Hafnaði boði forsætisráðuneytisins vegna afstöðuleysis í Palestínumálum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. desember 2023 08:24 Þórdís Helgadóttir rithöfundur mun ekki lesa upp úr bók sinni á starfsmannafundi forsætisráðuneytisins. Bjartur/Vísir/Vilhelm Þórdísi Helgadóttur rithöfundi barst boð um að kynna nýútgefna bók sína Armeló á starfsmannafundi í forætisráðuneytinu næstkomandi mánudag. Hún segist hafa hafnað boðinu á grundvelli aðgerðaleysis ráðuneytisins í málefnum Palestínu. Í Facebook-færslu segir Þórdís að henni hafi borist bréf úr „húsi valdsins“ þess efnis að áhugi væri fyrir því að hún kæmi á starfsmannafund á mánudaginn næsta, kynnti bók sína og læsi úr henni. Þórdís segist hafa svarað bréfinu á þann veg að hún yrði að afþakka boðið. „Þetta eru undarlegir tímar þar sem hver dagur er nýtt áfall og maður fylgist með því þar sem verið er að myrða börn í þúsundavís – ég næ varla utan um það að ég sé einu sinni að skrifa þessi orð. Eins og svo mörg önnur upplifi ég gríðarlegan vanmátt, okkur finnst við vera að hrópa út í tómið hvern einasta dag, þar sem við biðlum til stjórnvalda að gera þó að minnsta kosti það litla sem í þeirra valdi stendur til að spyrna á móti bókstaflegu þjóðarmorði,“ segir í svari Þórdísar. Vill að allir Palestínumenn fái alþjóðlega vernd Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að margt af starfsfólki ráðuneytisins sé í sjálfu sér ekki í stöðu til að hafa áhrif. En innan veggja húss valdsins séu svo sannarlega líka þau sem fara með ákvörðunarvaldið fyrir hönd þjóðarinnar. Þá biður hún sendandann um að kom á framfæri þremur einlægum óskum hennar. „Um a) að veita öllum Palestínumönnum hér á landi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum, b) greiða fyrir tafarlausri fjölskyldusameiningu, c) fordæma þjóðarmorðið fullum fetum á alþjóðavettvangi og d) slíta stjórnmálasambandi við Ísraelsríki,“ segir jafnframt í svarinu. Ekki venjulegar kringumstæður „Þetta eru okkar börn. Það er undir okkur öllum komið að gera það sem við getum. Ég er svo sem bara átakafælinn rithöfundur úti í bæ sem vill auglýsa eigin verk sem mest og best, og undir venjulegum kringumstæðum væri auðvitað hægt að halda notalega bókmenntastund á aðventunni án þess að spyrja um pólitíska afstöðu. En kringumstæðurnar eru ekki venjulegar og ég veit yfirhöfuð ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að njóta aðventunnar. Þess vegna mun ég líka birta afrit af þessu svari á samfélagsmiðlum,“ segir loks í færslunni. Átök í Ísrael og Palestínu Bókmenntir Stjórnsýsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Í Facebook-færslu segir Þórdís að henni hafi borist bréf úr „húsi valdsins“ þess efnis að áhugi væri fyrir því að hún kæmi á starfsmannafund á mánudaginn næsta, kynnti bók sína og læsi úr henni. Þórdís segist hafa svarað bréfinu á þann veg að hún yrði að afþakka boðið. „Þetta eru undarlegir tímar þar sem hver dagur er nýtt áfall og maður fylgist með því þar sem verið er að myrða börn í þúsundavís – ég næ varla utan um það að ég sé einu sinni að skrifa þessi orð. Eins og svo mörg önnur upplifi ég gríðarlegan vanmátt, okkur finnst við vera að hrópa út í tómið hvern einasta dag, þar sem við biðlum til stjórnvalda að gera þó að minnsta kosti það litla sem í þeirra valdi stendur til að spyrna á móti bókstaflegu þjóðarmorði,“ segir í svari Þórdísar. Vill að allir Palestínumenn fái alþjóðlega vernd Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að margt af starfsfólki ráðuneytisins sé í sjálfu sér ekki í stöðu til að hafa áhrif. En innan veggja húss valdsins séu svo sannarlega líka þau sem fara með ákvörðunarvaldið fyrir hönd þjóðarinnar. Þá biður hún sendandann um að kom á framfæri þremur einlægum óskum hennar. „Um a) að veita öllum Palestínumönnum hér á landi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum, b) greiða fyrir tafarlausri fjölskyldusameiningu, c) fordæma þjóðarmorðið fullum fetum á alþjóðavettvangi og d) slíta stjórnmálasambandi við Ísraelsríki,“ segir jafnframt í svarinu. Ekki venjulegar kringumstæður „Þetta eru okkar börn. Það er undir okkur öllum komið að gera það sem við getum. Ég er svo sem bara átakafælinn rithöfundur úti í bæ sem vill auglýsa eigin verk sem mest og best, og undir venjulegum kringumstæðum væri auðvitað hægt að halda notalega bókmenntastund á aðventunni án þess að spyrja um pólitíska afstöðu. En kringumstæðurnar eru ekki venjulegar og ég veit yfirhöfuð ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að njóta aðventunnar. Þess vegna mun ég líka birta afrit af þessu svari á samfélagsmiðlum,“ segir loks í færslunni.
Átök í Ísrael og Palestínu Bókmenntir Stjórnsýsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira