Sara Sigmunds komin alla leið til Ástralíu en getur ekki keppt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttir verður að draga sig út úr mótinu sem hún var búin að ferðast hálfan hnöttinn til að keppa á. @sarasigmunds Ekkert verður að því að Sara Sigmundsdóttir keppi á Down Under Championship CrossFit mótinu í Ástralíu í byrjun næsta mánaðar. Sara segir frá því á samfélagsmiðlum að hún geti ekki keppt á mótinu vegna meiðsla. Sara var hins vegar búin að fljúga yfir hálfan hnöttinn til Ástralíu og hafði eytt þar síðustu vikum við æfingar til að undirbúa sig sem best fyrir mótið. „Tíminn flýgur þegar þú ert í Ástralíu umkringd vinum, sól og dýfum í sjóinn,“ skrifar Sara sem reyndi að vera jákvæð í skrifum sínum þrátt fyrir að svekkelsið hljóti að vera mikið hjá henni. „Ég vil segja frá því að áætlanir mínar hafa breyst. Ég hafði skráð mig á Down Under Championship mótið og hlakkaði mikið til að keppa hér. Þetta er einmitt týpan af keppni sem átti að koma mér aftur í keppnisgírinn,“ skrifaði Sara. Tók erfiða ákvörðun „Ég lenti í smá afturkipp og hef tekið þá erfiðu ákvörðun að draga mig úr keppni. Þetta er eina skynsama ákvörðunin þegar ég horfi á stóru myndina,“ skrifaði Sara. „Ég hafði verið á góðri leið og allt hafði gengið vel. Því miður fór ég að finna fyrir óþægindum þegar þegar ég var að hlaupa. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað smávægilegt og píndi mig áfram. Það versnaði hins vegar. Ég tók mér pásu og reyndi svo aftur. Það versnaði áfram og var farið að hafa áhrif á aðrar hreyfingar,“ skrifaði Sara. „Undanfarnar vikur hafa farið í það að átta mig betur á hvað væri að plaga mig sem og margar heimsóknir til lækna þar sem ég fór líka í myndatöku,“ skrifaði Sara. Verður að forðast ákveðnar hreyfingar „Ég fékk loksins niðurstöðu og sem betur fer er þetta ekki alvarlegt. Til að ég nái mér almennilega af þessu þá þarf ég hins vegar að hægja á mér og forðast ákveðnar hreyfingar. Það sem skiptir öllu máli er að ná mér hundrað prósent fyrir 2024 tímabilið. Þetta er bara hraðahindrun á leið minni og ég er viss um að það sé einhver ástæða fyrir henni,“ skrifaði Sara. Hún þakkar fylgjendum sínum fyrir stuðninginn. „Það er þessi stuðningur er það sem bókstaflega knýr mig áfram og sér til þess að ég gefst aldrei upp sama hversu erfitt allt er,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er best að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira
Sara segir frá því á samfélagsmiðlum að hún geti ekki keppt á mótinu vegna meiðsla. Sara var hins vegar búin að fljúga yfir hálfan hnöttinn til Ástralíu og hafði eytt þar síðustu vikum við æfingar til að undirbúa sig sem best fyrir mótið. „Tíminn flýgur þegar þú ert í Ástralíu umkringd vinum, sól og dýfum í sjóinn,“ skrifar Sara sem reyndi að vera jákvæð í skrifum sínum þrátt fyrir að svekkelsið hljóti að vera mikið hjá henni. „Ég vil segja frá því að áætlanir mínar hafa breyst. Ég hafði skráð mig á Down Under Championship mótið og hlakkaði mikið til að keppa hér. Þetta er einmitt týpan af keppni sem átti að koma mér aftur í keppnisgírinn,“ skrifaði Sara. Tók erfiða ákvörðun „Ég lenti í smá afturkipp og hef tekið þá erfiðu ákvörðun að draga mig úr keppni. Þetta er eina skynsama ákvörðunin þegar ég horfi á stóru myndina,“ skrifaði Sara. „Ég hafði verið á góðri leið og allt hafði gengið vel. Því miður fór ég að finna fyrir óþægindum þegar þegar ég var að hlaupa. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað smávægilegt og píndi mig áfram. Það versnaði hins vegar. Ég tók mér pásu og reyndi svo aftur. Það versnaði áfram og var farið að hafa áhrif á aðrar hreyfingar,“ skrifaði Sara. „Undanfarnar vikur hafa farið í það að átta mig betur á hvað væri að plaga mig sem og margar heimsóknir til lækna þar sem ég fór líka í myndatöku,“ skrifaði Sara. Verður að forðast ákveðnar hreyfingar „Ég fékk loksins niðurstöðu og sem betur fer er þetta ekki alvarlegt. Til að ég nái mér almennilega af þessu þá þarf ég hins vegar að hægja á mér og forðast ákveðnar hreyfingar. Það sem skiptir öllu máli er að ná mér hundrað prósent fyrir 2024 tímabilið. Þetta er bara hraðahindrun á leið minni og ég er viss um að það sé einhver ástæða fyrir henni,“ skrifaði Sara. Hún þakkar fylgjendum sínum fyrir stuðninginn. „Það er þessi stuðningur er það sem bókstaflega knýr mig áfram og sér til þess að ég gefst aldrei upp sama hversu erfitt allt er,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er best að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira