„Bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 14:30 Karina Konstantinova hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val og líklega þann síðasta á Íslandi. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru sammála þeirri stóru ákvörðun Valsmanna að láta búlgarska leikstjórnandann sinn fara. Íslandsmeistarar Vals í Subway deild kvenna í körfubolta hafa verið langt frá því að vera sannfærandi í titilvörn sinni í vetur eins og fjögur töp í níu leikjum segja til um. Margir af þessum fimm sigrum hafa líka verið tæpir og leikur liðsins því ollið mörgum vonbrigðum. Körfuboltakvöld hefur rætt áður erlendu leikmenn liðsins í vetur og nú er svo komið að Valsmenn hafa ákveðið að látið hina búlgörsku Karinu Konstantinovu fara. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, vildi fá álit sérfræðinga sína á því að Hjalti Þór Vilhjálmsson hafi látið Karinu fara. „Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun og ég held að ég hafi verið harðasti gagnrýnandi Karinu í úrslitakeppninni í fyrra. Ég gagnrýndi hana mikið um hvernig hún spilaði með Keflavíkurliðinu. Hvað hún var mikill eiginhagsmunaseggur. Ég held að það sé rétta lýsingarorðið yfir hana,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Frábær í körfubolta en vægast sagt ekki góður karakter,“ sagði Pálína. „Þetta er hárrétt ákvörðun. Ég væri til í að tapa fimm leikjum og hafa góða stemmningu í liðinu í staðinn fyrir að vinna þá alla og það er einhver bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Ég held að þetta eigi bara eftir að styrkja þær og ég held að þetta eigi eftir að styrkja íslensku leikmennina. Þær eiga bara eftir að fá meira sjálfstraust. Við sáum það ekki í dag,“ sagði Berglind en Valur tapaði með 22 stigum á móti Njarðvík í síðustu umferð Subway deildarinnar. „Ég er spennt að sjá nýjan leikmann koma inn í Valsliðið. Vonandi ná þau einhvern veginn að starta þessu tímabili,“ sagði Berglind. Næsti leikur Valsliðsins er á móti Breiðabliki á heimavelli í kvöld. „Að mínu mati er Valsliðið rosalega vel mannað,“ sagði Pálína og fór yfir leikmenn Valsliðsins. Það má horfa á alla umfjöllunina um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað gera íslensku leikmennirnir eftir að Valur rak Karinu? Subway-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals í Subway deild kvenna í körfubolta hafa verið langt frá því að vera sannfærandi í titilvörn sinni í vetur eins og fjögur töp í níu leikjum segja til um. Margir af þessum fimm sigrum hafa líka verið tæpir og leikur liðsins því ollið mörgum vonbrigðum. Körfuboltakvöld hefur rætt áður erlendu leikmenn liðsins í vetur og nú er svo komið að Valsmenn hafa ákveðið að látið hina búlgörsku Karinu Konstantinovu fara. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, vildi fá álit sérfræðinga sína á því að Hjalti Þór Vilhjálmsson hafi látið Karinu fara. „Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun og ég held að ég hafi verið harðasti gagnrýnandi Karinu í úrslitakeppninni í fyrra. Ég gagnrýndi hana mikið um hvernig hún spilaði með Keflavíkurliðinu. Hvað hún var mikill eiginhagsmunaseggur. Ég held að það sé rétta lýsingarorðið yfir hana,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Frábær í körfubolta en vægast sagt ekki góður karakter,“ sagði Pálína. „Þetta er hárrétt ákvörðun. Ég væri til í að tapa fimm leikjum og hafa góða stemmningu í liðinu í staðinn fyrir að vinna þá alla og það er einhver bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Ég held að þetta eigi bara eftir að styrkja þær og ég held að þetta eigi eftir að styrkja íslensku leikmennina. Þær eiga bara eftir að fá meira sjálfstraust. Við sáum það ekki í dag,“ sagði Berglind en Valur tapaði með 22 stigum á móti Njarðvík í síðustu umferð Subway deildarinnar. „Ég er spennt að sjá nýjan leikmann koma inn í Valsliðið. Vonandi ná þau einhvern veginn að starta þessu tímabili,“ sagði Berglind. Næsti leikur Valsliðsins er á móti Breiðabliki á heimavelli í kvöld. „Að mínu mati er Valsliðið rosalega vel mannað,“ sagði Pálína og fór yfir leikmenn Valsliðsins. Það má horfa á alla umfjöllunina um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað gera íslensku leikmennirnir eftir að Valur rak Karinu?
Subway-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira