„Vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:44 Ívar lét dómarana heyra það eftir leik Vísir/Hulda Margrét Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ómyrkur í máli í garð dómaranna eftir tap hans manna í Keflavík, 100-86. Alls voru dæmdar 25 villur á Blika í kvöld en aðeins tólf á heimamenn og þeir voru villulausir í fjórða leikhluta þar til í blálokin. Blikar voru nokkuð sprækir framan af leik og leiddu í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér undir lokin þrátt fyrir að gefast aldrei upp. „Okkur vantaði held ég bara Everage í lokin. Okkur vantaði svona smá sóknarógn í lokin. Það var eiginlega bara munurinn. Plús það að við fáum hvað 26-7 villur en þeir tólf. Þeir voru ekki komnir með eina villu þegar það var ein og hálf mínúta eftir að fjórða leikhluta, þá var ekki búið að dæma eina villu á Keflavík. Það er margt sem ég skil ekki en þetta var ótrúlegt.“ Þessi skakka tölfræði í villunum vakti einnig athygli blaðamanns sem og sú staðreynd að heimamenn vældu nær látlaust í dómurnum yfir því að fá fleiri villur dæmdar á gestina. Ívar sagði að það væri einföld skýring á pirringi Keflvíkinga, þeir væru bara of góðu vanir á heimavelli. „Þeir eru vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík. Ég vildi að dómaranir kæmu í Smárann og dæmdu svona eins og þeir dæma hér. Ef þeir dæma villurnar öðru megin þá verða þeir að dæma þær hinumegin líka. Þetta er alveg galið! Ég held að þetta sé sama dómaratríó og var að klúðra síðasta leik hjá Álftanesi, þetta er ekki boðlegt.“ Eftir að hafa látið gamminn geysa um dómgæsluna róaðist Ívar þó fljótt og viðurkenndi að dómgæslan hefði sennilega ekki kostað þá sigurinn þegar öllu var á botninn hvolft. „En við erum ekki að tapa þar endilega en það hefði kannski hjálpað okkur að fá eina tvær villur. Okkur vantaði bara smá sóknarógn í fjórða leikhluta, við vorum að ströggla aðeins í sókninni. Eiginlega allan leikinn vorum við búnir að spila mjög vel saman þar sem við fengum þá til að fara úr sínum varnarstöðum en svo kemur kannski aðeins þreyta í lokin og þá vantar okkur kannski aðeins smá gæði þar.“ Herslumuninn skorti „Með örlítið betri leik hér í fjórða leikhluta hefðum við getað gert eitthvað en því miður. Heilt yfir stoltur af strákunum og mér finnst þeir vera í mikilli framför. Við erum að spila fullt af íslenskum strákum í kvöld á móti atvinnumannaliði. Þetta er nokkurn veginn atvinnumannadeild svo að ég get ekki verið að afsaka mig með því. Við vissum í hvað við vorum að fara og ég er ánægður með okkar framfarir og vona að við stígum næsta skref. Ég tel að við séum á góðri vegferð. Við eigum Val næst og ég held að við „mötsum“ ágætlega upp á móti þeim. Við þurfum bara að koma grimmir í þann leik.“ Blikar lönduðu sínum fyrsta sigri í síðstu umferð og Ívar tók undir greiningu blaðamanns sem sagði að það væri allt annar bragur á liðinu en í upphafi móts. „Við erum líka búnir að vera í meiðslum. Ég er ekki búinn að vera í einum leik í vetur með fullt lið. Við vorum með Árna og Snorra út í byrjun, svo missum við Everage sem var búinn að vera meiddur líka í byrjun. Everage kemur örugglega inn í næsta leik og hann mun pottþétt hjálpa okkur gríðarlega mikið.“ Ívar lauk viðtalinu á að stappa stálinu í sína menn og sagði að þeir færu í alla leiki til að vinna, þar á meðal þennan þó það hafi ekki gengið eftir að þessu sinni. „Þannig að ég er bara spenntur að sjá hvernig við verðum með fullt lið. Við þurfum náttúrulega bara að fara að vinna fleiri leiki. Við ætluðum okkur sigur hér, það er engin launung að við ætluðum okkur að koma hér og vinna. Ég geri þá kröfu að við förum hvert sem er og við ætlum að vinna og við ætlum að vinna á fimmtudaginn líka.“ Körfubolti Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Blikar voru nokkuð sprækir framan af leik og leiddu í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér undir lokin þrátt fyrir að gefast aldrei upp. „Okkur vantaði held ég bara Everage í lokin. Okkur vantaði svona smá sóknarógn í lokin. Það var eiginlega bara munurinn. Plús það að við fáum hvað 26-7 villur en þeir tólf. Þeir voru ekki komnir með eina villu þegar það var ein og hálf mínúta eftir að fjórða leikhluta, þá var ekki búið að dæma eina villu á Keflavík. Það er margt sem ég skil ekki en þetta var ótrúlegt.“ Þessi skakka tölfræði í villunum vakti einnig athygli blaðamanns sem og sú staðreynd að heimamenn vældu nær látlaust í dómurnum yfir því að fá fleiri villur dæmdar á gestina. Ívar sagði að það væri einföld skýring á pirringi Keflvíkinga, þeir væru bara of góðu vanir á heimavelli. „Þeir eru vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík. Ég vildi að dómaranir kæmu í Smárann og dæmdu svona eins og þeir dæma hér. Ef þeir dæma villurnar öðru megin þá verða þeir að dæma þær hinumegin líka. Þetta er alveg galið! Ég held að þetta sé sama dómaratríó og var að klúðra síðasta leik hjá Álftanesi, þetta er ekki boðlegt.“ Eftir að hafa látið gamminn geysa um dómgæsluna róaðist Ívar þó fljótt og viðurkenndi að dómgæslan hefði sennilega ekki kostað þá sigurinn þegar öllu var á botninn hvolft. „En við erum ekki að tapa þar endilega en það hefði kannski hjálpað okkur að fá eina tvær villur. Okkur vantaði bara smá sóknarógn í fjórða leikhluta, við vorum að ströggla aðeins í sókninni. Eiginlega allan leikinn vorum við búnir að spila mjög vel saman þar sem við fengum þá til að fara úr sínum varnarstöðum en svo kemur kannski aðeins þreyta í lokin og þá vantar okkur kannski aðeins smá gæði þar.“ Herslumuninn skorti „Með örlítið betri leik hér í fjórða leikhluta hefðum við getað gert eitthvað en því miður. Heilt yfir stoltur af strákunum og mér finnst þeir vera í mikilli framför. Við erum að spila fullt af íslenskum strákum í kvöld á móti atvinnumannaliði. Þetta er nokkurn veginn atvinnumannadeild svo að ég get ekki verið að afsaka mig með því. Við vissum í hvað við vorum að fara og ég er ánægður með okkar framfarir og vona að við stígum næsta skref. Ég tel að við séum á góðri vegferð. Við eigum Val næst og ég held að við „mötsum“ ágætlega upp á móti þeim. Við þurfum bara að koma grimmir í þann leik.“ Blikar lönduðu sínum fyrsta sigri í síðstu umferð og Ívar tók undir greiningu blaðamanns sem sagði að það væri allt annar bragur á liðinu en í upphafi móts. „Við erum líka búnir að vera í meiðslum. Ég er ekki búinn að vera í einum leik í vetur með fullt lið. Við vorum með Árna og Snorra út í byrjun, svo missum við Everage sem var búinn að vera meiddur líka í byrjun. Everage kemur örugglega inn í næsta leik og hann mun pottþétt hjálpa okkur gríðarlega mikið.“ Ívar lauk viðtalinu á að stappa stálinu í sína menn og sagði að þeir færu í alla leiki til að vinna, þar á meðal þennan þó það hafi ekki gengið eftir að þessu sinni. „Þannig að ég er bara spenntur að sjá hvernig við verðum með fullt lið. Við þurfum náttúrulega bara að fara að vinna fleiri leiki. Við ætluðum okkur sigur hér, það er engin launung að við ætluðum okkur að koma hér og vinna. Ég geri þá kröfu að við förum hvert sem er og við ætlum að vinna og við ætlum að vinna á fimmtudaginn líka.“
Körfubolti Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira