„Allt mun einfaldara áður en Messi kom inn í líf mitt“ Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 13:30 Messi æði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum Vísir/Getty Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague skrifar ítarlega grein á vef BBC þar sem að hann fer yfir Messi æðið sem hefur gripið Bandaríkin í kjölfar komu argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Lionel Messi til MLS liðsins Inter Miami. Balague segir að enginn. Hvorki hjá Inter Miami eða MLS deildinni. Hafi verið búinn undir þau áhrif sem koma Messi til Bandaríkjanna átti eftir að hafa. „Verð á ársmiðum hefur tvöfaldast og er ársmiðinn hjá Inter Miami einn sá dýrasti í heiminum. Ársmiði hjá liði sem spilar ekki einu sinni í einni af bestum deildum heims. Þá hefur fylgjendafjöldi Inter Miami á samfélagsmiðlinum Instagram hefur farið úr einni milljón upp í 15 milljónir.“ Dæmi um það hvernig miðar á leiki Inter Miami hafa rokið upp í verði eru sláandi. Miði á leik Inter Miami gegn Columbus Crew á síðasta tímabili var lægst á 40 Bandaríkjadali. Nú þarf að reiða fram 382 Bandaríkjadali fyrir einn slíkan miða. Vísir/Getty Þá hafi tímasetningin á félagsskiptum hans ekki geta verið betri fyrir Bandaríkin. „Copa America fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári, úrslitaleikurinn verður spilaður í Miami á Hard Rock leikvanginum. Heimsmeistarakeppni félagsliða mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2025 og þá verður heimsmeistarakeppni landsliða haldin í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Þá er möguleiki á því að heimsmeistaramót landsliða í kvennaflokki fari þar fram árið 2027.“ „Súrealískt“ er orðið sem Balague notar til þess að lýsa andrúmsloftinu á leikjum Inter Miami. „Það er í raun og veru enginn að horfa á leikinn, nema bara þann hluta sem Messi kemur að. Ef hann er 50 metrum frá boltanum eru samt sem áður allir að fylgjast með honum. Þegar að hann gerir sig reiðubúinn til þess að taka hornspyrnu er því fagnað líkt og um mark sé að ræða. Það er í raun eins og maður sé að horfa á aðskildan viðburð inn í öðrum viðburði.“ Michelle Kaufmann á að baki 35 ár í blaðamennsku og hefur hún lengi vel skrifað um fótbolta fyrir Miami Herald. Koma Messi til Miami hefur haft mikil áhrif á hennar starf. „Líf mitt var mun einfaldara áður en þessi maður kom inn í líf mitt. Ég eyði jafn miklum tíma í að einblína á hann eins og ég eyði í eiginmann minn. Það er ábyggilega ekki gott. Það er til Messi sértrúarsöfnuður sem ég hef aldrei séð áður. Ég er með hlaðvarpsþætti byggða í kringum hann og það er fólk að fylgjast með frá Gabon og Tangier.“ Tekjur Inter Miami hafa rokið upp úr 60 milljónum Bandaríkjadala í 300 milljónir Bandaríkjadala eftir komu Messi og eru framkvæmdir við byggingu nýs heimavallar liðsins hafnar. Áætlað er að þeim ljúki árið 2025. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Balague segir að enginn. Hvorki hjá Inter Miami eða MLS deildinni. Hafi verið búinn undir þau áhrif sem koma Messi til Bandaríkjanna átti eftir að hafa. „Verð á ársmiðum hefur tvöfaldast og er ársmiðinn hjá Inter Miami einn sá dýrasti í heiminum. Ársmiði hjá liði sem spilar ekki einu sinni í einni af bestum deildum heims. Þá hefur fylgjendafjöldi Inter Miami á samfélagsmiðlinum Instagram hefur farið úr einni milljón upp í 15 milljónir.“ Dæmi um það hvernig miðar á leiki Inter Miami hafa rokið upp í verði eru sláandi. Miði á leik Inter Miami gegn Columbus Crew á síðasta tímabili var lægst á 40 Bandaríkjadali. Nú þarf að reiða fram 382 Bandaríkjadali fyrir einn slíkan miða. Vísir/Getty Þá hafi tímasetningin á félagsskiptum hans ekki geta verið betri fyrir Bandaríkin. „Copa America fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári, úrslitaleikurinn verður spilaður í Miami á Hard Rock leikvanginum. Heimsmeistarakeppni félagsliða mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2025 og þá verður heimsmeistarakeppni landsliða haldin í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Þá er möguleiki á því að heimsmeistaramót landsliða í kvennaflokki fari þar fram árið 2027.“ „Súrealískt“ er orðið sem Balague notar til þess að lýsa andrúmsloftinu á leikjum Inter Miami. „Það er í raun og veru enginn að horfa á leikinn, nema bara þann hluta sem Messi kemur að. Ef hann er 50 metrum frá boltanum eru samt sem áður allir að fylgjast með honum. Þegar að hann gerir sig reiðubúinn til þess að taka hornspyrnu er því fagnað líkt og um mark sé að ræða. Það er í raun eins og maður sé að horfa á aðskildan viðburð inn í öðrum viðburði.“ Michelle Kaufmann á að baki 35 ár í blaðamennsku og hefur hún lengi vel skrifað um fótbolta fyrir Miami Herald. Koma Messi til Miami hefur haft mikil áhrif á hennar starf. „Líf mitt var mun einfaldara áður en þessi maður kom inn í líf mitt. Ég eyði jafn miklum tíma í að einblína á hann eins og ég eyði í eiginmann minn. Það er ábyggilega ekki gott. Það er til Messi sértrúarsöfnuður sem ég hef aldrei séð áður. Ég er með hlaðvarpsþætti byggða í kringum hann og það er fólk að fylgjast með frá Gabon og Tangier.“ Tekjur Inter Miami hafa rokið upp úr 60 milljónum Bandaríkjadala í 300 milljónir Bandaríkjadala eftir komu Messi og eru framkvæmdir við byggingu nýs heimavallar liðsins hafnar. Áætlað er að þeim ljúki árið 2025.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira