Um er að ræða bjarta og mikið endurnýjaða 158 fermetra eign með sérinngangi í húsi sem var reist árið 1957.
Samkvæmt fasteignavef Vísis skiptist eignin í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og 30 fermetra bílskúr sem er innréttaður sem íbúð.

Grænir tónar og antík
Björt rými, grænir litatónar og fallegar antíkmublur í bland við nýjar gefa heimili leikkonunnar sjarmerandi yfirbragð. Í stofunni má sjá veglegt píanó og fagur bláan hægindastól sem fangar augað um leið.
Í eldhúsi er hvít L-laga innrétting með góðu skápaplássi og tvöföldum ísskáp. Opið er á milli eldhúss, stofu og borðstofu, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir til suðurs. Stofurnar eru afar bjartar með stórum gluggum og parketi á gólfi.







Bílskúrinn er innréttaður sem stúdíóíbúð með sérinngangi. Íbúðin skiptist í rúmgott alrými með eldhúsinnréttingu, parketi á gólfi, baðherbergi og gluggum á þrjá vegu.
