Með smá skvettu af stælum og stórt hjarta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 10:30 Sölvi Ólason er með ís í æðunum eins og hann sýndi á móti Hamri. Samsett mynd Blikinn Sölvi Ólason átti mikinn þátt í fyrsta sigri Blika í Subway deild karla í körfubolta á dögunum en hann kom í mjög mikilvægum leik á móti Hamri í síðustu umferð. Sölvi setti niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfu á úrslitastund í leiknum og hann fékk mikið hrós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi. Hinn nítján ára gamli Sölvi var kaldur karl þegar á reyndi en hann er einn af leikmönnum Blika sem hafa fengið mikla ábyrgð í vetur. „Allt mómentum var með Hamri þá. Danero Thomas nýbúinn að setja tvo þrista og maður hélt að þetta væri að brotna hjá Blikum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, um tímasetninguna á þessum risastóru þriggja stiga körfum Sölva. Klippa: Körfuboltakvöld: Sölvi Ólafsson og metnaður Blika „Hann var bara risastór, setti niður skotin og fagnaði þeim. Það er kraftur og orka í þessum dreng og smá skvetta af stælum sem gleður mig. Menn mega alveg vera smá karakterar inn á vellinum. Þú átt að láta finna fyrir þér og andstæðingnum á að finnast þú vera pínu pirrandi,“ sagði Helgi Már og brosti. Sölvi skoraði sextán stig í leiknum og setti niður fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum. „Hann er líka með brosið og er að hafa gaman af þessu. Það er hægt að hafa stæla og hafa gaman. Hann er með stórt hjarta,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Sævar segir Blika fara aðra leið en önnur félög í deildinni. „Það er búið að gagnrýna Breiðablik mikið á þessu tímabili, fyrir metnaðarleysi og guð má vita hvað. Metnaður þeirra liggur bara annars staðar en hjá mörgum öðrum liðum. Sum liðin vilja bara taka fimm til sjö útlendinga og það er bara gott og blessað með það. Breiðablik hefur spilað á ungu heimastrákunum sínum og ég held að þegar rykið sest og við skoðum til baka eftir fimm ár eða tíu ár þá sé það kannski bara heillavænlegast,,“ sagði Sævar eins og sjá má hér fyrir ofan. Subway-deild karla Breiðablik Körfuboltakvöld Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Sölvi setti niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfu á úrslitastund í leiknum og hann fékk mikið hrós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi. Hinn nítján ára gamli Sölvi var kaldur karl þegar á reyndi en hann er einn af leikmönnum Blika sem hafa fengið mikla ábyrgð í vetur. „Allt mómentum var með Hamri þá. Danero Thomas nýbúinn að setja tvo þrista og maður hélt að þetta væri að brotna hjá Blikum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, um tímasetninguna á þessum risastóru þriggja stiga körfum Sölva. Klippa: Körfuboltakvöld: Sölvi Ólafsson og metnaður Blika „Hann var bara risastór, setti niður skotin og fagnaði þeim. Það er kraftur og orka í þessum dreng og smá skvetta af stælum sem gleður mig. Menn mega alveg vera smá karakterar inn á vellinum. Þú átt að láta finna fyrir þér og andstæðingnum á að finnast þú vera pínu pirrandi,“ sagði Helgi Már og brosti. Sölvi skoraði sextán stig í leiknum og setti niður fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum. „Hann er líka með brosið og er að hafa gaman af þessu. Það er hægt að hafa stæla og hafa gaman. Hann er með stórt hjarta,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Sævar segir Blika fara aðra leið en önnur félög í deildinni. „Það er búið að gagnrýna Breiðablik mikið á þessu tímabili, fyrir metnaðarleysi og guð má vita hvað. Metnaður þeirra liggur bara annars staðar en hjá mörgum öðrum liðum. Sum liðin vilja bara taka fimm til sjö útlendinga og það er bara gott og blessað með það. Breiðablik hefur spilað á ungu heimastrákunum sínum og ég held að þegar rykið sest og við skoðum til baka eftir fimm ár eða tíu ár þá sé það kannski bara heillavænlegast,,“ sagði Sævar eins og sjá má hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Breiðablik Körfuboltakvöld Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira