Lítill hluti stjórnarmála kominn fram á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2023 20:01 Ríkisstjórnin ætlar sér að koma miklu í verk á næst síðasta vetri kjörtímabilsins og boðaði að hún myndi leggja fram 212 mál á þessum vetri. Hingað til hafa aðeins 35 stjórnarfrumvörp verið lögð fram á Alþingi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt hvað fá mál af málaskrá ríkisstjórnarinnar eru komin fram á Alþingi þegar óðum styttist í jólaleyfi þingmanna, eða 35 frumvörp. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður væri tilhneigingin stundum að leggja mál fram rétt áður en frestur til þess renni út, sem væri í þessari viku. Ríkisstjórn boðar í þingmálaskrá sinni að leggja fram 212 frumvörp á þessum vetri. Um eða yfir hundrað þeirra voru boðuð á haustþingi. Stutt er eftir af þingstörfum fram að jólum. „Það er nokkuð sem ég hef bent á að þingmálaskrár eiga það til að vera heldur bjartsýnar fyrir hönd ráðherra. Þannig að vissulega er það rétt að það eru ekki öll mál komin fram sem áætluð voru á þingmálaskrá,“ segir Katrín. Eru þínir ráðherrar seinir að afgreiða frá sér jafnvel mikilvæg mál. Mál sem ríkisstjórnin hefur talið að væri mikilvægt að kæmu fram? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður sé tilhneigingin oft sú að leggja mál fram á síðustu stundu áður en frestur til þess renni út.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað fullt af mikilvægum málum komin inn í þingið. Sjálf er ég hins vegar ekki komin með öll þau mál sem ég ætlaði að vera komin fram með. Þá hafa einhver atriði komið upp á sem þarf að skoða betur. Ég vonast til að þetta fari allt að taka við sér núna,“ segir forsætisráðherra. Önnur og mikilvægasta umræða um fjárlagafrumvarpið átti að hefjast á þriðjudag í síðustu viku og er ekki á dagskrá Alþingis í þessari viku. „Ríkisstjórnin er fyrir all löngu búin að afgreiða sínar tillögur fyrir aðra umræðu. En mér skilst að forseti þingsins ætli sér að setja á þessa umræðu í næstu viku. Auðvitað á síðan eftir, áður en málinu er lokað, það er að segja í þriðju umræðu, að taka sérstaklega til skoðunar það sem varðar fjárútlát vegna jarðhræringa í Grindavík og hvernig við höldum á þeim málum. Þetta er bara eins og þetta er. Þetta þarf kannski ekki endilega að koma mikið á óvart heldur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Rætt var við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið má sjá í lok fréttarinnar í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44 Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið. 27. október 2023 13:59 Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14 Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Ríkisstjórn boðar í þingmálaskrá sinni að leggja fram 212 frumvörp á þessum vetri. Um eða yfir hundrað þeirra voru boðuð á haustþingi. Stutt er eftir af þingstörfum fram að jólum. „Það er nokkuð sem ég hef bent á að þingmálaskrár eiga það til að vera heldur bjartsýnar fyrir hönd ráðherra. Þannig að vissulega er það rétt að það eru ekki öll mál komin fram sem áætluð voru á þingmálaskrá,“ segir Katrín. Eru þínir ráðherrar seinir að afgreiða frá sér jafnvel mikilvæg mál. Mál sem ríkisstjórnin hefur talið að væri mikilvægt að kæmu fram? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður sé tilhneigingin oft sú að leggja mál fram á síðustu stundu áður en frestur til þess renni út.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað fullt af mikilvægum málum komin inn í þingið. Sjálf er ég hins vegar ekki komin með öll þau mál sem ég ætlaði að vera komin fram með. Þá hafa einhver atriði komið upp á sem þarf að skoða betur. Ég vonast til að þetta fari allt að taka við sér núna,“ segir forsætisráðherra. Önnur og mikilvægasta umræða um fjárlagafrumvarpið átti að hefjast á þriðjudag í síðustu viku og er ekki á dagskrá Alþingis í þessari viku. „Ríkisstjórnin er fyrir all löngu búin að afgreiða sínar tillögur fyrir aðra umræðu. En mér skilst að forseti þingsins ætli sér að setja á þessa umræðu í næstu viku. Auðvitað á síðan eftir, áður en málinu er lokað, það er að segja í þriðju umræðu, að taka sérstaklega til skoðunar það sem varðar fjárútlát vegna jarðhræringa í Grindavík og hvernig við höldum á þeim málum. Þetta er bara eins og þetta er. Þetta þarf kannski ekki endilega að koma mikið á óvart heldur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Rætt var við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið má sjá í lok fréttarinnar í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44 Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið. 27. október 2023 13:59 Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14 Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44
Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið. 27. október 2023 13:59
Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14
Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23. nóvember 2023 22:30