Á meðal keppenda var Anna Fanney og má segja að flutningur hennar hafi algjörlega slegið í gegn.
Hér má sjá flutning Önnu Fanneyjar:
Aðspurð hvað það sé sem hræði hana svaraði hún:
„Ég held að það sé bara að vera fyrir framan einhvern að syngja. Það er svolítið stressandi. Þegar ég var yngri var aðal draumurinn minn að verða söngkona en það hefur svolítið dottið niður því ég er orðin svolítið feimin.“
Þegar Anna Fanney stóð fyrir framan dómarana hvöttu þeir hana til þess að láta stressið ekki ná til sín.
„Ég þori ekki einu sinni að syngja fyrir framan mömmu þannig að ég veit ekki alveg hvernig ég þori að standa hérna,“ sagði Anna áður en hún flutti lagið Walk Away með Christinu Aguilera.
Dómararnir heilluðust upp úr skónum og uppskar Anna Fanney lófaklapp eftir flutninginn. Öll hrósuðu þau henni.
„Ég táraðist bara, þetta var svo innilega fallegt og frábært,“ sagði Daníel Ágúst hálf hrærður.