. Þetta er átakanlegt og óskiljanlegt,“ James Elder, talsmaður UNICEF. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Sláandi aðstæður blasa við á nýjum myndum frá spítala í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Sjúklingar liggja særðir á gólfinu sem er þakið blóðslettum á meðan heilbrigðisstarfsfólk reynir eftir fremsta megni að sinna þeim. Spítalinn er yfirfullur og þar að auka freista margir þess að leita skjóls við spítalann eftir að hafa flúið sprengjuregn annars staðar - og jafnvel ítrekað. Forseti Alþjóða Rauða krossins sem skoðaði spítala í borginni í gær segir ástandið óásættanlegt með öllu. „Það sem ég sá þar er alveg ólýsanlegt. Mér fannst átakanlegast að horfa upp á stórslösuð börn sem höfðu misst foreldra sína og voru ein og yfirgefin,“ sagði Mirjana Spoljaric Egger, þegar hún ræddi við fréttamenn í gær. Hafa engin tök á því að flýja Eftir að umsamið hlé á átökum rann út hafa Ísraelar aukið sókn sína á suðurhluta Gasa með það að markmiði að uppræta allar starfsstöðvar Hamas. Ísraelsher varar við hernaðaraðgerðum í og við Khan Younis; birti nýtt rýmingarkort og hvatti almenna borgara til að flýja. Ísraelsher er sagður kominn inn í „hjarta Khan Younis“ og hefur hvatt fólk til að flýja. Hjálparsamtök segja ekkert öruggt skjól bíða.vísir/AP Talsmaður UNICEF segir ástandið ástandið versna með hverri klukkustund og að fólk hafi ekki tök á því að flýja í öruggt skjól. „Svokölluð öryggissvæði eru ekki skilgreind vísindalega. Það er engin skynsemi að baki þeim og þau ganga ekki upp. Stjórnvöldum er kunnugt um þetta. Þetta er tilfinningalaust Þetta er kaldrifjað og stuðlar að tómlæti gagnvart konum og börnum á Gasa. Þetta er átakanlegt og óskiljanlegt,“ James Elder, talsmaður UNICEF.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira