Lítill hluti stjórnarmála kominn fram á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2023 20:01 Ríkisstjórnin ætlar sér að koma miklu í verk á næst síðasta vetri kjörtímabilsins og boðaði að hún myndi leggja fram 212 mál á þessum vetri. Hingað til hafa aðeins 35 stjórnarfrumvörp verið lögð fram á Alþingi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt hvað fá mál af málaskrá ríkisstjórnarinnar eru komin fram á Alþingi þegar óðum styttist í jólaleyfi þingmanna, eða 35 frumvörp. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður væri tilhneigingin stundum að leggja mál fram rétt áður en frestur til þess renni út, sem væri í þessari viku. Ríkisstjórn boðar í þingmálaskrá sinni að leggja fram 212 frumvörp á þessum vetri. Um eða yfir hundrað þeirra voru boðuð á haustþingi. Stutt er eftir af þingstörfum fram að jólum. „Það er nokkuð sem ég hef bent á að þingmálaskrár eiga það til að vera heldur bjartsýnar fyrir hönd ráðherra. Þannig að vissulega er það rétt að það eru ekki öll mál komin fram sem áætluð voru á þingmálaskrá,“ segir Katrín. Eru þínir ráðherrar seinir að afgreiða frá sér jafnvel mikilvæg mál. Mál sem ríkisstjórnin hefur talið að væri mikilvægt að kæmu fram? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður sé tilhneigingin oft sú að leggja mál fram á síðustu stundu áður en frestur til þess renni út.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað fullt af mikilvægum málum komin inn í þingið. Sjálf er ég hins vegar ekki komin með öll þau mál sem ég ætlaði að vera komin fram með. Þá hafa einhver atriði komið upp á sem þarf að skoða betur. Ég vonast til að þetta fari allt að taka við sér núna,“ segir forsætisráðherra. Önnur og mikilvægasta umræða um fjárlagafrumvarpið átti að hefjast á þriðjudag í síðustu viku og er ekki á dagskrá Alþingis í þessari viku. „Ríkisstjórnin er fyrir all löngu búin að afgreiða sínar tillögur fyrir aðra umræðu. En mér skilst að forseti þingsins ætli sér að setja á þessa umræðu í næstu viku. Auðvitað á síðan eftir, áður en málinu er lokað, það er að segja í þriðju umræðu, að taka sérstaklega til skoðunar það sem varðar fjárútlát vegna jarðhræringa í Grindavík og hvernig við höldum á þeim málum. Þetta er bara eins og þetta er. Þetta þarf kannski ekki endilega að koma mikið á óvart heldur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Rætt var við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið má sjá í lok fréttarinnar í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44 Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið. 27. október 2023 13:59 Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14 Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Ríkisstjórn boðar í þingmálaskrá sinni að leggja fram 212 frumvörp á þessum vetri. Um eða yfir hundrað þeirra voru boðuð á haustþingi. Stutt er eftir af þingstörfum fram að jólum. „Það er nokkuð sem ég hef bent á að þingmálaskrár eiga það til að vera heldur bjartsýnar fyrir hönd ráðherra. Þannig að vissulega er það rétt að það eru ekki öll mál komin fram sem áætluð voru á þingmálaskrá,“ segir Katrín. Eru þínir ráðherrar seinir að afgreiða frá sér jafnvel mikilvæg mál. Mál sem ríkisstjórnin hefur talið að væri mikilvægt að kæmu fram? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður sé tilhneigingin oft sú að leggja mál fram á síðustu stundu áður en frestur til þess renni út.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað fullt af mikilvægum málum komin inn í þingið. Sjálf er ég hins vegar ekki komin með öll þau mál sem ég ætlaði að vera komin fram með. Þá hafa einhver atriði komið upp á sem þarf að skoða betur. Ég vonast til að þetta fari allt að taka við sér núna,“ segir forsætisráðherra. Önnur og mikilvægasta umræða um fjárlagafrumvarpið átti að hefjast á þriðjudag í síðustu viku og er ekki á dagskrá Alþingis í þessari viku. „Ríkisstjórnin er fyrir all löngu búin að afgreiða sínar tillögur fyrir aðra umræðu. En mér skilst að forseti þingsins ætli sér að setja á þessa umræðu í næstu viku. Auðvitað á síðan eftir, áður en málinu er lokað, það er að segja í þriðju umræðu, að taka sérstaklega til skoðunar það sem varðar fjárútlát vegna jarðhræringa í Grindavík og hvernig við höldum á þeim málum. Þetta er bara eins og þetta er. Þetta þarf kannski ekki endilega að koma mikið á óvart heldur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Rætt var við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið má sjá í lok fréttarinnar í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44 Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið. 27. október 2023 13:59 Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14 Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44
Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið. 27. október 2023 13:59
Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14
Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23. nóvember 2023 22:30
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent