Segir Þjóðverja standa frammi fyrir nýjum raunveruleika Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 14:10 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir ætlanir ríkisstjórnar hans varðandi fjárfestingu í þýskum iðnaði í uppnámi. AP/Markus Schreiber Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist ætla að leysa fjárlagakrísu ríkisins eins fljótt og auðið er. Hann segir að þýska ríkið standi frammi fyrir nýjum raunveruleika eftir áhrifamikinn úrskurð hæstaréttar Þýskalands sem leiddi til stærðarinnar holu í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórninni væri ekki heimilt að nota ónýtt lán sem ætluð voru sérstökum verkefnum í kjölfar faraldurs Covid-19 í svokölluð græn verkefni og nútímavæðingu. Það væri ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár Þýskalands um lánsheimildir ríkisins, samkvæmt frétt DW. Um er að ræða um sextíu milljarða evra (Rúmar níu billjónir króna) á næstu tveimur árum sem til stóð að verja í náttúruvæn orkuverkefni og í að niðurgreiða hátt orkuverð í Þýskalandi. Scholz og ráðherrar hans þurfa nú að taka upp niðurskurðarhnífinn en kanslarinn hét því að standa við skuldbindingar ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og að verja velferðarkerfi Þýskalands. DW hefur eftir Friedrich Merz, leiðtoga Kristinna Demókrata, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Þýskalandi, að lögsóknin sem hann og aðrir í flokknum höfðuðu á sínum tíma hefði verið réttmæt. Nú væri sannað að ríkisstjórnin hefði reynt að komast hjá ákvæði stjórnarskrár landsins. Vandræðin byrja á næsta ári Umræddu ákvæði var bætt við stjórnarskrá Þýskalands árið 2009 í kjölfar fjármálahrunsins. Það felur í sér að ríkinu er ekki heimilt að taka meiri lán en sem samsvarar 0,35 prósentum af vergri landsframleiðslu. Vegna nauðsynjar var ákvæðið lagt til hliðar frá 2020 til 2022, sem má gera á tímum neyðar, en það var aftur í gildi á þessu ári. Ríkisstjórnin mun lýsa yfir neyðarástandi svo fjárlögin fyrir þetta ár breytist ekki, og er vísað til skert aðgengi að jarðgasi. Vandræðin hefjast á næsta ári, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Hagfræðingar óttast að umfangsmikill niðurskurður muni koma niður á hagkerfi Þýskalands, sem þykir þegar rúlla hægt, ef svo má að orði komast. Þjóðverjar hafa til að mynda ekki lengur aðgang að ódýru jarðgasi frá Rússlandi, sem notað var til að keyra þýskar verksmiðjur fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Þjóðverjar hafa um árabil haft aðgang að ódýru eldsneyti og öflugum útflutningi á bílum og iðnarðartólum og tækjum, að mestu til Kína. Ráðamenn hafa þó dregið fæturna í að halda við innviðum og öðru. Því er talinn töluverður skortur á nútímavæðingu í Þýskalandi. Líkön Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á hagkerfi Þýskalands á þessu ári, sem yrði versta frammistaða stærstu hagkerfa heimsins. Sérfræðingar bjuggust við hagvexti á næsta ári en nú ríkir óvissa um það. Þýskaland er þó lang minnst skuldsetta ríkið í G7, með skuldir sem samsvarar einungis 66 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið er 102 prósent í Bretlandi, 121 prósent í Bandaríkjunum, 144 prósent á Ítalíu og 260 prósent í Japan. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórninni væri ekki heimilt að nota ónýtt lán sem ætluð voru sérstökum verkefnum í kjölfar faraldurs Covid-19 í svokölluð græn verkefni og nútímavæðingu. Það væri ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár Þýskalands um lánsheimildir ríkisins, samkvæmt frétt DW. Um er að ræða um sextíu milljarða evra (Rúmar níu billjónir króna) á næstu tveimur árum sem til stóð að verja í náttúruvæn orkuverkefni og í að niðurgreiða hátt orkuverð í Þýskalandi. Scholz og ráðherrar hans þurfa nú að taka upp niðurskurðarhnífinn en kanslarinn hét því að standa við skuldbindingar ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og að verja velferðarkerfi Þýskalands. DW hefur eftir Friedrich Merz, leiðtoga Kristinna Demókrata, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Þýskalandi, að lögsóknin sem hann og aðrir í flokknum höfðuðu á sínum tíma hefði verið réttmæt. Nú væri sannað að ríkisstjórnin hefði reynt að komast hjá ákvæði stjórnarskrár landsins. Vandræðin byrja á næsta ári Umræddu ákvæði var bætt við stjórnarskrá Þýskalands árið 2009 í kjölfar fjármálahrunsins. Það felur í sér að ríkinu er ekki heimilt að taka meiri lán en sem samsvarar 0,35 prósentum af vergri landsframleiðslu. Vegna nauðsynjar var ákvæðið lagt til hliðar frá 2020 til 2022, sem má gera á tímum neyðar, en það var aftur í gildi á þessu ári. Ríkisstjórnin mun lýsa yfir neyðarástandi svo fjárlögin fyrir þetta ár breytist ekki, og er vísað til skert aðgengi að jarðgasi. Vandræðin hefjast á næsta ári, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Hagfræðingar óttast að umfangsmikill niðurskurður muni koma niður á hagkerfi Þýskalands, sem þykir þegar rúlla hægt, ef svo má að orði komast. Þjóðverjar hafa til að mynda ekki lengur aðgang að ódýru jarðgasi frá Rússlandi, sem notað var til að keyra þýskar verksmiðjur fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Þjóðverjar hafa um árabil haft aðgang að ódýru eldsneyti og öflugum útflutningi á bílum og iðnarðartólum og tækjum, að mestu til Kína. Ráðamenn hafa þó dregið fæturna í að halda við innviðum og öðru. Því er talinn töluverður skortur á nútímavæðingu í Þýskalandi. Líkön Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á hagkerfi Þýskalands á þessu ári, sem yrði versta frammistaða stærstu hagkerfa heimsins. Sérfræðingar bjuggust við hagvexti á næsta ári en nú ríkir óvissa um það. Þýskaland er þó lang minnst skuldsetta ríkið í G7, með skuldir sem samsvarar einungis 66 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið er 102 prósent í Bretlandi, 121 prósent í Bandaríkjunum, 144 prósent á Ítalíu og 260 prósent í Japan.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira