„Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 1. desember 2023 11:25 Ragnheiður segir að íslensk stjórnvöld verði að bregðast við. Vísir/Ívar Fannar Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum . Lögmaður hennar kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. „Síðustu fóru klukkan hálfátta þegar við sáum að það var búið að loka hliðinu að fluginu til Osló. Bara til að vera alveg viss,“ segir húm og að hugur hafi verið í fólki. „Við trúum á málstaðinn og erum tilbúin til að ganga ansi langt til að styðja hana, og börnin, að það verði hlustað á þau og þau fái að velja. Og að Barnasáttmálinn sé virtur,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur það ágætt miðað við aðstæður. Hún finnur fyrir miklum meðbyr og er dálítið brött núna sem hún hefur ekki verið,“ segir Ragnheiður en hún hitti Eddu inni í fangelsinu á Hólmsheiði fyrir stuttu. Hún segir ákvörðunina um að fljúga með hana í nótt hafa verið mikið sjokk. Henni hafi verið tilkynnt í gærkvöldi af starfsfólki fangelsisins að fljúga ætti með hana til Noregs og að hún fengi ekki að tala við neinn áður. Edda hafi strax mótmælt því og krafist þess að fá að tala við lögmann sinn. „Við höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna. Við ætlum að berjast fyrir því að hún fái venjulega meðferð eins og fólk í hennar stöðu,“ segir Ragnheiður og að það sé í boði að setja á hana til dæmis ökklaband eða hafa hana áfram í farbanni. „Það er alger óþarfi að manneskja eins og hún, sem ekki hefur framkvæmt ofbeldisverk eða neitt slíkt, að hún þurfi að vera í gæsluvarðhaldi í sex vikur eða lengi,“ segir Ragnheiður en óvíst er hvenær þingfesting, fyrirtaka og aðalmeðferð fer fram í máli Eddu Bjarkar. Hafi aldrei ætlað að flýja Ragnheiður segir það aldrei hafa komið til greina hjá Eddu að flýja. Hún hafi alltaf ætlað að mæta. Hennar tilgangur sé að halda fjölskyldunni saman og það sé ólíklegt miðað við það að hún flýi úr landi. „Hún vill vinna að því að börnin hennar fái að vera hér áfram og hún líka.“ Ragnheiður segir syni hennar þrjá, sem málið snýst um, í öruggum höndum. Dætur hennar tvær sé hjá stjúppabba sínum og að eldri synir hennar, sem séu á fullorðinsaldri, séu heima hjá sér. „Þetta er rosalegt áfall. Að foreldrar barna séu settir í fangelsi er rosalegt áfall,“ segir Ragnheiður um líðan barnanna. Hún segir áríðandi að íslensk stjórnvöld bregðist við í þessu máli. Fjölskyldumál Lögreglumál Noregur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum . Lögmaður hennar kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. „Síðustu fóru klukkan hálfátta þegar við sáum að það var búið að loka hliðinu að fluginu til Osló. Bara til að vera alveg viss,“ segir húm og að hugur hafi verið í fólki. „Við trúum á málstaðinn og erum tilbúin til að ganga ansi langt til að styðja hana, og börnin, að það verði hlustað á þau og þau fái að velja. Og að Barnasáttmálinn sé virtur,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur það ágætt miðað við aðstæður. Hún finnur fyrir miklum meðbyr og er dálítið brött núna sem hún hefur ekki verið,“ segir Ragnheiður en hún hitti Eddu inni í fangelsinu á Hólmsheiði fyrir stuttu. Hún segir ákvörðunina um að fljúga með hana í nótt hafa verið mikið sjokk. Henni hafi verið tilkynnt í gærkvöldi af starfsfólki fangelsisins að fljúga ætti með hana til Noregs og að hún fengi ekki að tala við neinn áður. Edda hafi strax mótmælt því og krafist þess að fá að tala við lögmann sinn. „Við höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna. Við ætlum að berjast fyrir því að hún fái venjulega meðferð eins og fólk í hennar stöðu,“ segir Ragnheiður og að það sé í boði að setja á hana til dæmis ökklaband eða hafa hana áfram í farbanni. „Það er alger óþarfi að manneskja eins og hún, sem ekki hefur framkvæmt ofbeldisverk eða neitt slíkt, að hún þurfi að vera í gæsluvarðhaldi í sex vikur eða lengi,“ segir Ragnheiður en óvíst er hvenær þingfesting, fyrirtaka og aðalmeðferð fer fram í máli Eddu Bjarkar. Hafi aldrei ætlað að flýja Ragnheiður segir það aldrei hafa komið til greina hjá Eddu að flýja. Hún hafi alltaf ætlað að mæta. Hennar tilgangur sé að halda fjölskyldunni saman og það sé ólíklegt miðað við það að hún flýi úr landi. „Hún vill vinna að því að börnin hennar fái að vera hér áfram og hún líka.“ Ragnheiður segir syni hennar þrjá, sem málið snýst um, í öruggum höndum. Dætur hennar tvær sé hjá stjúppabba sínum og að eldri synir hennar, sem séu á fullorðinsaldri, séu heima hjá sér. „Þetta er rosalegt áfall. Að foreldrar barna séu settir í fangelsi er rosalegt áfall,“ segir Ragnheiður um líðan barnanna. Hún segir áríðandi að íslensk stjórnvöld bregðist við í þessu máli.
Fjölskyldumál Lögreglumál Noregur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira