Hafnaði boði forsætisráðuneytisins vegna afstöðuleysis í Palestínumálum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. desember 2023 08:24 Þórdís Helgadóttir rithöfundur mun ekki lesa upp úr bók sinni á starfsmannafundi forsætisráðuneytisins. Bjartur/Vísir/Vilhelm Þórdísi Helgadóttur rithöfundi barst boð um að kynna nýútgefna bók sína Armeló á starfsmannafundi í forætisráðuneytinu næstkomandi mánudag. Hún segist hafa hafnað boðinu á grundvelli aðgerðaleysis ráðuneytisins í málefnum Palestínu. Í Facebook-færslu segir Þórdís að henni hafi borist bréf úr „húsi valdsins“ þess efnis að áhugi væri fyrir því að hún kæmi á starfsmannafund á mánudaginn næsta, kynnti bók sína og læsi úr henni. Þórdís segist hafa svarað bréfinu á þann veg að hún yrði að afþakka boðið. „Þetta eru undarlegir tímar þar sem hver dagur er nýtt áfall og maður fylgist með því þar sem verið er að myrða börn í þúsundavís – ég næ varla utan um það að ég sé einu sinni að skrifa þessi orð. Eins og svo mörg önnur upplifi ég gríðarlegan vanmátt, okkur finnst við vera að hrópa út í tómið hvern einasta dag, þar sem við biðlum til stjórnvalda að gera þó að minnsta kosti það litla sem í þeirra valdi stendur til að spyrna á móti bókstaflegu þjóðarmorði,“ segir í svari Þórdísar. Vill að allir Palestínumenn fái alþjóðlega vernd Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að margt af starfsfólki ráðuneytisins sé í sjálfu sér ekki í stöðu til að hafa áhrif. En innan veggja húss valdsins séu svo sannarlega líka þau sem fara með ákvörðunarvaldið fyrir hönd þjóðarinnar. Þá biður hún sendandann um að kom á framfæri þremur einlægum óskum hennar. „Um a) að veita öllum Palestínumönnum hér á landi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum, b) greiða fyrir tafarlausri fjölskyldusameiningu, c) fordæma þjóðarmorðið fullum fetum á alþjóðavettvangi og d) slíta stjórnmálasambandi við Ísraelsríki,“ segir jafnframt í svarinu. Ekki venjulegar kringumstæður „Þetta eru okkar börn. Það er undir okkur öllum komið að gera það sem við getum. Ég er svo sem bara átakafælinn rithöfundur úti í bæ sem vill auglýsa eigin verk sem mest og best, og undir venjulegum kringumstæðum væri auðvitað hægt að halda notalega bókmenntastund á aðventunni án þess að spyrja um pólitíska afstöðu. En kringumstæðurnar eru ekki venjulegar og ég veit yfirhöfuð ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að njóta aðventunnar. Þess vegna mun ég líka birta afrit af þessu svari á samfélagsmiðlum,“ segir loks í færslunni. Átök í Ísrael og Palestínu Bókmenntir Stjórnsýsla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Í Facebook-færslu segir Þórdís að henni hafi borist bréf úr „húsi valdsins“ þess efnis að áhugi væri fyrir því að hún kæmi á starfsmannafund á mánudaginn næsta, kynnti bók sína og læsi úr henni. Þórdís segist hafa svarað bréfinu á þann veg að hún yrði að afþakka boðið. „Þetta eru undarlegir tímar þar sem hver dagur er nýtt áfall og maður fylgist með því þar sem verið er að myrða börn í þúsundavís – ég næ varla utan um það að ég sé einu sinni að skrifa þessi orð. Eins og svo mörg önnur upplifi ég gríðarlegan vanmátt, okkur finnst við vera að hrópa út í tómið hvern einasta dag, þar sem við biðlum til stjórnvalda að gera þó að minnsta kosti það litla sem í þeirra valdi stendur til að spyrna á móti bókstaflegu þjóðarmorði,“ segir í svari Þórdísar. Vill að allir Palestínumenn fái alþjóðlega vernd Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að margt af starfsfólki ráðuneytisins sé í sjálfu sér ekki í stöðu til að hafa áhrif. En innan veggja húss valdsins séu svo sannarlega líka þau sem fara með ákvörðunarvaldið fyrir hönd þjóðarinnar. Þá biður hún sendandann um að kom á framfæri þremur einlægum óskum hennar. „Um a) að veita öllum Palestínumönnum hér á landi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum, b) greiða fyrir tafarlausri fjölskyldusameiningu, c) fordæma þjóðarmorðið fullum fetum á alþjóðavettvangi og d) slíta stjórnmálasambandi við Ísraelsríki,“ segir jafnframt í svarinu. Ekki venjulegar kringumstæður „Þetta eru okkar börn. Það er undir okkur öllum komið að gera það sem við getum. Ég er svo sem bara átakafælinn rithöfundur úti í bæ sem vill auglýsa eigin verk sem mest og best, og undir venjulegum kringumstæðum væri auðvitað hægt að halda notalega bókmenntastund á aðventunni án þess að spyrja um pólitíska afstöðu. En kringumstæðurnar eru ekki venjulegar og ég veit yfirhöfuð ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að njóta aðventunnar. Þess vegna mun ég líka birta afrit af þessu svari á samfélagsmiðlum,“ segir loks í færslunni.
Átök í Ísrael og Palestínu Bókmenntir Stjórnsýsla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira