Myndbandið sýnir hermann klifra upp úr skotgröf með hendur upp í loft og leggjast síðan á jörðina. Annar hermaður fylgir svo fordæmi hans. Rússnesku hermennirnir hófu þá skothríð og þar lýkur myndbandinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu saksóknaraembættisins. Varnamálaráðuneyti Rússlands hefur ekki tjáð sig um málið.
Athugið að myndbandið kunni að vekja óhug.
Russian soldiers shot two unarmed Ukrainian POWs that surrendered near Stepove. The Ukrainian soldiers were reportedly left without ammunition and had to surrender, once the second soldier came out, they decided to shoot them both.
— NOELREPORTS (@NOELreports) December 2, 2023
Never forget what Ukraine is fighting against. pic.twitter.com/x53IuF6sSY
Dmítro Lúbinets, umboðsmaður mannréttinda úkraínska þingsins, tjáði sig um myndbandið á samfélagsmiðlinum Telegram seint í gær.
„Í dag birtist myndband á netið sem sýnir aftöku úkraínskra hermanna sem gáfust upp fyrir rússneskum hermönnum. Þetta er enn annað brotið á Genfarsáttmálanum og vanvirðing í garð alþjóðlegra mannréttindalaga,“ segir Dmítro.
„Aftaka þeirra sem gefast upp er stríðsglæpur!“ bætir hann við.
Samkvæmt ríkissaksóknara þar í landi átti atvikið sér stað í Pokrovsk-héraði í Dónetsk-sýslu þar sem mikil átök hafa verið undanfarnar vikur.