Búast við talsverðum greiðslum á næstu vikum vegna nýrra samstarfsamninga
![Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech, segir að búið sé að nýta tímann vel til að bregðast við þeim athugasemdum sem voru gerðar eftir síðustu úttekt FDA í mars og félagið sé því á „góðum stað“ til að fá samþykkt markaðsleyfi í kjölfar heimsóknar eftirlitsins nú í janúar næstkomandi.](https://www.visir.is/i/AB8F33BBDBCC81A8B09573CC5B07655FE4FC6439C9FA06500E435A5F8C6D1ACA_713x0.jpg)
Stjórnendur Alvotech, sem sá lausafé sitt minnka um meira en 110 milljónir dala á þriðja fjórðungi samhliða miklum fjárfestingum, segjast vera í viðræðum við lyfjafyrirtæki um samstarfssamning vegna líftæknilyfjahliðstæðna í þróun hjá félaginu sem geti skilað sér í talsverðum greiðslum undir lok árs. Dræmar sölutekjur ollu vonbrigðum en Alvotech fullyrðir að þær muni taka við sér á yfirstandandi ársfjórðungi þegar lyfin eru hlutfallslega seld meira á mörkuðum þar sem verðlagningin á þeim er hærri.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/AB8F33BBDBCC81A8B09573CC5B07655FE4FC6439C9FA06500E435A5F8C6D1ACA_308x200.jpg)
Alvotech með nýja umsókn til FDA um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta lyf
Verulegur samdráttur varð í sölutekjum Alvotech á öðrum fjórðungi ársins, sem námu um sjö milljónum Bandaríkjadala, borið saman við tekjur fyrsta ársfjórðungs en íslenska líftæknilyfjafélagið hætti meðal annars samstarfi sínu við STADA á tímabilinu. Alvotech hefur skilað inn endurnýjaðri umsókn til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta hliðstæðulyf sem það væntir að verði komið á markað vestanhafs í ársbyrjun 2024.
![](https://www.visir.is/i/AFEFE19886AEA337ED0C4815525B68CFBF725247F32F6521101AE5D27D363E57_308x200.jpg)
„Alveg klárt“ að Aztiq hefur fjárhagsstyrk og vilja til að styðja við Alvotech
Of snemmt er slá því föstu hvort Alvotech þurfi yfir höfuð að sækja sér viðbótar fjármagn á þessu ári til að styðja við reksturinn, að sögn forstjóra og aðaleigenda félagsins. Í ítarlegu viðtali við Innherja segir hann að ef ráðist verður í „mjög lítið“ hlutafjárútboð vegna mögulegrar seinkunar á því að komast inn á Bandaríkjamarkað þurfi enginn að „velkjast í vafa“ um getu Aztiq, fjárfestingafélags Róberts Wessman, til að leggja til þá fjármuni sem þar þyrfti. FDA hefur fallist á að eiga fund með Alvotech eftir ríflega tvær vikur til að fara yfir svör félagsins við þeim athugasemdum eftirlitið gerði við framleiðsluaðstöðu þess.