Sara Sigmunds komin alla leið til Ástralíu en getur ekki keppt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttir verður að draga sig út úr mótinu sem hún var búin að ferðast hálfan hnöttinn til að keppa á. @sarasigmunds Ekkert verður að því að Sara Sigmundsdóttir keppi á Down Under Championship CrossFit mótinu í Ástralíu í byrjun næsta mánaðar. Sara segir frá því á samfélagsmiðlum að hún geti ekki keppt á mótinu vegna meiðsla. Sara var hins vegar búin að fljúga yfir hálfan hnöttinn til Ástralíu og hafði eytt þar síðustu vikum við æfingar til að undirbúa sig sem best fyrir mótið. „Tíminn flýgur þegar þú ert í Ástralíu umkringd vinum, sól og dýfum í sjóinn,“ skrifar Sara sem reyndi að vera jákvæð í skrifum sínum þrátt fyrir að svekkelsið hljóti að vera mikið hjá henni. „Ég vil segja frá því að áætlanir mínar hafa breyst. Ég hafði skráð mig á Down Under Championship mótið og hlakkaði mikið til að keppa hér. Þetta er einmitt týpan af keppni sem átti að koma mér aftur í keppnisgírinn,“ skrifaði Sara. Tók erfiða ákvörðun „Ég lenti í smá afturkipp og hef tekið þá erfiðu ákvörðun að draga mig úr keppni. Þetta er eina skynsama ákvörðunin þegar ég horfi á stóru myndina,“ skrifaði Sara. „Ég hafði verið á góðri leið og allt hafði gengið vel. Því miður fór ég að finna fyrir óþægindum þegar þegar ég var að hlaupa. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað smávægilegt og píndi mig áfram. Það versnaði hins vegar. Ég tók mér pásu og reyndi svo aftur. Það versnaði áfram og var farið að hafa áhrif á aðrar hreyfingar,“ skrifaði Sara. „Undanfarnar vikur hafa farið í það að átta mig betur á hvað væri að plaga mig sem og margar heimsóknir til lækna þar sem ég fór líka í myndatöku,“ skrifaði Sara. Verður að forðast ákveðnar hreyfingar „Ég fékk loksins niðurstöðu og sem betur fer er þetta ekki alvarlegt. Til að ég nái mér almennilega af þessu þá þarf ég hins vegar að hægja á mér og forðast ákveðnar hreyfingar. Það sem skiptir öllu máli er að ná mér hundrað prósent fyrir 2024 tímabilið. Þetta er bara hraðahindrun á leið minni og ég er viss um að það sé einhver ástæða fyrir henni,“ skrifaði Sara. Hún þakkar fylgjendum sínum fyrir stuðninginn. „Það er þessi stuðningur er það sem bókstaflega knýr mig áfram og sér til þess að ég gefst aldrei upp sama hversu erfitt allt er,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er best að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Sara segir frá því á samfélagsmiðlum að hún geti ekki keppt á mótinu vegna meiðsla. Sara var hins vegar búin að fljúga yfir hálfan hnöttinn til Ástralíu og hafði eytt þar síðustu vikum við æfingar til að undirbúa sig sem best fyrir mótið. „Tíminn flýgur þegar þú ert í Ástralíu umkringd vinum, sól og dýfum í sjóinn,“ skrifar Sara sem reyndi að vera jákvæð í skrifum sínum þrátt fyrir að svekkelsið hljóti að vera mikið hjá henni. „Ég vil segja frá því að áætlanir mínar hafa breyst. Ég hafði skráð mig á Down Under Championship mótið og hlakkaði mikið til að keppa hér. Þetta er einmitt týpan af keppni sem átti að koma mér aftur í keppnisgírinn,“ skrifaði Sara. Tók erfiða ákvörðun „Ég lenti í smá afturkipp og hef tekið þá erfiðu ákvörðun að draga mig úr keppni. Þetta er eina skynsama ákvörðunin þegar ég horfi á stóru myndina,“ skrifaði Sara. „Ég hafði verið á góðri leið og allt hafði gengið vel. Því miður fór ég að finna fyrir óþægindum þegar þegar ég var að hlaupa. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað smávægilegt og píndi mig áfram. Það versnaði hins vegar. Ég tók mér pásu og reyndi svo aftur. Það versnaði áfram og var farið að hafa áhrif á aðrar hreyfingar,“ skrifaði Sara. „Undanfarnar vikur hafa farið í það að átta mig betur á hvað væri að plaga mig sem og margar heimsóknir til lækna þar sem ég fór líka í myndatöku,“ skrifaði Sara. Verður að forðast ákveðnar hreyfingar „Ég fékk loksins niðurstöðu og sem betur fer er þetta ekki alvarlegt. Til að ég nái mér almennilega af þessu þá þarf ég hins vegar að hægja á mér og forðast ákveðnar hreyfingar. Það sem skiptir öllu máli er að ná mér hundrað prósent fyrir 2024 tímabilið. Þetta er bara hraðahindrun á leið minni og ég er viss um að það sé einhver ástæða fyrir henni,“ skrifaði Sara. Hún þakkar fylgjendum sínum fyrir stuðninginn. „Það er þessi stuðningur er það sem bókstaflega knýr mig áfram og sér til þess að ég gefst aldrei upp sama hversu erfitt allt er,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er best að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira