Robbie Keane rauk úr viðtali eftir leikinn gegn Breiðablik Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2023 17:17 Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv, á hliðarlínunni í leik dagsins. vísir / anton brink Maccabi Tel Aviv sótti 2-1 sigur gegn Breiðablik í 5. umferð riðlakeppni Sambands-deildarinnar. Írska knattspyrnugoðsögnin Robbie Keane þjálfar liðið og gaf sig til tals við undirritaðan strax að leik loknum en rauk út þegar talið barst að ísraelska fánanum sem leikmaður liðsins flaggaði við fögnuð opnunarmarksins. Þrátt fyrir tap hafði Breiðablik yfirhöndina lengst af í leiknum en mörkin stóðu á sér, klaufaleg mistök í öftustu línu leiddu svo til tveggja marka frá gestunum sem dugði þeim til sigurs. „Sannfærandi sigur. Maður þarf að vinna leikinn, frammistaðan var fín á köflum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, gott lið með mikla breidd og þeir veita öllum samkeppni. Það hefur líka margt gengið á þannig að ég gef leikmönnum hrós fyrir. Mér fannst við sannarlega eiga sigurinn skilið.“ Eins og Robbie sagði gekk margt á í aðdraganda leiks og á meðan honum stóð. UEFA tók á þriðjudag þá ákvörðun að leikurinn yrði spilaður kl. 13:00 á Kópavogsvelli í stað 20:00 á Laugardalsvelli eins og upphaflega stóð til. „Það líkar engum við að spila á gervigrasi, sem leikmaður viltu auðvitað vera á grasi en ákvörðunin var tekin, við kvörtum ekki og ég sagði leikmönnum bara að halda áfram að spila sinn leik og sækja úrslit. Ég er mjög ánægður með liðið og viðhorfið, þetta hafði engin áhrif á okkur.“ Fjöldi fólks kom svo saman til mótmæla fyrir utan Kópavogsvöll, palestínskum fánum var flaggað og stuðningssöngva fyrir frjálsa Palestínu mátti heyra allan leikinn. Þegar Maccabi Tel Aviv skoraði fyrsta mark leiksins ákvað Dan Biton, með aðstoð þjálfarateymisins, að flagga ísraelska fánanum að mótmælendum og stuðningsmönnum Breiðabliks. Biton fékk svo að líta gult spjald eftir atvikið. Klippa: Robbie Keane eftir Blikaleikinn Breiðablik hefur haft það í hávegum að halda pólitíkinni utan vallarins og tóku enga afstöðu í málinu fyrir leik eða á meðan honum stóð. Blaðamaður spurði því Robbie Keane hvers vegna leikmaður og þjálfari liðsins hafi ákveðið að færa pólitíkina inn á völlinn. „Þú getur talað við leikmanninn. Þetta var leikmaðurinn“ greip Keane þá inn í áður en blaðamaður gat klárað spurninguna. Fagnið umrædda.Vísir/Anton Brink Blaðamaður benti þá á að sem þjálfari liðsins væri hann í forsvari fyrir það sem gerist á meðan leik stendur og að það hafi verið meðlimur í þjálfarateymi hans sem rétti Biton fánann. „Þú verður bara að tala við leikmanninn og félagið um þetta mál. Ég get hinsvegar sagt að það eru allskyns hlutir utan vallar, en sem atvinnumenn er einbeitingin okkar á leiknum. Takk“ sagði Robbie og rauk burt áður en blaðamaður kom fleiri spurningum að. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Sambandsdeild Evrópu Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Tengdar fréttir Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27 Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Þrátt fyrir tap hafði Breiðablik yfirhöndina lengst af í leiknum en mörkin stóðu á sér, klaufaleg mistök í öftustu línu leiddu svo til tveggja marka frá gestunum sem dugði þeim til sigurs. „Sannfærandi sigur. Maður þarf að vinna leikinn, frammistaðan var fín á köflum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, gott lið með mikla breidd og þeir veita öllum samkeppni. Það hefur líka margt gengið á þannig að ég gef leikmönnum hrós fyrir. Mér fannst við sannarlega eiga sigurinn skilið.“ Eins og Robbie sagði gekk margt á í aðdraganda leiks og á meðan honum stóð. UEFA tók á þriðjudag þá ákvörðun að leikurinn yrði spilaður kl. 13:00 á Kópavogsvelli í stað 20:00 á Laugardalsvelli eins og upphaflega stóð til. „Það líkar engum við að spila á gervigrasi, sem leikmaður viltu auðvitað vera á grasi en ákvörðunin var tekin, við kvörtum ekki og ég sagði leikmönnum bara að halda áfram að spila sinn leik og sækja úrslit. Ég er mjög ánægður með liðið og viðhorfið, þetta hafði engin áhrif á okkur.“ Fjöldi fólks kom svo saman til mótmæla fyrir utan Kópavogsvöll, palestínskum fánum var flaggað og stuðningssöngva fyrir frjálsa Palestínu mátti heyra allan leikinn. Þegar Maccabi Tel Aviv skoraði fyrsta mark leiksins ákvað Dan Biton, með aðstoð þjálfarateymisins, að flagga ísraelska fánanum að mótmælendum og stuðningsmönnum Breiðabliks. Biton fékk svo að líta gult spjald eftir atvikið. Klippa: Robbie Keane eftir Blikaleikinn Breiðablik hefur haft það í hávegum að halda pólitíkinni utan vallarins og tóku enga afstöðu í málinu fyrir leik eða á meðan honum stóð. Blaðamaður spurði því Robbie Keane hvers vegna leikmaður og þjálfari liðsins hafi ákveðið að færa pólitíkina inn á völlinn. „Þú getur talað við leikmanninn. Þetta var leikmaðurinn“ greip Keane þá inn í áður en blaðamaður gat klárað spurninguna. Fagnið umrædda.Vísir/Anton Brink Blaðamaður benti þá á að sem þjálfari liðsins væri hann í forsvari fyrir það sem gerist á meðan leik stendur og að það hafi verið meðlimur í þjálfarateymi hans sem rétti Biton fánann. „Þú verður bara að tala við leikmanninn og félagið um þetta mál. Ég get hinsvegar sagt að það eru allskyns hlutir utan vallar, en sem atvinnumenn er einbeitingin okkar á leiknum. Takk“ sagði Robbie og rauk burt áður en blaðamaður kom fleiri spurningum að. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Tengdar fréttir Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27 Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27
Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25