Ardian kaupir meðal annars Verne gagnaverið á Íslandi í risaviðskiptum
![Verne Global rekur meðal annars gagnaverið á Íslandi, sem er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ, eftir að hafa keypt það um haustið 2021 fyrir meira en 40 milljarða.](https://www.visir.is/i/59E4BAD6E3C651582F0BC0948DE73D754A0DC9E208B46458676B8A6492A033CA_713x0.jpg)
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem eignaðist Mílu undir lok síðasta árs, hefur náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure (D9) um kaup á öllum eignarhlutum þess í gagnaverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi. Kaupverðið á öllu hlutafé Verne getur numið allt að 575 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 80 milljarða íslenskra króna, en aðeins tvö ár eru frá því að gagnaverið hér á landi komst í eigu D9 sem hefur glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/761E9D0349D2B5C3B9220E2338AC7B1C23F4D139211330FFF701A836390D45C1_308x200.jpg)
Eigandi Verne Global í kröppum dansi og söluferli gagnavera dregst á langinn
Hlutabréfaverð breska fjárfestingarfélagsins Digital 9 Infrastructure, sem rekur meðal annars Verne Global á Íslandi, hrundi um nærri 40 prósent þegar ljóst varð að það myndi ekki standa við áform um arðgreiðslu til hluthafa vegna lausafjárþurrðar og mikillar skuldsetningar og að söluferli á hlutum í gagnaverunum myndi tefjast. Nokkur óskuldbindandi tilboð hafa borist í Verne Global sem verðmeta gagnaver félagsins nálægt bókfærðu virði, eða samtals jafnvirði liðlega 90 milljarða króna.
![](https://www.visir.is/i/6330B828B734395D2C69607A1CFD6059592DCEA1AFC8834FBF9B2A641898D633_308x200.jpg)
Vöxtur Verne hraðari en búist var við og leita því til fjárfesta
Gagnaverið Verne Global vex hraðar en gert var ráð fyrir við kaup breska innviðasjóðsins Digital 9 haustið 2021. Þess vegna er félagið að leita til fjárfesta (e. capital sources) til að fjármagna frekari vöxt fyrr en áætlað var, segir forstjóri Verne Global.