Lögverndað siðleysi Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 13:00 Klukkan tifar, það styttist í mánaðarmót. Þegar þessi orð eru skrifuð eru tæplega fjögur þúsund sálir frá kyrrlátu þorpi á suðvesturhorni lítils lands í norður Atlantshafi tvístraðar um eyjuna, margar á vergangi, húsnæðislausar og óttaslegnar með lítið í farteskinu annað en helstu nauðsynjar, kvíða og brostna framtíðardrauma. En það er þó bót í máli, eða hvað, að þessi eyja er með ríkustu landsvæðum veraldar. Hagsældin er í stóra samhenginu stórkostleg, og hún er að þakka einmitt þessu fólki og öðrum eins og þeim sem byggja þetta fámenna og harðbýla sker og vinna sig inn að beini til að tryggja sér og sínum öryggi og þolanlega tilvist á hjara veraldar. Því skyldi maður ætla að okkur væri borgið. En nei. Jafnvel í hörmungum eins og þeim sem yfir litla sjávarþorpið hafa dunið skýtur fégræðgin upp sínum ljóta kolli og á meðan brotið samfélagið hrópar á réttlæti og sanngirni, uppfullt af reiði og frústrasjónum sitja nú lífeyrissjóðirnir sílspikaðir og glottandi á fjósbitanum. Á meðan viðskiptabankarnir þrír hafa nú sýnt sóma sinn og samkennd með því að fella niður vexti og verðbætur á lánum þeirra sem fyrir hörmungunum verða bera nú lífeyrissjóðir fyrir sig lögformlegum atriðum sem, samkvæmt þeim, koma algerlega í veg fyrir að hægt sé að hnika til reglum og lögum þeirra svo koma megi lántökum þeirra til aðstoðar á ögurstundu. Höfundur spyr: Hvaða kjaftæði er þetta ? Hverskonar hundalógik er það að ekki megi frysta lán og fella niður vexti og verðbætur til fólksins sem þó hefur borgað skilmerkilega í sjóði um árabil og staðið við skuldbindingar sínar til þeirra ? Hvernig má það vera að almenn skynsemi, manngildi og nauðsyn þurfi að lúta í lægra haldi fyrir ákvörðunum og reglum sem klárlega voru ekki samin á hamfaratímum? Ef lögin eru svona meingölluð- breytið þeim! Þau eru ekki rituð í steintöflur frá Sínaifjalli. Við eftirgrennslan undirritaðrar kemur í ljós að Lífeyrissjóðurinn Gildi er kröfuhafi að rúmlega helmingi húsnæðislána í Grindavík, eða um 50 af um það bil 100 lánum. Að baki þessara lána standa hundrað heimili, hundrað fjölskyldur sem nú standa í þeim sporum að óvissan nagar, framtíðin er með öllu óviss, nema hvað að við vitum öll eitt; lífið verður aldrei eins og áður. Það er sárt. Enn sárara er þó að átta sig á því að það sem við krefjumst frá lífeyrissjóðunum okkar núna, sjóðum sem sannarlega eru til þess ætlaðir að tryggja afkomu og lífsviðurværi sjóðsfélaga myndi kosta þá aðeins 60-70 milljónir í framkvæmd. Þú last rétt kæri lesandi; að frysta lánin og að fella niður vexti og verðbætur þessara hundrað heimila í þrjá mánuði kostar minna en eitt þokkalegt einbýlishús á svæðinu.. fyrir jarðhræringar að vísu. Svo ég tali íslensku bara : Nú velti ég fyrir mér hvort lífeyrissjóðir í því formi sem þeir hafa fengið að vaða uppi undanfarna áratugi séu í raun það sem við viljum sem þjóð, sem almenningur. Er pláss í okkar samfélagi fyrir þessi bákn sem byggð voru undir þeim formerkjum að vera okkar lífsafkomutrygging og öryggisnet og en reka svo niður hælana og þráast við eins og um þeirra persónulegu bankainnistæður væri að ræða þegar til kasta kemur, en sólunda okkar lífeyrisfé eftir eigin geðþótta með misgáfulegum hætti utan þess og hlutur lífeyrisþega skertur með þeim hætti? Undirrituð skorar hér með á verkalýðshreyfinguna að efna enn á ný til mótmæla- við erum nokkuð mörg sem höfum eitthvað að segja um stöðu mála. Þetta kemur ekki bara Grindvíkum við, heldur okkur öllum sem höfum greitt í lífeyrissjóði. Við samþykkjum þetta ekki. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Íslenskir bankar Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Klukkan tifar, það styttist í mánaðarmót. Þegar þessi orð eru skrifuð eru tæplega fjögur þúsund sálir frá kyrrlátu þorpi á suðvesturhorni lítils lands í norður Atlantshafi tvístraðar um eyjuna, margar á vergangi, húsnæðislausar og óttaslegnar með lítið í farteskinu annað en helstu nauðsynjar, kvíða og brostna framtíðardrauma. En það er þó bót í máli, eða hvað, að þessi eyja er með ríkustu landsvæðum veraldar. Hagsældin er í stóra samhenginu stórkostleg, og hún er að þakka einmitt þessu fólki og öðrum eins og þeim sem byggja þetta fámenna og harðbýla sker og vinna sig inn að beini til að tryggja sér og sínum öryggi og þolanlega tilvist á hjara veraldar. Því skyldi maður ætla að okkur væri borgið. En nei. Jafnvel í hörmungum eins og þeim sem yfir litla sjávarþorpið hafa dunið skýtur fégræðgin upp sínum ljóta kolli og á meðan brotið samfélagið hrópar á réttlæti og sanngirni, uppfullt af reiði og frústrasjónum sitja nú lífeyrissjóðirnir sílspikaðir og glottandi á fjósbitanum. Á meðan viðskiptabankarnir þrír hafa nú sýnt sóma sinn og samkennd með því að fella niður vexti og verðbætur á lánum þeirra sem fyrir hörmungunum verða bera nú lífeyrissjóðir fyrir sig lögformlegum atriðum sem, samkvæmt þeim, koma algerlega í veg fyrir að hægt sé að hnika til reglum og lögum þeirra svo koma megi lántökum þeirra til aðstoðar á ögurstundu. Höfundur spyr: Hvaða kjaftæði er þetta ? Hverskonar hundalógik er það að ekki megi frysta lán og fella niður vexti og verðbætur til fólksins sem þó hefur borgað skilmerkilega í sjóði um árabil og staðið við skuldbindingar sínar til þeirra ? Hvernig má það vera að almenn skynsemi, manngildi og nauðsyn þurfi að lúta í lægra haldi fyrir ákvörðunum og reglum sem klárlega voru ekki samin á hamfaratímum? Ef lögin eru svona meingölluð- breytið þeim! Þau eru ekki rituð í steintöflur frá Sínaifjalli. Við eftirgrennslan undirritaðrar kemur í ljós að Lífeyrissjóðurinn Gildi er kröfuhafi að rúmlega helmingi húsnæðislána í Grindavík, eða um 50 af um það bil 100 lánum. Að baki þessara lána standa hundrað heimili, hundrað fjölskyldur sem nú standa í þeim sporum að óvissan nagar, framtíðin er með öllu óviss, nema hvað að við vitum öll eitt; lífið verður aldrei eins og áður. Það er sárt. Enn sárara er þó að átta sig á því að það sem við krefjumst frá lífeyrissjóðunum okkar núna, sjóðum sem sannarlega eru til þess ætlaðir að tryggja afkomu og lífsviðurværi sjóðsfélaga myndi kosta þá aðeins 60-70 milljónir í framkvæmd. Þú last rétt kæri lesandi; að frysta lánin og að fella niður vexti og verðbætur þessara hundrað heimila í þrjá mánuði kostar minna en eitt þokkalegt einbýlishús á svæðinu.. fyrir jarðhræringar að vísu. Svo ég tali íslensku bara : Nú velti ég fyrir mér hvort lífeyrissjóðir í því formi sem þeir hafa fengið að vaða uppi undanfarna áratugi séu í raun það sem við viljum sem þjóð, sem almenningur. Er pláss í okkar samfélagi fyrir þessi bákn sem byggð voru undir þeim formerkjum að vera okkar lífsafkomutrygging og öryggisnet og en reka svo niður hælana og þráast við eins og um þeirra persónulegu bankainnistæður væri að ræða þegar til kasta kemur, en sólunda okkar lífeyrisfé eftir eigin geðþótta með misgáfulegum hætti utan þess og hlutur lífeyrisþega skertur með þeim hætti? Undirrituð skorar hér með á verkalýðshreyfinguna að efna enn á ný til mótmæla- við erum nokkuð mörg sem höfum eitthvað að segja um stöðu mála. Þetta kemur ekki bara Grindvíkum við, heldur okkur öllum sem höfum greitt í lífeyrissjóði. Við samþykkjum þetta ekki. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar